Vikan


Vikan - 07.09.1967, Síða 49

Vikan - 07.09.1967, Síða 49
anna til að flýja öldurnar, sem æddu á eftir henni. Hún hrasaði hvað eftir annað um steina. Sumsstaðar var ströndin hættulega mjó. Nú hafði hún aðeins eina lifandi hugmynd: Hún varð að komast aftur upp á heiðina. Það hlaut að vera að falla að, ef hún yrði áfram hérna niðri, myndi hún bráðlega drukkna. Unga konan þrýsti sér að klett- unum til að reyna að ná taki, en á þessum stað lá við að klettarnir sláttu fram yfir sig. En hún barðist áfram og kom að litilli vík, þar sem skip hlutu endrum og eins að hafa komið að landi og þar fann hún, innst í vikinni, hið dýrmæta einstigi, sem fiskimennirnir notuðu. Hún klöngraðist upp eftir því og henni leið eins og hún væri að rífa sig upp úr djöfullegu hyldýpi. Um leið og hún náði upp á klettabrúnina, féll hún örmagna, endilöng á jörðina og lá þar nokkra hríð með andlitið ofan í rennblautum sverðinum. Þessi ferð gegnum djúp næturinnar hlaut að vera lík þeirri tilfinn- ingu, sem mennirnir höfðu eftir dauðann. Það var hin hæga og skelfi- lega leið i ókunnu landi. Osman Faraji, hinn mikli, svarti töframaður, hefði skýrt þetta þannig: — Maður gerir sér ekki alltaf grein fyrir því, að hann er dá- inn. Sumt fólk kemst að raun um, þótt það viti ekki hversvegna, að það er djúpt í framandi myrkri, þar sem það verður að finna sér leið, og eina ljósið er það, sem það hefur aflað sér i sinu jarðneska lifi. Ef þvi hefur elckert áunnizt með lífinu á jörðinni, mun það aftur glatast i heimi andanna . ........ Svo segja hinir visu menn Austurs- ins ........ Ósman Faraji! Hann stóð frammi fyrir henni á þessari stundu, svart- ur eins og nóttin, og sagði: — Hversvegna flúðirðu frá þessum manni? Örlög þín og hans eru dæmd til að fléttast saman hvað eftir annað. Angelique vó sig upp á hendurnar og sagði milli samanbitinna tann- anna: — Ef örlög hans og mín fléttast aftur saman nú, þýðir það, að ég skal hafa mitt fram. Það gat ekki verið tilviljunin ein, sem rak Rescator á þessar strend- ur. Það hlaut að tákna eitthvað. Það táknaði, að Angelique átti að tengjast honum á ný. Hún myndi ná til hans, þrátt fyrir vind og haf og nótt. Hás rödd hvíslaði í eyra hennar, ótrúlega nærri. — I minu húsi skaltu íá að sofa. I mínu húsi vaxa rósir. Og einu sinni enn skynjaði hún töfra Kritar og Þetta óskýranlega andartak, sem hún stóð hjá grímuklædda manninum, sem hafði rétt í Þessu keypt hana, og fann að Það var þannig, sem hún vildi fá að standa að eilífu. Angelique stóð upp aftur. Hún fann, að Það var hætt að rigna, en vindurinn sýndist æðisgengn- ari en nokkru sinni fyrr. Hann þreif um axlir hennar og kastaði henni fram á við. Svo varnaði hann henni vegarins og hún varð að berjast áfram, fót fyrir fót, eins og sterkur maður reyndi að halda aftur af henni. Þegar hún hafði gengið nokkur skref, vaknaði með henni ótti um að hún hefði lagt af stað í ranga átt. Hún snéri sér við, og að þessu sinni gat hún alls ekki gert sér grein fyrir því, hvar hún var. En meðan hún stóð þar og hugsaði, rofaði aðeins til, og hún sá glampa á rauða ljósið í ljósaturni í austri. Þegar hún leit í hina áttina, sá hún minni týru á ejmni Ré. Hún var ekki lengur í óvissu. Hún sá heiðina teygjast allt i kringum sig, og það var rok en ekki lengur móða. Hún gat gengið hraðar. Þegar hún kom að víkinni, þar sem hún hafði séð skipið liggja fyrir akkerum sama kvöldið, hafði hún náð sér. — Ef það er nú farið? hugsaði hún allt i einu. En svo varð hún róleg aftur. Svo margt dramatiskt hafði hent sið- ustu klukkustundirnar. Hún hafði náð i börnin, þau höfðu öll verið handtekin, Baumier hafði yfirheyrt hana, síðan Desgrez — hún hafði á tilfinningunni, að margir dagar væru liðnir. Þegar hún hafði séð skipið u'm daginn, höfðu sjóræningjarnir verið önnum kafnir að kal- fakta það. Það Þýddi, að Það hafði þarfnazt viðgerðar, og þeir höfðu varla ákveðið að vinda upp segl um miðja nótt með þennan storm I aðsigi. Og þarna logaði bjart ljós yfir henni eins og stór stjarna. Það hlaut að vera mastursljósið á Gouldsboro. Þrátt fyrir ósk þeirra um að vera i leyni, kusu sjóræningjarnir samt sem áður að sjá til sjálfir, þvi víkin, sem þeir höfðu leitað skjóls á, var illa varin og skipið rykkti harkalega í festarnar. Hún greindi varð- mennina, sem stóðu á þilfarinu, og reyndu að skýla sér eins vel og Þeir gátu. Angelique stóð stundarkorn spennt uppi á klettabrúninni. Enginn gat séð hana, þar sem hún horfði á skipið, greindi það rétt í gegnum skuggann; þetta var eins og draugaskip með seglin bund- in að möstrunum, svo vindurinn hrifi þau ekki með sér. En þarna lá það dansandi á freyðandi öldunum, eins og í nornakatli. Fyrir stundarkorni, þegar hún yfirgaf La Rochelle, hafði henni íund- izt auðvelt hlutverk að hlaupa hingað, eins og hún væri að fara til himna, þar sem hennar eina björgun væri. Nú gerði hún sér ljósa vitfirringuna í fyrirtæki sínu. Hún ætlaði af frjálsum vilja að gefa sig þessum lögleysingja á vald, fela sig þessum hættulega sjóræningja, sem hún hafði svívirt og stungið af, og hún ætlaði að biðja um hjálp hans x erfiðu og vanþakklátu starfi! Slik for- herðing og barnaskapur gat aðeins endað með ósköpum. Hinsvegar voru ósköpin innan seilingar hvort eð var, og hún hafði þegar gengið of langt til að snúa aftur. Lengra innundir klettunum sá hún glampa af öðru ljósi; sjómenn- irnir höfðu kveikt eld fremst i einum hellinum undir klettunum, og kringum bálið sátu nokkrir varðmenn. Sami andinn og hjálpaði Angelique á fætur fyrir stundarkorni — ef til vill var Það andi Osmans Farajis — hvatti hana nú: — Áfram, áfram! Þetta eru forlög þín ...... Von og ótti toguðust á um huga hennar. En hún hikaði ekki lengur, og þegar hún hafði fundið stiginn, sem fiskimennirnir frá St. Maurice fóru niður með grísina sína, tók hún að klöngrast niður. Hún náði niður á ströndina. Fætur hennar sukku í fíngerðan sand- inn, sem í rauninni var ekkert annað en milljónir af molnuðum skelj- um. Hún átti erfitt um gang í þessum sandi. Hendur gripu um mitti hennar og úlnliði aftan frá, svo hún neydd- ist til að nema staðar. Einhver hélt lukt fyrir framan andlit hennar. Sjóræningjarnir töluðu saman á sinni framandi tungu og stóðu í kringum hana. Hún greindi brún andlit þeirra undir blóðrauðum höf- uðklútunum, hvassar tennurnar og glampandi gulleyrnahringina, sem sumir þeix’ra báru. Svo kallaði hún upp, bar fyrir sig nafnið eins og það væri skjöldur: — Rescator! Ég þarf að hitta skipstjóra ykkar, Monsieur le Rescator! 43. KAFLI Hún stóð þai’na og beið. Hallaði sér upp að handriðinu og skipið dansaði ákaflega á öldunum. Varðmennirnir á ströndinni höfðu skipað henni að stíga upp í bát, sem öldurnar köstuðu til eins og skel, og hún vissi ekki, hvar hún hafði fengið viljastyrk til að hafa sig i það að klöngrast upp eftir kaðalstiganum, sem barðist við annan kinnung skipsins i bleksvörtu myrkri næturinnar. Hún hafði náð mai’kinu. Hún hafði verið sett um borð, þar sem eldhúsið hlaut að vera, þvi þar angaði allt af steikarlykt. Tveir menn stóðu vörð um hana. Og þarna kom sá þriðji, með grímu undir filthatti, með rennandi blautum fjöðrum i, en hún þekkti þenn- an þrekvaxna líkama undir eins. — E'ruð þér Kapteinn Jason? Með hugaraugum sínum sá hún hann einu sinni enn standa á þil- fari hinnar konunglegu galeiðu, La Royale. Kapteinn Jason, hinn ótta- legi fyrsti stýrimaður Rescators, hafði við það tækifæri gefið de Vi- vonne hertoga, yfirsjóliðsforingja flota hans hátignar Lúðvíks XIV, fyrirmæli sin. Að þessu sinni var hann ekki eins valdsmannslegur, en samt bar hann með sér þetta sjálfsöryggi, sem einkennir alla Þá, sem vinna íyrir húsbónda, sem alltaf hefur sitt fram að lokum. — Hvar hafið þér séð mig áður? spurði hann undrandi. Hann horfði á þessa rennblautu, óhrjálegu bóndakonu, og vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. -— Ég sá yður í Oandia, svaraði hún. Jafnvel ekki gríman gat leynt undrun hans, og það leyndi sér ekki, að hann þekkti hana ekki. — Segið foringja yðar, Monsieur le Rescator, að ég sé konan, sem hann keypti fyrir þrjátíu og fimm þúsund pjastra i Candía fyrir fjór- um árum, nóttina, sem eldurinn geysaði. Kapteinn Jason var bókstaflega orðlaus. Hann starði á hana um stund, en svo tvinnaði hann saman formælingum á ensku. Hann sagði sjómönnunum tveimur á þeirra eigin tungumáli, að fylgjast vel með þessum fanga, og lét í ljósi ótrúlega mikinn æsing af jafn rósömum manni að vera. Svo þaut hann af stað og hún heyrði hann hlaupa eftir þilfarinu. Mennirnir tveir þorðu ekki annað en halda sinn í hvorn handlegg á Angelique, og þó hefði hún átt í töluverðum erfiðleikum með að sleppa, þar sem hún var komin beint i ljónagryfjuna. Henni var síður en svo hugarléttir að þeim áhrifum, sem framburð- ur hennar hafði haft á Kaptein Jason. Það vai’ð ekki annað séð, en þeir myndu ennþá eftir henni. Hún yrði að hitta meistarann sjálfan augliti til auglits. Minningarnar flæddu yfir hana. Hún sá Candiu upp- lýsta af skærum, bláum flugeldi. Hún sá allan staðinn logandi og skip sjóræningjans d’Escrainvilles glampandi eins og minnismerki úr gulli, meðan möstrin hrundu í neistaflugi. Hún sá Rescator hlaupa í gegnum reykinn, sem barst frá þrísiglunni hans, og gamla galdramanninn Savary hoppa og skoppa frammi í stafni á gríska pi’ammanum og hrópa: — Það er grískur eldur! Það er grískur eldur! Hún dró rennvota skikkjuna að sér; hún var eins og tonn af blýi á þreyttum öxlum hennar. Á Krit, nóttina, sem eldurinn geysaði höfðu örlög tveggja fæðzt, síðan eins og af eldingu höfðu þau skilizt að á ný. Nú, á allt öðru mstað í heiminum, móti allri rökvisi og móti vilja guðanna sjálfra, myndu þau hittast. Var það þetta, sem Osman Faraji hafði lesið í stjörnunum, þar sem hann stóð uppi á Mozagrebturninum? Nú, á allt öðriun stað í heiminum, móti allri rökvísi og móti vilja en þetta var kapteinn Jason. Hann gaf bendingu og mennirnir tveir di’ösluðu Angelique af stað. Hún fór yfir þrönga göngubrú og hún fann vindinn rífa i sig aftur og heyrði öldurnar æða í kring. Svo var hún rekin upp stuttan timburstiga. Það glampaði á rauð ljós í káetu- glugganum; og kyrrð ijóssins minnti hana á djöfullega glóðina, sem týrði undir eimflöskum gullgerðarmannsins, sem álitinn var handbendi djöfulsins. Hversvegna flaug Angelique þessi hugsun í hug, þegar henni var hrundið innfyrir? E’ftilvill hafði hún minnzt þess, að maðurinn, sem stýrði þessu skipi, var þekktur undir nafninu Galdramaður Mið- jarðarhafsins. I fyrstu fannst henni eins og hún stæði á mosaþembu, og þegar dyrnar lokuðust á eftir henni fann hún þægilegan ylinn í káetunni. Þessi ylur hafði nærri svæft hana, eftir allan þennan vind og þetta regn, sem hún hafði vaðið i gegnum. Hún vai’ð að taka á öllu sínu viljaþreki til þess að lognast ekki útaf. Smám saman tók henni að liða betur .Augun voru að venjast birt- unni þarna inni. Maður stóð frammi fyrir henni, og það var eins og hann fyllti út í allt herbergið. Þetta var maðurinn, sem hún hafði séð á heiðinni, það var Rescator. Hún hafði gleymt því, hvað hann var hávaxinn: höíuð hans nam næstum við loftið. Hún hafði gleymt því, hvað hann var sterklega vaxinn. Þegar hún sá hann i fyrra skiptið, hafði hann ekki sýnzt svona harður, en það var ef til vill vegna þess, að hún hafði séð hann ganga kæruleysislega með taktvissum skrefum meðal hins austræna fóiks á Krit? Hann horfði á hana eins og hann hefði verið höggvinn út úr einhverskonar svörtum kletti; hann var ekkert annað en hvassar brúnir, sverar axlir, mittið dregið inn með breiðu leður og stálbelti og við það hékk hulstur með tveimur fagurlega skreyttum skammbyss- um; langir, sterklegir lærvöðvarnir kornu skýrt i ljós undir nærskorn- um leðurbrókunum. Hann stóð þai’na gleiður, til að vega á móti hreyf- ingum skipsins með hendur fyrir aftan bak, með kaldan, athugulan og tortrygginn svip dómara. öll réttindi áskilin, Opera Mundi, París. Framhald í næsta blaði. 36. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.