Vikan


Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 6

Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 6
r Giill oo silfur í fepmínoargiðfino Margir velja fermingargjöfina þannig a$ hún geti um langa ævi minnt á hina stóru stund. Fagrir gripir úr göðmálmum fyrnast ekki, og eru því eftirsóttir í ferming- argjafir, sem vanda á til. Skartgripir okkar — skreyttir dýrum steinum — eru kjörgripir og verSug minning um góSan dag og stóra stund. Við smíðum skartgripi á margvíslegu ver8i, en leggjum áherzlu á eftirtektarverð form og gerðir. Lítið á sýnissafn okkar þér finnið naumast annarsstaðar fegurra úrval. 3ðn SipunílsGon Skarlpripoverzlun „Fagur gripur er æ til yndis“. NADER ER KOMINN Á STÚFANA Bandaríski málafærslumaður- inn Ralph Nader varð á dögun- um heimsfrægur fyrir bók sína „Unsafe at any Speed“, í hverri hann ásakaði bílaframleiðendur um vaxandi kæruleysi um ör- yggi bílanna og ökumannanna í umferðinni. Framleiðendumir urðu auðvitað reiðir, og General Motors leigði einkaspæjara til að kanna einkalíf Naders, í von um að geta grafið upp eitthvert hneyksli til að fella hann á. En það tókst ekki betur til en svo, Fyrst reif hann í sig bilana, nú tckur hann flugvélarnar fyrir! að upp komst um háttalag njósn- arans og á endanum varð Gener- al Motors að biðjast afsökunar opinberlega. Nú hefur Nader hafizt handa á öðru sviði. Hann hefur gert bandalag við Svíann Bo Lund- berg, sem í sumar leið lét af störfum sem forstjóri tilrauna- stofnunar um flugtækni í sínu heimalandi. Lundberg þessi hef- ur lengi verið þekktur sem erki- óvinur flugvéla þeirra, er fara hraðar en hljóðið. Þeir Nader hyggjast nú í sameiningu stöðva útbreiðslu farþega- og flutninga- flugvéla, er fara á þeim hraða. Á Lundberg að sjá bandamanni sínum fyrir tæknilegum stað- reyndum og röksemdum, sem Nader notar síðan í blaðagreinar og ræðir á opinberum vettvangi. ÍTALSKAR PEYSUR í MIKLU ÚRVALI VERZLUNIN HALLVEIG Laugaveg 48 - Sími 10660 MEÐ EINKABÍL HRINGINN í KRINGUM EVRASiU Árið 1907 lögðu fimm bílar af stað frá Peking áleiðis til París- ar, um það bil fimmtán þúsund kílómetra spotta. Var ekki alls fyrir löngu greint frá því ferða- lagi í greinaflokki í Vikunni. Tilgangur kappaksturs þessa var að sanna yfirburði bílsins fram- yfir hestinn. Sigurvegari varð ítalski prinsinn Scipione Borg- hese, og fylgdu honum bílstjóri hans og ítalskur blaðamaður. Þeir komust á leiðarenda á sex- tíu dögum og einum betur og urðu á þeim tíma að sigrast á margskonar erfiðleikum. Bíll þeirra var ítalskur af gerðinni Itala og fjörutíu hestafla. Leið- in lá gegnum Kína, Mongólíu, Góbí-eyðimörk og Síberíu til Moskvu og þaðan til Parísar. Það var talið til kraftaverka að ökugarparnir skyldu yfirleitt komast alla leið. Vegakort þess tíma voru ekki neitt til að hrópa húrra fyrir og sumsstaðar á leið- inni voru alls engir bílvegir. Nú hafa nokkrir ftalir með bíladellu tekið sér fyrir hendur að slá þetta sextuga met. Þeir lögðu af stað frá Róm í fjórum bílum af gerðinni Alfa Romeo Giulia Super. í þetta sinn var byrjað frá öfugum enda miðað við síðast — lagt af stað frá París. Fyrst átti að aka hring um París og þaðan áfram til Brussel, Berlínar, Varsjár og Moskvu. Síðan brunað til Karkof, Ódessu, ístanbúl, Ankara, Beirút, Bagdað, New Delhi, Kalkúttu, Rangún, Bangkok og Saígon. Ef ferðagarparnir hafa lifað af kynnin við þann stað ætluðu þeir að fara þaðan sjóleiðis til Hongkong, þar eð vegir eru sagð- ir ótryggir í Víetnam um þessar mundir. í Hongkong átti að reyna að fá kínversku yfirvöld- in til að hleypa ftölimum gegn- um land sitt til Peking. Þessi leið er talsvert lengri en sú er Borg- hese og hans félagar fóru á sín- um tíma, talin um tuttugu og sex þúsund kílómetrar. Ef allt gengi að óskum, ætluðu öku- glannarnir að vera komnir til Peking í janúarlok. V J V. G VIKAN tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.