Vikan


Vikan - 07.09.1967, Page 13

Vikan - 07.09.1967, Page 13
Eva var meS klukkudellu og það var Adam að kenna. Áður en hún giftist honum hafði hún aldrei hugsað um það hvað klukkan var. En það var honum að kenna að hún taldi mínútur, klukkutíma og daga, og þess- vegna var það sem hún skrifaði ýmislegt í ljósrauðu minnisbók- ina sína. Þetta kvöld sat hún og starði á langa röð af tölum á einni síð- unni, sló blýanlinum við og við við varir sér og fór svo að ieggja saman að nýju; því að einhvers staðar hlaut hún að hafa mis- reiknað sig. En útkoman var sú sama. Þrjú hundruð þrjátíu og einn klukku- tíma hafði hún setið og beðið, síðan hún fór að skrifa það hjá sér þegar Adam kom of seint heim. Drottinn dýri, þetta voru næstum fjórtán dagar, — næst- um tvær heilar vikur! Þessi ljósrauða minnisbók var orðin að björgunarbelti, björgun- arbelti fyrir hjónaband hennar. Að minnsta kosti hafði henni fundizt það, þangað til í kvöld. Venjulega, þegar Adam kom seint heim, sneri hún við einni síðunni í bókinni og krotaði nið- ur reiðilega athugasemd, en svo reif hún það strax út úr bókinni afur. Svo var hún vön að gá framarlega í bókina og lesa allt það góða sem hún hafði skrifað um hann, — hann, sem hún elsk- aði mest. Þetta vóg upp á móti leiðindunum og venjulega var hún búin að fyrirgefa honum, þegar hann kom heim. En í kvöld var þetta allt öðru- vísi. Tvær heilar vikur! Hún varð að taka eitthvað til bragðs. Tvær vikur voru heilt sumarfrí, sem þau hefðu getað átt saman. Hún varð að fá hann til að bæta ráð sitt — á þessu eina sviði. — Henni fannst hann fullkominn að öllu öðru leyti. — Sæl, elskan! kallaði Adam, um leið og hann opnaði útidyrn ar. — Hvað er að borða? — Brenndar kótilettur, sagði hún. — Fyrirgefðu mér, sagði hann og vafði hana örmum. Og hún bráðnaði. Þegar þau, nokkru síðar, sátu andspænis hvort öðru við mat- borðið, spurði hann hvort dag- urinn hefði verið henni ánægju- legur. — Mjög, sagði hún. — En þú borðar ekki neitt. — Læknirinn sagði, að ég mætti ekki þyngjast nema um kíló á mánuði. Adam missti gaffalinn úr hendi sér, rétt eins og hann hefði brennt sig og starði á hana. — Læknirinn? Hvað sagði hann? — Hann sagði, að við yrðum örugglega ágætis foreldrar. Hann rauk upp úr sætinu, kyssti hana á kinnarnar, hárið og munninn. — Hvenær? Hvað er langt þangað til? — Eftir venjulegan tíma, bján- inn þinn! Eva brosti og hugsaði með sér: — Ef barnið líkist þá ekki föð- ur sínum og setur heimsmet í seinlæti. — í ágúst, sagði hún, svo bætti hún við, eftir nokkra umhugsun. — Fimmtánda ágúst! Ljósrauða minnisbókin kom að góðu gagni næstu mánuði, en ekki til að reikna út mínútur. Eva skrifaði langa lista yfir það, sem hana vanhagaði um, og ým- islegt, sem hún þurfti að gjöra. Ekki svo sem vegna þess, að hann hefði bætt ráð sitt, síður en svo. Nú tafðist hann oft á leiðinni heim, vegna þess, að að hann var að kaupa alls konar kjánalegar gjafir handa henni. Og þá gat hún ekki verið reið. Morguninn, fimmtánda ágúst, settist Adam upp í rúminu, við sólarupprás. Eva opnaði rifu á annað augað. — Er eitthvað að? spurði hún. — Þú vaktir mig ekki. — Vakti þig? — Til að aka þér á fæðingar-- deildina. Það er í dag, sem þú átt að fara þangað. — Farðu að sofa aftur, sagði hún og horfði syfjulega, fyrst á hann og svo á klukkuna. —- þú átt heilan klukkutíma eftir. — Klukkutíma? Hvernig veiztu það? — Þangað til þú þarft að fara í vinnuna. — En í dag.... — í dag er bara venjulegur dagur. Það hefur ekkert skeð ennþá. Eftir morgunverðinn varð hún næstum því að ýta honum út úr dyrunum. — Ertu nú viss um að ég ætti ekki heldur að vera heima? — Já, ástin mín, alveg hár- viss. Þetta kvöld kom Adam heim, miklu fyrr en venjulega. — Jæja? spurði hann og saup kveljur, um leið og hann kom inn úr dyrunum. — Mér líður prýðilega, reyndi hún að fullvissa hann um. — Drottinn minn, sagði hann, — ég þarf á ærlegri hressingu að halda. Hann gekk í áttina að eldhús- inu, en sneri svo við. — Nei, annars, ég þori ekki að drekka neitt, ef ske kynni að við þurftum að fara fljótlega á fæð- ingadeildina. — En ég fullvissa þig um það, elskan, að það verður ekki í kvöld. Daginn eftir hringdi hann þrisvar heim, og Eva sór og sárt við lagði að henni hefði aldrei liðið betur. En samt sem áður var hann kominn heim fyrir klukkan fimm. Þann sautjánda hringdi hann fjórum sinnum og kom heim í hádegisverð. Svo var hann aft- ur kominn heim fyrir fimm, gekk um gólf og leit á klukkuna, í hvert sinn sem hann gekk fram sjá henni. Allan laugardaginn vék hann ekki hársbreidd frá henni. Og þegar hún stakk upp á því að hann fengi sér ofurlitla göngu, sagðist hann heldur vilja vera hjá henni. Þrisvar spurði hann hvort hún væri ekki búin að láta niður í töskuna. Á sunnudag var hann alveg útkeyrður. —■ Þetta er orðin heil vika, sagði hann, — ég hefi elzt um tíu ár. — Þú verður að vera þolin- móður, sagði hún, — þú veizt, að smábörn kunna ekki á klukku. Næstu dagar liðu fljótt hjá Evu, sem var að sauma sér nýj- an morgunkjól, en Adam, sem aldrei hafði þurft að bíða, fannst sem tíminn ætlaði aldrei að líða. Á laugardaginn var Eva eitt- hvað öðruvisi en hún átti að sér, svo hún fór snemma að hátta. Adam, sem var ennþá annar- legri, ákvað að vera á fótum. —• Þrettán dagar, tautaði hann, — þrettán langir dagar. Eva heyrði hann æða um hús- ið í eirðarleysi, draga út skúff- ur og ýta þeim inn aftur. Svo læddist hann á tánum inn til hennar, og spurði hvort hún svæfi. Hann hélt á bleiku minn- isbókinni í hendinni. —■ Það stendur hérna, sagði hann og benti á eina síðuna, — að ég hafi látið þig bíða í þrjú hundruð þrjátíu og einn tíma. Er þetta satt? — Því miður, elskan. Framhald á bls. 37. 36. tbl. VIIvAN 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.