Vikan


Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 46
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjori: Gudridur Gisladóttir. TIZKA FRA Þessi fallegu föt eru búin til í Austurríki og var kjóllinn og slá- in sýnd á tízkusýningu þaðan í Oslo í vetur. Mexikönsk list hef- ur haft mikil áhrif á tízkuna alls staðar ( heiminum undanfarið og er þessi kjóll hér lengst t. h. úr hreinu silki með munstri og lit- um í þeim anda, og sýningar- stúlkan greiðir sér í samræmi við það. Þykki sláar-jakkinn hér næst ætti vel við íslenzka veðráttu, svo að Kklega er Dóná ekki allt- af blá, fyrst þannig föt eru bú- in til á bökkum hennar. Ég veit ekki hvort það fer fyrir ykkur eins og mér, þegar ég sá þessa mynd hér að ofan. Ég gat einhvern veginn ekki hætt að horfa á hana, munstrið er svo síbreytilegt og skemmtilegt. [ fyrstu sýnist hvert einstakt munstur vera það sama, en eins og þið sjáið við nánari athugun, kemur alltaf eitthvað nýtt í Ijós. Kannski þið getið haft þetta sem fyrirmynd að einhverri handa- vinnu, t. d. púða eða teppi — saumað, applikerað eða tauþrykkt. Þetta er dæmigert, mexikanskt munstur og litirnir eftir því, gulrauðir, bleikrauðir, bláir og svartir. Annars er þetta baðslá úr frottéefni, með poncho-sniði, en það eru mexikanskar slár. Til hægri er prjónuð slá í litunum rautt, brúnt og beige. Hún er aðeins hneppt í hálsinn og vasalokin gætu verið falskir vasar, svo að e. t. v. gætuð þið reynt við hana líka, þar sem mynd- in er svona skýr, eða bara horft á hana til gamans sem fallegan hlut. 46 VIKAN “• «*•

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.