Vikan


Vikan - 07.09.1967, Side 7

Vikan - 07.09.1967, Side 7
UM PRÓF. Kæri Póstur! Það eru svo margir sem spyrja þig um eitthvað varðandi skóla og nám og þú gefur svo skýr og góð svör, að ég ætla að biðja þig að svara þessum spurningum: 1. f hvaða skóla er hægt að fara, þegar maður hefur tekið landspróf (náð framhaldseink- unn)? 2. Hver er munur á stærðfræði- deild og máladeild í Menntaskól- anum? 3. Er hægt að segja, að það sé jafn gott að taka verzlunarpróf og stúdentspróf? Ég vonast eftir góðu svari. Hafið þið rafmagnsheila þarna á Vikunni, þið vitið svo margt. Svo ætla ég að skemma bréfið með því að spyrja: Hvernig er skriftin? Kíki. 1. Flestir, sem staðizt hafa landspróf fara í menntaskóla. —- I-ónokkrir fara einnig í Kennara- skólann. 2. Munurinn á deildun- um liggur fyrst og fremst í áhuga- sviði nemandans. Hafi nemand- inn meiri áhuga á málum, fer hann í máladeild, hafi hann meiri áhuga á raunvísindum, fer hann í stærðfræðideild. 3. Hvort prófið sé „betra“ að taka treyst- ir Pósturinn sér ekki til að segja um, enda spurningin loðin. Gildi stúdentsprófsins er margvíslegt, og m. a. það, að það gefur nem- andanum tækifæri til þess að t'ara í háskóla. Verzlunarprófið hins vegar gefur nemandanum innsýn í verzlunar- og skrifstofu- störf hvers konar. Gildi þessara prófa sem annarra verður því aðeins metið, að einstaklingurinn sé ákveðinn í því, hvað hann ætl- ar að leggja fyrir sig. Hvað rafmagnsheilanum við- vílcur, þá er ekki nema von þótt þú haldir þetta, en þótt furðu- legt megi virðast, þá styðst Póst- urinn við sinn eiginn. Skriftin er góð. MISSKILNINGUR. Svar til ungrar móður: Leið- réttu þennan misskilning sem fyrst. Því fyrr, því betra. UPPGJÖR VIÐ SAMTÍÐINA. Heiðvirðu herrar! Við höfum hugsað í tvo daga (ath., mjög óvenjulegt) og kom- izt að þeirri uggvænlegu niður- stöðu að kvenfólk standi á mjög höllum fæti gagnvart karlkyn- inu í heiminum í dag. .. . Setjum svo að stúlka sé hjálf- dauð úr ást til einhvers karl- manns. Venjulega verður hún þá að sitja og bíða, — t. d. á balli, — og naga neglurnar. Strákarnir eru í mjög góðri að- stðöu. Þeir eru tvær mínútur að búa sig á ball, (við erum allan daginn). Svo birtast þeir með yfirlætissvip, rannsaka stelpu- hópinn eins og soldánar í kvenna- búri og sjarma svo fyrir þeirri, sem þeir hafa áhuga fyrir. Er þetta réttlæti? Við leggjum til að þessu verði breytt í hvelli. Svona fyrirkomulag lýsir frum- stæði. Ef einhver af „karlkyn- inu“ leyfir sér að mótmæla, rek- um við allt ofan í hann aftur. Vinsamlegast, Milly, Molly, Mandy. P. S. Skriftin er ekki til fyrir- myndar, enda skrifast bréfið uppi í rúmi. Bréf ykkar er ekki beinlínis rökrænt, stelpur mínar, nema þá kannski lielzt það, sem stendur innan sviga. Eins og þið vitið eru til ákveðnar umgengnisvenj- ur milli karla og kvenna og Póst- urinn fær ekki ófá bréf um slíkt. Flest þessara vandamála eru þess eðlis, að þau verða ekki leyst fyrr en sama dag og eilífðarvél- in verður fundin upp. Við því er ekkert að gera. En það þarf ekki menntaðan sálfræðing til þess að sjá út, hvers vegna þið látið svona. Það er augtjóst, að einliverjir af „karlkyninu" hafa hegðað sér öðru vísi en þið hefð- uð helzt kosið. Svona getur allt- af komið fyrir, en stelpur á ykk- ar aldri eiga að vera fljótar að jafna sig. Við skulum láta þetta með eftirskriftina liggja milli hluta. PÓLITÍK í PÓSTINUM. Herra Póstur! Getur þú nokkuð frætt mig um það, hvort Óháði Lýðræðisflokk- urinn sem bauð fram í síðustu Al- þingiskosningum, ætlar að starfa áfram þetta kjörtímabil eða hvort hann ætlar að hætta starfsemi sinni. Pólitíkus. P. S. Hvernig er skriftin? Skrifstofur flokksins svara ekki í síma nú um þessar mundir, svo að alla vega er einhver værð yf- ir starfseminni í bili. Meira er ekki hægt að fullyrða á þessu stigi málsins. P. S. Þú átt vandaða ritvél. JA, VIO ERUM SAMMALA „Hun er bœði fallegri og fullkomnari“ CENTRIFUGAL WASH MÓDEL620 MED Ellll HNAPPI e veljið þér þvottakerfið, og C.W. 620 Q ÞVÆR, (T) HITAR, © SÝÐUR, (T) MARGSKOLAR, (T) ÞEYTIVINDUR ALtAN ÞVOTT -Sll ffNI- sépa Sápuskammtar settir í strax — vélin skolar Alveg þeim sjálfkrafa niður á réttum tíma hljóður lonpr QREffif1 Te^ur sÍ°^ inn sérstakt skolefni IfSRSlíílíl *v,viri<' °fbragðs UiiUBIiIIII ef þér óskið að nota það h HiÍÍIJibBU þeytivinding lerkjaljfis r«Þ:r""g íesting Þarf ekki að festast niður með holtum nfni Nœlonhúðuð að utan —* fínslípað, 01 811 ryðfrítt stál að innan rr tenging nnunp q Fullkomnasta og fallegasta lf 1 mim vélin á markaðinum ifepyisip l-. SÍMI 2 4420 - SUÐURGÖTU 10 Sendið undirrit. mynd af FONIX C.W. 620 með nánari upplýsingum, m.a. um verð og greiðsluskilmála NAFDt _______________________________________________________ HEIMILI ____________________________________________________- TIL Fönix S.f. pósthólf 1421, Reykjavlk REYKJAVlK. 36. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.