Vikan


Vikan - 07.09.1967, Page 21

Vikan - 07.09.1967, Page 21
sem þeir höfðu gert sér vonir um. Stofnunin starfar sem leyni- legur klúbbur og ræður yfir gíf- urlegum auðæfum. Margir með- limanna eru iðnrekendur og kaupsýslumenn, en rekstrarfé þeirra kemur líka úr sjóðum þeim, er stríðsglæpamaðurinn Martin Bormann kom undan til Suður-Ameríku þegar eftir stríðið. Stofnunin, sem hefur útibú í mörgum öðrum suður-amerísk- um borgum, hefur það hlutverk að vernda meiriháttar nasista, sem komist hafa í klípu. Hún rekur mjög vel skipulagða upp- lýsingaþjónustu, sem fylgist með aðgerðum „óvinanna", fyrst og fremst leyniþjónustu ísraels- manna. Og vitnist að einhver sé í hættu, er honum veittur fjár- stuðningur til að komast undan ofsækjendunum. Þurfi sérlega mikils við, kemur til greina að stofnunin ráði skjólstæðingum sínum lífverði. Meðlimirnir eru úr öllum stétt- um. Þeir ríkari veita fjárhagsleg- an stuðning og beita þeim áhrif- um, sem þeir hafa á mörgum sviðum, en hinir safna upplýs- ingum og sjá um annað snatt. Hótelþjónar, verzlunarmenn, bændur og fulltrúar ótal annarra starfshópa eiga hér hlut að máli. Annað verkefni stofnunarinn- ar er að dreifa fölskum orðrómi um verustað eftirlýstra stríðs- glæpamanna, annast ,,dauðsföll“ þeirra og aðra álíka pretti. Til þessa hefur stofnunin samstarfs- menn á Spáni, Þýzkalandi og Arabalöndunum. í Suður-Ameríku hafa nasist- arnir safnast saman á ákveðnum svæðum. í Chile býr verulegur hópur stríðsglæpamanna á suðurhluta hinnar stóru eyjar Chiloe. í landshluta þessum, sem er mjög strjálbýll (flestir eyjarskeggja búa á norðurhluta eyjarinnar), ganga víða nes í sjó fram, hvað þýðir að auðvelt er að leggja þar að og frá landi án þess að eftir því sé tekið. í Perú er álíka svæði. Þar er til dæmis jarðeign, og íbúarnir þar eru nú heldur síður að fara í neina launkofa með, hverjar pólitískar meiningar þeirra séu. Svæðið heitir Mein Kampf, eft- ir biblíu nasistanna. Þarna er höfn, sem vel er gætt, og vegna landslagsins er ómögulegt að komast að henni landmegin frá, án þess að eftir sé tekið. Þar að auki er jarðeignin rétt við landa- mærin að Ekvador, svo að auð- velt er að flýja þangað ef mik- ið liggur við. Samkvæmt skýrsl- um, sem til þessa hafa fengist um staðinn, búa þar aðeins „smáfiskar". Enda er ólíklegt að nokkur nasisti, sem leitað er eft- ir af verulegu kappi, myndi bú- setja sig á stað með svo hljóm- miklu nafni. í Brasilíu eru nokkrar álíka nýlendur. í fylkinu Santa Cat- arina eiga Þjóðverjar miklar jarðeignir, þar á meðal margir nasistar, sem flúið hafa Þýzka- land. Tveir þeir stríðsglæpa- menn, sem hvað mest hefur ver- ið leitað að, þeir Bormann og Mengele, hafa oft dvalist þar. Meðal þessara búgarða er vert að minnast á haciendu eina ná- lægt Friburgo, þar sem mikið magn vopna er geymt. Eigandi búgarðsins gefur þá skýringu á þessum áhöldum, að hann telji vissara að hafa eitthvað í hönd- unum ef vinstri sinnað fólk í Brasilíu skyldi gera byltingu. Rétt hjá San Joao del Rei er annar búgarður, sem dularfull- ur maður sem kallast Theo á. Sagt er að hann hafi verið einn af nánustu samstarfsmönnum Himmlers. Flestir nasista Brasilíu búa þó í Matto Grosso, þar sem um fimmtán hundruð manns búa Framhald á bls. 31. // >:/ «**■«. úV.rtVk, HllMI ‘-K x-Mí n •$: -r i w #**ffffffffffWffffffffffffffffffff«ff<ffffffHHUHnHHHJMHn»W»l«ffi^^ ni PS-PÍS-: 36. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.