Vikan


Vikan - 27.06.1968, Síða 3

Vikan - 27.06.1968, Síða 3
r 4 k VIKU BRDS IÞESSARIVIKU PÓSTURINN ........................ BIs. 4 SÍÐAN SÍÐAST ..................... Bls. 6 HVERNIG Á KARLMAÐUR AÐ VERA? ..... Bls. 8 DRAUMURINN ....................... Bls. 12 EFTIR EYRANU...................... BIs. 14 HLÁTURINN ........................ BIs. 16 SVART Á HVÍTU .................... Bls. 18 GOTLAND .......................... BIs. 20 FORSETAEFNI KYNNT ................ Bls. 23 VÍSUR VIKUNNAR: Heimurinn logar í hatri og ofbeldisverkum og höfðingjum þjóðanna virðist erfitt um svör þó fjölgi alltaf stásslegum kirkjum og klerkum er kristindómurinn stöðugt í afturför. Við afturhvarf mannkynsins eru þó vonir festar en óeirðum hefur samt ekki neins staðar linnt og hversu heitt sem biður vor biskup og prestar er bænum þeirra á himnum í engu sinnt. Hið arftekna lögmál oft er á vegginn málað um örlög þau er bíða hins synduga manns en heilögum anda hafa þeir vígðu kálað og Hallgrímskirkja er varði á leiði hans. HEYRÐUM VIÐ RETT? . .. ANTIK LEÐURDÖMUKJÓLAR ... ANTIK LEÐURDÖMU- KJÓLAR... Auglýsing í útvarpinu. FORSÍÐAN: Á sunnudaginn kemur verður þriðji forseti íslenzka lýðveldis- ins kosinn. í þessu blaði kynnir VIKAN á hlutlausan hátt báða frambjóðendur, dr. Gunnar Thoroddsen og dr. Kristján Eld- járn. Við birtum stutt æviágrip beggja og myndir úr lífi þeirra og starfi. Sjá blaðsíður 23—27, VIKAN — tJTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grönðal. Blaða- maður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Sigríður Þorvalds- dóttir. Rltstjórn, auglýsingar, aígrelðsla og dreiflng: Skipholti 38. Slmar 38320 - 35323. Pósthólf 533. VerB I lausasölu fcr. 40,00. ÁskriítarverB er 400 kr. órsfjórSungslega, eSa 750 kr. misserislega. ÁskriftargjaldiS greiSist fyrir- tram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, mal og ágúat. Hinir válegu atburðir, sem gerzt hafa í Bandaríkjunum í seinni tíð, hafa vakið óhug um allan heim. Meðan enn er ekki ljóst orðið hvernig þess- ir furðulegu atburðir hafa í raun og veru gerzt, hafa menn að sjálfsögðu brotið heilann um það og látið sér detta margt í hug. í næsta blaði birtist grein úr FIB-Aktuelt, þar sem sagt er frá rússnesk- um njósnara, sem handtekinn var í Suður-Afríku fyrir nokkru. Þessi njósnari full- yrðir, að Rússar hafi gert áætlun um að ráða af dögum marga af valdamestu ráða- mönnum Bandaríkjanna, til þess að skapa upplausn í land- inu. Þessi kenning er ótrúleg, en engu síður er fróðlegt að lesa hana. Hún er aðeins ein möguleg skýring af mörgum, sem menn velta fyrir sér, þar til sannleikurinn kemur í ljós, Jules Bonnot hallaðist að stefnu stjórnleysingja, sem var mjög í tízku í París fyrstu áratugi þessarar aldar. Stefn- an var útbreidd og hafði bor- izt til Frakklands með ung- um, rússneskum innflytjend- um, sem vildu breyta þjóð- skipulaginu og hikuðu ekki við að beita valdi til að koma fram vilja sínum. Jules Bonn- ot eignaðist fjármuni og far- artæki með ránmorðum og gripdeildum. En frægastur er hann fyrir hugmynd, sem hann fékk er hann hafði yfir- ráð yfir farartæki. Hann var sá fyrsti, sem framdi banka- rán og hagnýtti sér til þess bifreið. Það segir nánar frá Jules Bonnot í greininni í fyrsta sinn með bíl við banka- rán. 25. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.