Vikan


Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 37

Vikan - 07.09.1967, Blaðsíða 37
 A wot Q Z7 f* T I I ullnægt öllum /ðar óskum Veljið undirlag úr vökva, kremi eða púðurblöndu. — Hinir silki- fínu púðurlitir passa við undirlagið. — Biartir, glitrandi varalitir og naglalökk í stíl. Og þá er það augnasnyrtingin: Augn-skuggar í freistandi litum sem gerir augu yðar undurfögur. Hugsið vel um útlit yðar, notið Avon snyrtivörur. Make-up á nýtízku hátt frá Avon — Avon make-up er eins nýtízku- legt og tímarnir sem við lifum á. Avon make-up litir eru nýiasta tízkan — fjölbreytni þeirra er margvísleg. Avon cosmETics ltd NEWYORK • LONDON • PARIS EX8-66-EA. umf. munstur með 4 st. í hverri stuðlasamst. Hekl. aðra ermi eins. Kragi: Fitjið upp 99 loftl. og hekl. munstur. en byrjið alltaf með 2 fastal. til þess að mynda jaðar. Hekl. næstu 3 umf. með 4 stuðlum í samstæðu. Leggið öll stk. á þykkt stk., nælið form þeirra út með títuprjónum, legg- ið raka klúta yfir og látið gegnþorna næturlangt. Saumið axlasaumana á sama hátt og hliðarsaumana. Saumið síðan ermarn- ar, handvegina og kragann við háls- málið. Heklið síðan tungur niður jaðr- ana að aftan og neðan á pilsið. Byrj- ið við hálsinn hægra megin frá réttu. Laufið: 1 fastal., 4 stuðlar, 1 loftl., 4 stuðlar og 1 fastal. Gjarnan má sleppa loftlykkjunni milli stuðlasamst. og hafa 1 st. í stað hennar, nema á herðastk. að aftan, þar er hún notuð sem hnappagat. Festið hnappa gegnt laufunum og gjarnan einum efst í kragann. Fóðrið kjólinn með ljósbláu — eða ljósbleiku satin efni og skreytið með samlitum silkiböndum (sjá mynd). Dragið teygjutvinna í fastahekls- röndina framarlega á ermunum. SKÝRINGAR. Loftlykkjur = uppfitjun. Búið til færanlega lykkju, dragið garnið upp í gegnum hana. Dragið það síðan aft- ur í gegn um þá lykkju og þannig áfram á sama hátt. Keðjuhekl. 1 1. á nálinni, dragið garnið upp og síðan áfram í gegnum lykkjuna, sem var á nálinni. Fastahekl. 1 1. á nálinni, dragið garn- ið upp (2 1. á nálinni). Bregðið þá garninu um nálina og dragið það í gegnum báðar lykkjurnar í einu. Stuðlahekl. 1 1. á nálinni, bregðið garninu um nálina, dragið garnið upp (3 1. á nálinni). Bregðið þá garninu um nálina og dragið það í gegnum 2 1. Bregðið því aftur um nálina og dragið það í gegnum 2 1. Eva bíður eftir Adam Framhald af bls. 13 — En elskan mín. ... Ég hafði enga hugmynd um það. . . . Ég meina.... Hva- hvað ertu að gera? — Ég er að klæða mig. Hann fleygði frá sér bókinni og fór að leita að skónum sínum. Eva tók bókina upp og rétti hon- um hana. — Ljúktu við að lesa hana á fæðingadeildinni, sagði hún hlæj- andi. — Allt í lagi, en flýttu þér nú. Morguninn eftir leit Eva upp á Adam, og spurði: — Var það virkilega drengur, eða var mig að dreyma þetta allt saman? —• Hann er sannarlega raun- verulegur. Fjögur kíló og stór- fallegt barn. Hann hélt í hönd hennar. — Ég las bókina, frá upphafi til enda, ég hafði góðan tíma, — alla nóttina, og þegar ég hugsa um það, að ég beið í tvær vikur eftir barninu, og þú í tvær vik- ur eftir mér, held ég að við sé- um jöfn að skiptum? — Já, við erum jöfn, sagði Eva hlæjandi. — Tvær vikur? sagði Larson læknir og teygði sig yfir öxlina á Adam. — Hvað áttu við með því? Þetta er eðlilegasta fæð- ing sem ég hefi hingað til verið við.... Eva tók fram í fyrir honum. — Ég er að segja Adam að lítil börn þekki ekki á klukku. Ég býst við að mæðurnar geti líka litið skakkt á klukkuna! Adam þrýsti hönd hennar. — Ekki eins skakkt og feð- urnir, sagði hann og deplaði aug- unum framan í hana. — Og heyrðu mig, ég var næstum bú- inn að gleyma einu. Sjáðu, hvað ég keypti, — nýja klukku, með lífstíðarábyrgð. Dauðinn er á hælum .. Framhald af bls. 21 á geysistórum jarðeignum. Full- trúi Matto Grosso í brasilíska þjóðþinginu, Felinta Miiller, er af þýzkum ættum og liggur ekki á liði sínu við að vernda þýzka nýbyggj í kjördæmi sínu gegn hverskonar nærgöngulum rann- sóknum. í Paraguay eru nasí-þýzkar nýbyggja í kjördæmi sínu gegn Asuncion og á jarðeignum kring- um Honehau og Encarnación (einnig þarna hafa þeir Bormann og Mengele haldið sig tíma og tíma). í Argentínu úir og grúir Par- anásvæðið af þýzkum, pólskum og króatískum innflytjendum og stríðsglæpamönnum. I Buenos Aires bjuggu áður margir nas- istar í góðu yfirlæti, en flestir þeirra flýðu til Chile eða Perú eftir að Perón forseta, sem var sérstakur verndari þeirra, hafði verið steypt af stóli 1955. En hvernig getur þetta verið hægt? Hvernig gátu menn eins og Walter Rauff, sérfræðingur í að myrða Gyðinga í gasvögnum, Mengele, hinn djöfullegi fanga- búðalæknir í Auschwits, Eich- mann, tilkomulausi skrifborðs- morðinginn, Stangl, yfirmaður dauðabúðanna hroðalegu í Tre- blinka, Pavelic, böðull Júgó- slavíu, von Leers, SS-hershöfð- inginn hræðilegi, Cukurs, sérleg- ur kvalari litháískra Gyðinga og framar öllum Heinrich Muller, yfirmaður Gestapó, og Martin Bormann „einkaritari djöfuls- ins“ — hvernig var þessum mönnum mögulegt að flýja frá réttvísi hinna sigursælu andstæð- inga sinna? Hvernig gátu þeir komið undir sig fótum og jafnvel skapað sér auðsæld í heimshluta, þar sem fulltrúar hefndarinnar hlutu stöðugt að vera á hælum þeim? Sumum hefur ekki tek- ist þetta, en nokkrir verstu skálk- arnir ganga lausir enn. Hvernig getur þetta staðizt? Svarið er einfalt: Á bak við sig hafa þessir náungar áhrifaríkustu 36. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.