Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 20
Ef bii öfitnp ekki
olenmt vinninií
ir eítthvil al bér
EFTIR HAROLD DUNMORE
Þetta eru menn, sem yfirleitt eru dáðir fyrir
dugnað. Við lítum upp til vinnuþrælanna. En
jafnvel sá maður, sem helgar hverja frístund
einhverri tiltölulega saklausri tómstundavinnu,
getur gert fjölskyldu sinni mikið ógagn og jafn-
vel gert hana óhamingjusama.
Ef þú ert sú manngerð sem
helgar vinnunni 80—90 stundir
vikulega, er útlit fyrir að þú
sért ekki allskostar heilbrigður.
Þá ertu líklega orðinn þræll
vinnunnar.
Raunar hafa vísindamenn
komizt að því að margt af því
fólki sem við dáum mest, —
læknar, kennarar, stjórnmála-
menn, iðjuhöldar, yfirleitt það
fólk sem hefir náð miklum ár-
angri með óþreytandi elju, —
er meira og minna truflað
andlega, líkt og þeir sem eru
þrælar eiturlyfja og áfengis ....
Presturinn, sem heldur að
heill safnaðarins sé algerlega
undir honum einum komin,
framkvæmdastjórinn, sem held-
ur að fyrirtækið lirynji til
grunna, ef hann víkur sér frá,
— þetta eru menn sem yfirleitt
eru dáðir fyrir dugnað. Við lít-
um upp til vinnuþrælanna, þótt
við kennum í brjósti um þá, sem
á einhvern hátt eru þrælar
nautna og lasta.
En sumir læknar halda því
jram að vinnuþrællinn skaði ekki
eingöngu sjálfan sig ... . heldur
líka fjölskyldu sína, vinnufélaga
og undirmenn.
Nýlega hefur það komið í Jjós
við rannsóknir í Bretlandi, að
mörg börn og konur, sem eiga
við taugatrufiun að stríða, eiga
feður og eiginmenn, sem vinna
alltof mikið, unna sér aldrei
hvíldar. Jafnvel sá maður sem
helgar hverja stimd, sem hann á
afgangs frá vinnu sinni, einhverri
tiltölulega saklausri frístunda-
vinnu, getur gert fjölskyldu sinni
mikið ógagn og jafnvel gert hana
óhamingjusama. Það lítur út fyr-
ir að vinna, — of mikil vinna,
geti orðið jafn skaðleg og ofát.
En það eru ekki eingöngu
framkvæmdastjórar og fólk í
háum stöðum, sem virða að
vettugi fjörutíu stunda vinnu-
viku. Það eru líka smákaupmenn,
iðnaðarmenn og venjulegir dag-
launamenn. Jafnvel konur, sem
stritast við störf sín sem hús-
mæður, eiginkonur og mæður,
samhliða því að halda vinnu sinni
utan heimilis, er hægt að flokka
undir vinnuþræla.
Um leið og vinnuvikan stytt-
ist, fjölgar þeim sem hafa auka-
vinnu. Þetta hefir auðvitað í
Læknar geta auðveldlega orðiS þræl-
ar vinnu sinnar. Hún er iðulega þess
eðlis, að þcir gcta ekki ýtt henni frá
sér, jafnvel þótt þeir séu í orði kveðnu
í fríi.
Maðurinn, sem stundar erfiðisvinnu,
er miklu minni vinnuþræll en sá, sem
hcfur hugræn störf mcð höndum og
fær ekki losnað undan fargi þeirra.
Dugnaðarforkurinn, scm þarf ævin-
lega að hafa eitthvað fyrir stafni, á
á hættu að skaða sjálfan sig og valda
sínum nánustu sorg og leiðindum.
Húsmóðirin, sem þarf að sýsla i eld-
húsinu, þrífa, skúra, sauma, bæta,
gæta harna og ala þau upp, þarf ekki
endilcga að vera vinnuþræll, ef hún
gætir þess að eiga frí, þegar hún á
Iausa stund.
för með sér að menn hafa minni
tíma til hvíldar og skemmtana
en áður.
Er þá allt þetta fólk vinnuþræl-
ar? Flestir álíta það nauðsyn-
legt að afla sér meiri tekna með
aukavinnu, til að standa straum
af hærri kröfum til lífsþæginda,
jafnvel munaðar. Margar konur
vinna úti til að auka tekjur heim-
ilisins ...., þótt 7 af 10 kon-
um svöruðu því til að þær leggðu
á sig þessa aukavinnu til að
kaupa vélar til vinnusparnaðar.
Hvernig getum við þá aðskil-
ið fólk sem vinnur af þörf fyrir
auknar tekjur og vinnuþræla?
Vísindamenn, sem hafa kynnt
sér þessi mál, segja að vinnu-
þrællinn geti ekki slakað á. Hann
gerir jafnvel hvíldarstundirnar
að skyldu.
Hann æðir úr skrifstofunni til
að ná í strætisvagn, eða til að
aka, eins hratt og hann má, heim
til sín að vinnu lokinni. Svo æð-
ir hann um á heimili sínu, til að
finna eitthvað í stað vinnunnar.
Hann les kannski í 10 mínút-
ur . ..., svo þarf hann að smyrja
hurðarlamir eða mála einhvern
vegginn. Hann horfir á þátt í
sjónvarpinu stundarkorn, hefir
ekki eirð í sér og reynir annað.
Oft lýkur hann ekki því verki,
sem hann byrjaði á, en það veit-
ir honum eitthvað til að hugsa
Framhald á bls. 37.
20 VIKAN u- tbl-