Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 21
r~
r
SÍDAN SÍDAST
s._______________/
TÖLVURNAR
ÚTRÝMA
BIDRÖÐUNUM
Bandaríkin eru hið fyrirheitna
land tölvanna. Stöðugt fjölgar
verkefnunum, sem þær eru not-
aðar við. Nú eru þær til dæmis
farnar að selja leikhúsmiða.
Þetta hefur þegar verið reynt
í New York og er í undirbúningi
í Chicago, Boston, Pittisburgh og
fleiri borgum. Það fór þannig
fram. Leikhús eitt á Broadway
— leikhúsgötu Bandaríkjanna
númer eitt ■—- leigði sér aðstöðu
við tölvu. Hún var útbúin með
„termínölum" á nokkrum sölu-
stöðum, til dæmis við afgreiðslu-
borð flugfélags eins í Chicago, á
ferðaskrifstofu í Pittsburgh o. s.
frv. — Þegar viðskiptavinurinn
kemur til dæmis til flugfélagsins
til að fara til New York, er hann
spurður hvort hann vilji sjá eitt-
hvert leikritið á Broadway með-
an á heimsókn hans þar standi.
Verði svarið jákvætt, þrýstir
miðasalinn á nokkra hnappa á
tölvutermínalnum. Að nokkrum
sekúndum liðnum svarar vélin,
eftir því sem við á, til dæmis: Já,
það eru til miðar, hversu margra
er óskað? Viðskiptavinurinn svar-
ar, miðasalinn kemur upplýsing-
unum áfram inn í vélina, sem
síðan afgreiðir miðana. Leikhús-
stjórarnir búast við að þetta komi
til með að stórauka aðsóknina að
leikhúsunum.
ALÞJÓÐLEG
SAMRÆMING
Hvenær drepum við í sfgarett-
unni? Er búturinn 20 mm langur,
30 mm? Eða kannski bara 10?
Þess háttar spurningar voru ný-
lega ræddar á alþjóðlegri ráð-
stefnu í Moskvu, þar sem saman
voru komnir rúmlega 1000 sérfræð-
ingar frá meira en 60 löndum.
Stofnunin, sem stóð fyrir þessari
ráðstefnu ,nefnist Alþjóðleg stöðl-
unarsamtök og voru stofnuð árið
1946. Samtökin vilja nú láta til sfn
heyra á sviði reykinga, og finna
upp nýjar athugunaraðferðir um
tóbaksreykingar, sem verði sam-
ræmdar í öllum löndum. Hingað til
t» SB? I „
SEXTIU MILLJONIR FYRIR
EINA PLÖTU
hefur verið um litla samræmingu
að ræða. Amerfsku skýrslurnar, sem
allir muna eftir, fullyrtu, að sígar-
ettur væru stórhættulegar. Litlu
seinna komu þýzkir vísindamenn
með sínar skýrslur, og ekki stóð á
fullyrðingunum, en þær voru bar-
asta þveröfugar við þær amerísku.
Stofnunin ætlar, f samvinnu við
CORESTA, sem er önnur alþjóðleg
stofnun, sérhæfð í tóbaksreykingum,
að gera miklar athuganir á þessu,
og þá sérstaklega f því, hvað sígar-
ettubúturinn, sem kastað er, á að
vera langur, og hvað mikið á aðl
taka ofan í sig af reyk f einu,
reykingamanninum að sem skaða-
minnstu.
Rannsóknir í mörgum löndum
sýna, að venjulegur reykingamaðui
tekur einn „smók" á u.þ.b. mfnútu,
og aðdrátturinn tekur svona tvær
sekúndur. Hins vegar er það breyti-
legt frá landi til lands, hve langur
„stubbur" verður eftir af sfgarett-
unni. í Bandaríkjunum, þar sém
sígarettur eru ódýrar, er hann 30
mm. Bretarnir hins vegar, — samir
við sig, — skilja eftir 15 mm.
HLJÓÐ-
HVERFURNAR
ÓGNA
SKIPAGÖNGUM
Um síðustu jól átti lag Irvings
Berlins, „I‘m dreaming of a
White Christmas“, tuttugu og
fimm ára afmæli. Ekkert jólalag
er nú algengara. Og í hvert sinn
sem það er leikið græðir Berlin
peninga.
Lagið var aðalsöngurinn í kvik-
myndinni „Holiday Inn“, sem
frumsýnd var 1942, þegar stríðið
stóð sem hæst. Þá söng það Bing
Crosby. Það náði þegar mikilli
Jýðhylli. Síðan þá hafa yfir fjög-
ur hundruð söngvarar sungið
það inn á plötu. í Bandaríkjun-
um einum hafa selzt yfir sextíu
og ein milljón plötur með lag-
inu.
Irving Berlin er nú sjötíu og
níu ára að aldri, en fæst enn við
tónsmíðar. Hann býr skammt
frá New York og er fyrir löngu
orðin margmilljónari. Hans upp-
runalega nafn var Israel Balin og
hann fæddist í Suður-Rússlandi.
Fimm ára gamall flutti hann til
Bandaríkjanna með foreldrinn
sínum. Hann hætti í skóla fjórt-
án ára og varð „syngjandi smur-
brauðsálfur" á veitingahúsi í New
York. Hann var nítján ára þegar
hann samdi sitt fyrsta dagurlag.
En ekkert þeirra, ekki einu sinni
„Alexanders Ragtime Band“, sem
samið var þegar 1911, hefur náð
meiri vinsældum en „White
Christmas" (Hvít jól). Fram til
þessa hefur höfundurinn grætt á
því sextíu milljónir króna.
HVAÐ GERIR
ÞÚ?
Maður heitir Bo Lundberg,
sænskur og mikill áhuga- og
kunnáttumaðru- um flugmál. —
Hann hefur undanfarið getið sér
orðstír fyrir heiftarlega áróðurs-
herferð gegn flugvélum, er fara
hraðar en hljóðið. Hann heldur
því fram að loftbrestir þeir, sem
verða þegar flugvélamar ryðjast
gegnum hljóðmúrinn, séu stór-
hættulegir jafnt á sjó og landi.
Brestir þessir eru eins konar
sprengingar, sem einkum virka
niður fyrir sig, og telur Lund-
berg og fleiri að þær geti valdið
stórsköðum á fólki því og farar-
tækjum, sem kann að vera nið-
urundan þeim, er þær ryðjast
gegnum hinn ósýnilega múr.
Lundberg segir ástæðuna til
innleiðslu hljóðhverfanna aðeins
persónulegan metnað og mont,
en efnahagslega séð eigi þær
engan tilverurétt. Ráðleggur
hann almenningi eindregið að
gera að engu þessa vitleysu með
því að láta sér ekki detta í hug
að fljúga með hljóðhverfum.
Skoðanir Lundbergs hafa vak-
ið mikla athygli, og á ráðstefnu
stórútgerðarfyrirtækja, sem hafa
skip í fömm yfir Atlantshaf, var
nýlega dreift meðal fundarmanna
skýrslu frá Lundberg um háska
þann, sem hann telur að skipa-
göngum muni stafa af hljóð-
hverfunum.
Sebradýrið slapp úr dýragarð-
inum og fór í gönguferð. Fyrst
rakst það á hænu og sagði: Ég
er sebradýr. Hvað ert þú?
— Ég er hæna.
— Og hvað gerir þú?
— Svona e’itt og annað og
verpi eggjum.
Næst rakst það á kú. — Ég
er sebradýr, sagði það. Hvað ert
þú.
— Ég er kýr.
—•- Hvað gerir þú?
— Ég bít gras og bý til mjólk.
Áfram hélt sebradýrið og fann
næst naut. — Ég er sebradýr,
sagði það. — Hvað ert þú?
— Ég er naut, sagði nautið.
— Og hvað gerir þú?
— Hvað ég geri? Farðu úr nátt-
fötunum og þá skal ég sýna þér
það!
V
u. tw. viKAN 21