Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 2

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 2
\ Gerið góða geymsíu úr göml- um skápum og bætið þá nýju með systém Elfa. * Skúffur, margar stærðir flöskuhillur kryddhillur lausar hillur. z tmœent R EYKJAVÍK Margar fleiri gerð- ir af körfum og hillum í eldhús- skápa, fataskápa og þvottahús. % Sendum ókeypis myndlista. Óþvingaðir útvarpsmenn Það vakti mikla og verðskuld- aða athygli, hve létt og skemmtilegt útvarpið var á aðfaranótt H-dagsins sæla. Þá voru fréttamenn á víð og dreif um borgina og nágrenni hennar og lýstu því sem fyr- ir augu og eyru bar með létt- um, lifandi og óþvinguðum frásögnum, Þulur sá, sem í út- varpshúsinu sat, lét heldur ekki sitt eftir liggja, hann er að vísu löngu frægur fyrir rabb sitt í morgunútvarpi og kom því engum á óvart þessa nótt. En síðan hefur það víða heyrzt, að útvarpsmenn mættu oftar sleppa hátíð- leikablænum og bregða fyrir sig þessum lipra gamanmáta. Hann átti ríkan þátt í að skapa þá góðu stemmningu, sem ríkti hér á landi á H- daginn og nóttina fyrir hann. Mætti ekki einnig á sama hátt stuðla að meiri hátíða- blæ á öðrum vökunóttum, þegar útvarpið sendir út hvort sem er? Og þarf ekki nætur til, mætti ekki til dæmis út- varpa frá fréttamönnum héð- an og þaðan á dögum eins og 17. júní? Nú fer í hönd spennandi vökunótt hjá okkur íslend- ingum, meðan talin verða at- kvæði í kosningunum. Talna úr kosningunum verður beð- ið með óþreyju og menn grípa andann á lofti í hvert sinn, sem þögn verður milli takta í tónlistarflutningi útvarpsins. Mætti ekki gera vökuna enn meira spennandi og mynda á hana sérstakan hátíðablæ, með því að útvarpsmenn brygðu fyrir sig betri fætin- um á sama hátt og á H-nótt- ina? Slíkur léttleiki verður ekki til þess að draga úr þeim virðuleika, sem hæfir atburði eins og forsetakosningum, — hann verður þvert á móti til þess að örva hátíðleikann. Og það kunnum við öll að meta. S. H. V_____J 2 VIKAN 25-tbl

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.