Vikan


Vikan - 07.09.1967, Síða 22

Vikan - 07.09.1967, Síða 22
Framhaldssagan efftlr Sergeanne Golon 29. tifiuti Lögreglan heíur hundraö aöíerðir til að komast að sannleikanum. Var ekki þróttmikil rödd Desgrez, með glettum sínum og hlýlegum orðum, til þess ætluð að sigrast á tortryggninni og vinna trúnað henn- ar? Hún þurfti aðeins að segja eitt einasta orð, og Þar með hefði hún svikið vinina, sem hún óskaði að vernda, hvað sem það kostaði. Varir hennar skulfu, og svo hætti hún öllu. — Já, sagði hún. Desgrez hallaði sér aftur á bak og andvarpaði einkennilega. — Þakkið guði fyrir, að þér treystuð mér, sagði hann. — Hefðuð þér ekki gert það, hefði ég sennilega handtekið yður. Það er ein- kennilegt þetta starf mitt. Eftir því, sem maður verður eldri, verður maður harðari, en um leið tilfinningarikari; maður verður grimmari og um leið blíðari. Maður varpar öllu fyrir róða nema einu eða tveim- ur smáatriðum, sem eru þyngdar sinnar virði í gulli; og eftir þvi sem lengri tímar liða, þeim mun dýrmætari virðast þeir. Vinátta yðar var eitt slíkt atriði. Þótt það sé ekki vani minn læt ég það eftir mér að trúa yður fyrir þessu, því ég veit, að ef ég læt yður fara núna, mun ég aldrei sjá yður framar? — Ætlið þér að láta mig fara? — Já. En mér sýnist ekki, að Það eitt að sleppa yður, veiti yður öryggi lengi, því enn einu sinni eruð Þér í hræðilegri klípu. Af hverju voruð þér ekki farin af stað til þessara eyja? Það hefði verið bezta lausnin; þá heíði ég aldrei séð yður aftur, og verið afar þakklátur. Nú veit ég ekki, hvað í ósköpunum ég á að gera við yður. Baumier hefur tekið yður fyrir; allt yðar samsærisfólk á fyrir höndum að verða fangelsað á morgun. Skipið er undir stöðugum verði, svo það er til- gangslaust að reyna að komast um borð í það. Það var býsna heimsku- legt að blanda sér í hóp allra þessara villutrúarmanna, kæra vinkona, þegar þér hafið hundrað gildar ástæður til að reyna að koma í veg fyrir að fólk komist að því, hver þér i rauninni eruð. Nú til dags er þetta fólk allt of mikið fyrir allra augum, til þess að heimili þeirra geti boðið yður nægilega vernd. Svo ekki sé minnst á þá staðreynd, að þessi hópur er ekkert sérlega aðlaðandi og viðfelldinn. Hópur þröngsýnna einstrenginga, sem kunna ekki einu sinni að elska. Þér valdið mér vonbrigðum! —• Voruð þér að segja, að þau yrðu fangelsuð! Þetta var það eina, sem Angelique hafði heyrt hann segja: — Hvenær spurði hún. — Á morgun. — Á morgun, endurtók hún og fölnaði. 22 VIKAN 36- tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.