Vikan


Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 12
Solin skein yfir Karberg þeg- ar Greta opnaði frönsku glugg- ana á svefnherberginu og teygði ferskt morgunloftið. Bláu augun hvörfluðu yfir stóran og fagran skrautgarðinn, námu staðar við litla styttu, hvörfluðu svo áfram að lítilli tjörn og tveim öspum sem stóðu sitt hvorum megin við smíðajárnshliðið. Svo heyrði hún eitthvert þrusk að baki sér og leit við. f dyrunum stóðu maður og kona. Þau voru hálfvand- — Það liggur ekkert á, svar- aði maðurinn. Feimnin rann af honum og það kom á daginn að honum var liðugt um málbeinið. Hann gekk út að glugganum og lýsti því með mörgum orðum hvað þyrfti að gera í garðinum og sagðist snúa sér að því strax á morgun. Greta hlustaði á hann með öðru eyranu og þótti gaman að áhuga hans. Konan stóð í gættinni og hlust- aði á orðaflaum manns síns, þrjAr konur HÖFÐU FRAMIÐ SJALFSMORÐ [ ÞESSU HÚSI. SKYLDI HÚN VERÐA SÚ FJÖRÐA? ræðaleg og báðu fyrirgefningar á því að þau skyldu koma óboð- in inn í húsið. Maðurinn var feitur og klæddur þröngum vinnufötum. Hann gekk fram og hneigði sig klaufalega. — Góðan daginn, frú, sagði hann og hneigði sig aftur. — Konan mín og ég höfum verið fjarverandi í nokkra daga, og þess vegna gátum við ekki verið viðstödd þegar þið komuð. — Ó, sagði Greta, — þið hljót- ið að vera herra og frú Hoffers! Fasteignasalinn sagði okkur frá ykkur. Þið búið í litla húsinu, þarna neðst í garðinum. Ég vona að þið viljið halda áfram að vinna héma fyrir okkur líka. Hvað kjörunum viðvíkur er bezt að þið talið við manninn minn. áhugalaus, að því er virtist. Að lokum fann hann að Greta kærði sig ekki um að heyra meira, svo hann þagnaði. Þá tók kona hans til máls, með hljómlausri rödd. — Hvað húsverkunum viðvíkur, skal ég sjá um þau, frú. Brúnu, útstandandi augun, voru sem límd við gólfið meðan hún talaði, og Greta kunni ekki við fólk sem ekki horfði framan í mann þegar það talaði. Hún reyndi samt að vera vingjam- leg, þegar hún sagði: — Þér haf- ið algerlega frjálsar hendur. Svo brosti hún og sagði. — Við eig- um eftir að venjast hvert öðru, og ég er viss um að þið kunnið vel við manninn minn. Garðyrkjumaðurinn tók þetta sem uppörvun og byrjaði á nýju orðaflóði. — Þið hjónin verðið ábyggilega ánægð með þjónustu okkar. Og hvað þessu draugatali viðvíkur, þá dettur engum í hug að taka það alvarlega. Fólkið hérna í nágrenninu hefur svo lítið að gera, þess vegna er það með þessar kjaftasögur. — Draugatal? spurði Greta. — Hvað eigið þér við með því? — O-o, sagði Hoffers og yppti öxlum. — Orsakirnar fyrir því eru bara einhvers konar tilvilj- anir. — Tilviljanir? — Það er löng saga, sagði Hoffers. — Hartmut, sem byggði þetta hús fyrir níu árum varð fyrir þeirri sorg að konan hans framdi sjálfsmorð. Hann seldi svo Kotteshjónunum húsið, og frú Kottes framdi líka sjálfs- morð. Þriðji eigandi hússins, sá sem átti það á undan ykkur, frú, var Ragon læknir og Clara kon- an hans. Ja, — Clara framdi líka sjálfsmorð í þessu húsi. En ég held að þessi sjálfsmorð hafi ekk- ert verið tengd hvert öðru. en það er skiljanlegt að fólk talar um þetta. — Mér finnst þetta alveg hræðilegt, sagði Greta. Hún gat ekki leynt því hve skelkuð hún var yfir frásögn garðyrkjumannsins. Fasteignasai- inn hafði ekki sagt þeim neitt um þetta, að minnsta kosti hafði hún ekki heyrt neitt um það — Skildi Herbert hafa vitað það? Hún var náföl, en róleg, þegar hún sneri sér að garðyrkjumann- inum og sagði: — Jæja, ég hef nú ekki í huga að fremja sjálfs- morð. Ég kann vel við mig hér, og við hjónin keyptum þetta hús með það í huga að verða hér áfram. Klukkan sex kom Herbert loks- ins í bílnum sínum. Hún hljóp til móts við hann og var komin að bílnum um það leyti sem hann opnaði hann. — Halló, Greta mín, sagði hann og vafði hana að sér. Hann var hávaxinn, ljóshærður maður um þrítugt. Faðmlag hans kom henni til að gleyma hrollvekjunni sem hún hafði heyrt, um stund. Hún var búin að fá þessar sjálfsmorðssög- ur staðarins staðfestar í Karberg, fyrr um daginn og hafði alls ekki getað gleymt þessum óhamingju- sömu konum, sem höfðu svift sig Iífi í þessu húsi. — Hvernig hefurðu haft það í dag, elskan? spurði Herbert. Hún hugsaði um hryllingssög- urnar, en sagði ekki neitt. — Jæja? spurði hann, lyfti upp ljós um hárlokk og kyssti eyra henn- ar. — Hefurðu fundið eitthvað nýtt og spennandi. — Komdu inn, sagði hún, — ég vil heldur segja þér það inni í húsinu. — Hvað er það? spurði hann, en fékk ekkert svar. Hann gekk 12 VIKAN 11 tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.