Vikan


Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 18

Vikan - 22.03.1968, Blaðsíða 18
HUGURINN REIKAR VIÐA MINNINGAR1H HERNÁM11M EFTIR GYLFA GRÖNDAL UNGT FÓLK BROSIR í KAMP- INN, þegar öldungar rifja upp minningar frá liðnum dögum í tíma og ótíma. Því finnst pndar- legt, að atburðir sem eru að gerast skuli fyrst og fremst höfða til annarra atburða sem gerðust fyrir langa löngu, þótt þeir séu ekki nema að litlu leyti hlið- stæðir. Ungt fólk lifir fyrir líð- andi stund, þrífur bikarinn á- fjáðum höndum og teygar stóra sopa — þar til því svelgist á. Af þessum sökum eru endur- minningar, sú bókmenntagrein íslenzk sem er mest að vöxtum og fyrirferð, hlægilega gamal- dags fyrirbæri í augum æsku- fólks. En ævin er nokkuð löng, þegar allt kemur til alls, og ekki eru margir tugir ára lagðir að velli þegar viðhorfið breytist. Á þeim árum sem menn eru enn taldir ungir vakna þeir allt í einu upp við þá staðreynd, að þeir eiga sér þegar talsvert digr- an sjóð af minningum sem þeir hafa gaman af að rifja upp og vitna í þegar tækifæri býðst. Sá sem þessar línur ritar hef- ur til skamms tíma haft megn- asta ímugust á minningarorð- um. Honum hefur fundizt dýr- mætu rúmi blaðanna illa var- ið þegar það hefur verið fyllt með slíkum samsetningi. Nú er hins vegar svo komið, að hann stendur sjálfan sig hvað eftir annað að því að lesa minningar- greinar blaðanna af mikilli for- vitni. Um leið og mynd og nafn látins manns blasir við sýn í blaði, vakna ótal spurningar sem áður voru víðsfjarri: Hvaða mað- ur er þetta? Hvað gerði hann? Hvaða kostum var hann búinn? Og hvaða göllum? Hvernig skyldi líf hans hafa verið? — Að sjálf- sögðu er sjaldan að finna í minn- ingarorðum bein svör við slík- um spurningum. Oft má satt kyrrt liggja, sérstaklega þegar menn eru komnir undir græna torfu. En það má lesa sitt af hverju milli lína. Maður fær hugboð um hitt og þetta af blæ frásagnarinnar, jafnvel þótt margur greinarhöfundurinn eigi erfitt með að koma fyrir sig orði og sé lítt vanur að stinga niður penna. Þetta er líklega einn af kost- um þess að vera þegn smáþjóðar; hafa áhuga á lífi samborgara sinna og aðstöðu til að svala mannlegri forvitni um hagi ná- ungans. ÞAÐ ER ENN ALLTOF sjald- gæfur atburður, að verið sé að sýna íslenzka kvikmynd i ein- hverju af hinum mörgu og stóru kvikmyndahúsum höfuðstaðar- ins. í vetur gerðist þetta þó. Sýnd var íslenzk heimildarkvikmynd um hernámsárin; merkileg mynd fyrir margra hluta sakir og virð- ingarvert framtak. Hér var að- eins um fyrri hluta að ræða, en gaman verður að sjá síðari hlut- ann. Ætla mætti, að mynd sem fjallar um jafn sögulegt fyrir- brigði og hernámsárin, ætti sér vísar miklar vinsældir. Hér í höfuðstaðnum mun þó aðsóknin hafa orðið snöggtum minni en vonir stóðu til. Nú er myndin sýnd úti á landi og verður von- andi betur sótt þar. Ef þessar daufu undirtektir verða til þess, að síðari hlutinn lítur aldrei dagsins ljós, er það vissulega hryggilegt og ekki uppörfandi fyrir þá sem hafa trú á íslenzkri kvikmyndagerð. Komin er á legg kynslóð ungs fólks sem ekki þekkir hernámið nema af afspurn eða lestri fárra bóka. Eldri kynslóðin sem fylgd- ist með þessum atburðum frá degi til dags og gjörþekkir þá, hefur þegar reist þessum árum minnisvarða, þótt hvorki sé hann stór eða rismikill enn sem kom- ið er. En kynslóðin sem þarna er á milli, þeir sem nú eru í kringum þrítugt, hefur enn ekk- ert látið til sín heyra. Þessi kyn- slóð er alin upp í nábýli við herinn. Bernskuminningar henn- ar eru tengdar bröggum, gadda- vírsgirðingum og barngóðum sol- dátum sem voru ósínkir á dýr- indis súkkulaði. EINHVER ER kannski alinn upp í húsi, sem var umvafið hvann- grænu túni, þar til einn morgun er hann vaknaði við annarlegt hljóð. Það var hvorki hringing í vekj araklukku né Suð í húsflugu, heldur framandi vélarhljóð. Hann sprettur á fætur og hleypur út í gluggann. Við honum blasir sýn sem festist í minni og vík- ur ekki þaðan, þrátt fyrir stöð- uga ásókn stórfenglegra tíðinda: Dökkgrænir herflutningabílar sem ryðjast inn á túnið hlaðnir kössum og hvers kyns varningi; hver drekinn á fætur öðrum; hjólin stór og beitt og rista túnið niður í svörð. Þeir eru fljótir að byggja sér kamp. Braggarnir rísa hver á fætur öðrum eins og þeir spretti upp úr moldinni. Þessir einkenni- legu bogar með tveimur glugg- um og hurð á milli minna á and- lit sem gægjast úr fylgsnum. Girðingin er meira en mann- hæðar há. Hún er fullgerð einn morgun, þegar út er komið. Kannski er fallegur sumarmorg- unn og sólríkt. Hann hleypur að girðingunni, tekur í tvo möskva netsins og horfir upp. Efst eru járntindar sem vita frá og gaddavír strengdur á milli. Hann stendur þarna lengi og virðir fyrir sér nýja veröld handan girðingarinnar: Þrír hermenn ganga í takt eft- ir veginum; einn fremstur og ber gljáandi lúður undir hend- inni; hinir tveir samsíða fast á Allt í einu höfðu þeir atburðir gerzt við strend- ur landsins, sem urðu til þess, að ísland varð sú fréttalind, sem allir brezkir blaðamenn vildu drekka af. Það keyrði um þverbak, þegar blaða- menn Sólarinnar komu hingað fylktu liði og héldu ungri og varnarlausri sjómannskonu fast í greipum sínum. 18 VIKAN n-tbl

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.