Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 16
ANDRÉS INDRIÐASON
Einar Óskarsson.
Faxar séðir gegnum myndavél Kristins Benediktssonar. Frá vinstri:
Þorgils, Tómas, Sven Arve (bak við), Haraldur (uppi í trénu) og
Einar.
F.TTA var eftirminnileg
f 1 ferð, sögðu Faxar, ný-
komnir heim eftir fjög-
urra mánaða dvöl í Noregi,
þar sem þeir gerðu víðreist
ásamt söngvaranum AlBishop
og öðrum skemmtikröftum.
Einn Faxanna, Þorgils Trausti
Baldursson, sagði okkur und-
an og ofan af ferðinni nú fyr-
ir skömmu.
Þetta byrjaði allt í júlí-
mánuði á síðastliðnu sumri.
A1 Bishop, sá ágæti og þekkti
söngvari, sem sungið hafði
um langt skeið á Hótel Borg,
kom að máli við Faxa og
spurði þá, hvort þeir vildu
ekki koma með sér til Nor-
egs og aðstoða sig við hljóm-
leikahald. Ójú, þeir héldu nú
það!
Og þeir héldu til Noregs,
fimm Faxar og A1 Bishop.
Þeir áttu svo sannarlega eft-
ir að koma víða við. Þorgils
áætlar, að á ferðalögunum
um Noreg hafi þeir alls lagt
sjö þúsund kílómetra að baki.
Þeir voru á ferðinni mestall-
an tímann og ferðuðust lands-
horna á milli. Áður en lagt var
af stað, hafði hljómleika-
haldið verið skipulagt, en auk
Faxa og A1 Bishop skemmtu
sænska vísnasöngkonan Laila
Bernbom (hún hefur raunar
verið að skemmta á Hótel
Loftleiðum að undanförnu)
og galdrakarlinn Fakiro, en
hann hafði ýmsar kúnstir í
frammi auk þess sem hann
sýndi látbragðsleik og frarndi
búktal.
Eftir þeim ummælum blaða
að dæma, sem við höfum séð,
virðist hér hafa verið dágóð
skemmtun á ferðinni. A1 Bis-
hop er stórt númer í Noregi
og hans er að sjálfsögðu að
góðu einu getið í frásögnum
blaða af hljómleikunum.
Ánægjulegast er þó, að Faxar
hafa hvarvetna hlotið mjög
góðar viðtökur, og þeir eru
jafnvel taldir standa framar
mörgum af hinum betri
hljómsveitum í Noregi. Við
skulum aðeins líta á eina um-
sögnina, sem ber yfirskrift-
ina ,,Gode islandske poppere
i Bishop-showet“:
„Það var mikil stemning
ríkjandi, þegar skemmtikvöld
A1 Bishop hófst. I salnum var
líf og fjör. Þótt ekki væri hiis-
fyllir — um 400 voru við-
staddir — var augljóst, að
áheyrendur voru með á nót-
unum. „Faxar“ — en svo hét
íslenzka hljómsveitin — flutti
músik, sem bæði var ný og
þægileg. Það var skemmtilegt
að kynnast þessari hljómsveit.
Hún var alger andstæða
norður-norsku hljómsveit-
anna, sem hafa svo hátt, að
heyrn manna er stefnt í voða!
Það var skiljanlegt, að Faxar
yrðu vinsælir fyrir músik sína.
Hún einkenndist. af góðum
rythma og góðu jafnvægi milli
hljóðfæranna. Söngvarinn,
Framhald á bls. 43.
_____________________________y
NQREGSFERÐ
FAXAR KOMNIR ÚR
Haraldur Sigrurðsson.
Tómas Sveinbjörnsson.
Sven Arve Hovland.
Þorgils Trausti Baldursson.
16 VíKAN u-tbl