Vikan


Vikan - 07.09.1967, Síða 27

Vikan - 07.09.1967, Síða 27
við höfum átt saman að sælda. Þegar við erum bæði farin, ég og ESJA, hvernig fer fólkið að? Þessu gat ég náttúrlega ekki svarað, ég hafði enn ekki heyrt neinar kosningafréttir að heiman og það eina sem ég vissi að fróður maður í pólitík hefði látið svo um mælt á leiðarþingi á Vopnafirði s.l. haust að nú yrði fólkið á landsbyggðinni að fara að sjá um sig sjálft ef það þyrfti að ferðast á sjó; úr því það á annað borð vildi endilega búa í dreifðum plássum hringinn í kringum landið; í stað þess að flytja til Reykjavíkur eins og al- mennilegt fólk og fá sér vinnu á skrifstofu; þar var þó hægt að ferðast með strætisvögnum. — Nú þykir mér týra, dæsti m/s KALYMNOS — nema þeir kaupi Súðina gömlu aftur frá Kína fyrir slikk eða hali Laxfoss upp af sjávarbotni og klastri hon- um saman með úhú sem ku líma ailt. Jæja, þetta er ekki mitt mál, þú skilar kveðju heim og segir að ég kunni vel við mig hér á Eyjahafi þó ég sakni gömlu kunn- ingjanna. Ég bið að heilsa hon- um Guðjóni Teitssyni og vona að fóturinn á honum sé gróinn, hann á ekkert að vera að því að klöngrast upp á hross, nær væri að fá sér trillu og renna færi úti á Sviði ef hann hefur fría stund. Ég bið líka að heilsa Guðmundi Guðjónssyni skipstjóra og stýrimönnunum hans og ekki sízt hásetunum tveimur sem einna lengst héldu tryggð við mig. Svo bið ég líka að heilsa múkkanum heima. Hér er lítið um múkka. Já, þú mátt svo sem skila kveðju til ríkisstjórnarinn- ar, ég er ekki langrækin og er ekkert að erfa við þá vistaskipt- in. Nýi eigandinn lætur sér eins annt um mig og ég væri barnið hans, ég er líka fyrsta skipið sem hann eignast, eiginlega frumburð- ur. Ég er farin að kunna vel við gríska fánann á skutnum og ef ég verð gripin snöggri heimþrá, þá get ég alltaf huggað mig við að landakortið af íslandi sem greipt var á vegginn í reyksaln- um og hangir þar enn og á að vera framvegis. Þar á arinhill- unni er líka uppstoppaður ís- lenzkur máfur sem kafteinn Mik- ael Pantelis hafði með sér frá íslandi þegar hann sótti mig. Svo ég get haldið við móðurmálinu þó ég sé smám saman að komast niður í grískunni. Og í brúnni hangir ennþá gamla skipsbjallan merkt greinilega m/s HEKLA, svo það er engin hætta á að ég gleymi gamla nafninu mínu. Nú þagnar m/s KALYMNOS drjúga stund, sennilega er hún að rifja upp gamlar minningar. Loks rýfur hún þögnina: — Þarna kemur hann, nýi eig- andinn hr. Kokkinos, þú getur hitt hann að máli og í brúnni finnurðu nýja skipstjórann minn, Zacharías Trikalas, hann er ein- 26 VIKAN 36- tbl- staklega prúður maður og kem- ur fram við alla eins og göfug- menni og auk þess held ég að leitun sé á samvizkusamari skip- stjóra. Þú mátt skila því heim að ég sé í góðum höndum. Við tókum tal saman, ég og Sakellarios Kokkinos, eigandi skipsins, það var engu líkara en gamlir kunningjar hittust og um- yrðalaust bauð hann mér í hóf um borð í m/s KALYMNOS sem halda átti þá um kvöldið í til- efni af því að nú var lokið breyt- ingum á skipinu og það átti raunar að fara sína fyrstu áætl- unarferð í fyrramálið. Um kvöldið sat ég dýrðlega veizlu um borð í m/s KALYMN- OS, þar svignuðu borð undan dýrðlegum krásum og góðar veig- ar glóðu í glösunum. Hr. Kokkin- os kynnti mig fyrir frænda sín- um kafteini Mikhael Pantelis sem hefur verið honum til trausts og halds við kaup og endurnýjun skipsins. Þarna hitti ég lika þann bráðfjöruga Thomas Yamoulas, sem er fulltrúi á skrifstofu skipa- félagsins og kann ráð við öllu. Þarna voru saman komin ýmis stórmenni sem of langt yrði upp að telia, m.a. fulltrúi hafnarstjór- ans í Píreus, hr. Ano Kypseli og fjölskylda hans. Ég hafði ekki rætt við þau nema stutta stund þegar hann bauð mér ásamt fjöl- skyldu minni að heimsækja sig á óðal ættarinnar á eynni Poros. Og hann var ekki einn um hina margrómuðu gestrisni Grikkja, því ég hafði ekki lengi spjallað við kaptein Pantelis þegar hann sagði mér að ekki kæmi annað til mála en ég flyti með á jóm- frúrferð skipsins sem hefjast átti annað kvöld. Kannski er það ekki hárrétt málfræði að tala um iómfrúrferð, en m/s KALYMN- OS má þó kallast afturbatapía og það af hæsta klassa. Ég sann- færðist fljótt um það þegar Mic- hael Manouses yfirstýrimaður leiddi mig um skipið og sýndi mér það. Það var fátt sem minnti á „HEKLU“ nú orðið: reyksalur- inn hefur verið þiljaður að nýju og sama gildir um borðsalinn, í báðum sölum eru ný og þægi- leg húsgögn, margskonar lúxus sem gamla „HEKLA“ varð að neita sér um. Jafnframt þessu hafa verið gerðar gagngerðar breytingar á öðrum sviðum, þann- ig að nú getur skipið flutt 250 farþega og er búið á fjórum far- rýmum, I. og 2. farrými og síðan hefur afturlestin verið innréttuð sem 3. farrými. Ég hef ferðast með mörgum grískum skipum um Eyjahafið og oftsinnis litið inn á 3. farrými þessara skipa, vægast sagt held ég að dýravernd- unarfélagið mundi mótmæla ef flytja ætfi skepnur í þeim vist- arverum. Um borð í m/s KAL- YMNOS gegnir öðru máli, þriðja farrýmið er einkar vistlegt og notalegt þó iburður sé að sjálf- Það er ólíkt að sigla inn á gríska £ höfn, þar blasa við skógi vaxnar hlíð- ar í stað brattra hamra á íslandi. ■O Elísabet og einn af áhöfninni. Tómas Yamoulo þ er fulltrúi á skrif- stofu skipafélagsins, hægri hönd forstjór- ans og það eru fáir hlutir sem hann kann ekki skil á. <) Hrafn bendir á Heklu. Eigandi skipsins á tali við mann. sögðu enginn. Þá er fjórða far- rými, „deck class“, sem algengt er í grískum skipum, það er staðsett í stefni skipsins en íbúðir áhafnar hafa aftur á móti verið fluttar aftur í skut. Forlestin er enn eins og hún var. Manouses yfirstýrimaður, sem ættaður er frá eynni Andros og því alinn upp við sjó frá blautu barnsbeini, sagði mér að 59 manna áhöfn sæi um þjónustu og öryggi þessara 250 farþega. Auk hans og Trikalis skipstjóra eru fjórir stýrimenn, tveir loftskeyta- menn, fimm vélstjórar, þrír „pursers" sem gera ekki annað en sinna farþegum. Þá er að sjálfsögðu bryti og stjórnar her- skara af dugmiklum þjónum sem ekki gefa sér tíma til að halla sér upp að vegg í heimspekileg- um hugleiðingum eins og sumir íslenzkir kollegar þeirra, en eru á þönum um alla sali. Og loks eru hásetar, kraftalegir náungar, dökkir af sólbruna, ífærðir hvít- um treyjum og nafn skipsins skráð á brjóst sér. Þrátt fyrir allar breytingar sem gerðar hafa verið á skipinu, sagði Manouses mér að siglingatseki væru öll þau sömu og hefðu ver- ið, þetta væru einstakir gæða- gripir sem reynzt höfðu vel og þar hefðu engu þurft við að bæta. Yfirmennirnir luku allir upp ein- um munni um sjóhæfni skips- ins og voru í alla staði stoltir af því. Það hafði sannað hæfni sína á leiðinni frá íslandi yfir Atlants- hafið og ekki væri hegðun síðri á kyrrari slóðum Eyjahafsins. Og þó getur hvesst þar oft og ræki- lega og öldur risið hátt. En þeir sögðust ekkert þurfa að óttast um m/s KALYMNOS. Björgun- artæki eru líka hin sömu, jafn- vel á bátadekkinu má sjá stóra poka sem merktir eru: GÚMMÍ- BÁTAR. Og niðri í göngum skips- ins gefur enn að líta innrömmuð plögg með nákvæmum reglum á íslenzku hvernig skuli sjósetja gúmmíbát og hvernig skuli rétta hann við ef honum hvolfir. Þá eru einnig tilskipanir frá Skipa- eftirliti ríkisins hvernig skuli slökkva eld, lífga mann úr dauða- dái og þar fram eftir götunum. Að sjálfsögðu tæki það Grikki nokkurn tíma að þurfa að fletta upp í orðabókum í hvert sinn sem eitthvað bæri að höndum, enda fylgir þessum plöggum ná- kvæm þýðing á grísku og flestum höfuðtungum heims. Þarna niðri í ganginum vakti þó athygli mína stórt skilti yfir einum dyrum; þar stóð stórum stöfum: KONUR. Þrátt fyrir glaðværðina sem ríkti þarna í reyksalnum þetta kvöld, gat ég ekki varizt því að hugurinn reikaði aftur í tímann: þetta var í annað sinn sem ég sat þarna í gleðskap í reyksalnum á þessu sama skipi. f hið fyrra sinn var það við bryggju í Þórs- höfn í Færeyjum eftir vel-heppn- aða leikför Leikfélags Reykja- víkur, flokkurinn var þá að end- urgjalda gestrisni og höfðingskap hinna færeysku gestgjafa okkar. Þá ríkti þar glaumur og gleði engu síður en nú, stiginn fær- eyskur dansur og kveðin sjó- mílnalöng hetjukvæði um Ólaf konung og Gretti sterka af mik- illi raust. Nú hljómaði búsúki með gítarleik og trommuspili og Angelíka söng angurværum rómi sönginn um „Lestina sem var á förum.. Það var árla morguns sem m/s KALYMNOS lagðist að bryggju í höfuðborg eyjarinnar Samos. Sól skein í heiði eins og flesta daga í Grikklandi, gamall mað- ur reri á móti skipinu til að taka við springnum, hann reri stand- andi eins og siðvenja er í Grikk- landi og horfði fram. — í Samos er margt að sjá og enn er eyjan Framhald á bls. 28. 38. tw. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.