Vikan


Vikan - 27.06.1968, Side 21

Vikan - 27.06.1968, Side 21
til Gotlands, og þegar á þeirri tíð má sjá vísi að þeirri aðstöðu, er hún ■ hélt síðan nólægt hálfu fjórða árþúsundi: sem viðskiptamiðstöð og jafn- framt að vissu leyti brennipunktur menninga- strauma hvaðanæva að af ströndum Eystrasalt. I gotlenskum gröfum frá þessum tíma hafa m.a. fundizt minjar frá Danmörku og Austur-Prúss- landi. Úr rökkri steinaldar stígur bronsöldin fram, tími Ijóss og loga. Frá þeirri tíð eru dysjur með skipslögun, hlaðnað úr stórgrýti, frægar minjar um það stórveldi í verzlun og siglingum, sem Gotland þá þegar var orðið. A þessum tíma — tvö þúsund árum fyrir víkingaöld — sigldu Got- lendingar fleytum sínum um gervallt Eystrasalt og uppeftir fljctum Rússlands. Þaðan fluttu þeir fáséna gripi og seldu í vesturvegi. A eigin nátt- úrugæði gátu þeir ekki treyst að ráði; því tóku þeir það ráð að miðla varningi milli þjóða, sem með öðru móti áttu ekki kost á að ná sambandi sín á milli. A bronsöld virðist hafa ráðið lögum og lof- um voldug höfðingjastétt, er hafði mikinn áhuga Hringmúrinn mikli um Visbý stendur enn að mestu leyti óhaggaður. Þetta er eitt af hliðum hans, kallað Norðurport. lengi hefur lifað í kolum bronsaldarmenningar- innar. Fagurverk þessi eiga efalaust rætur sínar að rekja til trúar og töfra,- hafa verið reist á gröfum manna sem nokkurskonar legsteinar. Þegar líður fram að víkingaöld ryðja ný áhrif sér til rúms,- myndsteinar eru þá einkum reistir til minningar um látna eða brottfarna sæfara. Nú koma fram á þeim ríðandi og gangandi vígamenn, konur, sem rétta þeim drykkjarhorn til svölunar, skip á siglingu og valkyrjur bjóð- andi andaðar hetjur velkomnar í ölglaum Val- hallar. Er þar efalaust um að ræða frásögn af lífi hinna liðnu, kryddaðar endurómi goð- og hetjusagna. Myndir þessar þykir skorta mýkt og samræmi við þann byltingatíma, er nú fór í hönd: víkingaöldina. Að lokum var alveg hætt að myndskreyta steinana; í stað þess voru þeir höggnir rúnum að sænskum sið. A síðari hluta fimmtu aldar hafa Gotlending- ar staðið í styrjöld, annaðhvort innbyrðis eða við erlenda innrásarmenn. Eitt er víst, að á þess- um tíma hefur verið farið eldi um flestar byggð- ir eyjarinnar. I þá tíð tóku bændur sig víða Visbýarhöfn á miðöldum. Á miðri mynd gnæfir dómkirkjan hæst húsa, en að baki húsanna má greina borgarmúrinn. ó utanaðkomandi menningaráhrifum, einkum trúarlegum. Mikill átrúnaður var þá á sól og eldi. í samræmi við það voru hinir dauðu brenndir og öskunni komið fyrir í leirkerum, sem síðan voru látin í kistur. Aðeins fyrir- menn munu þó hafa orðið aðnjótandi slíkra þæginda. Skipsdysjarnar, sem hlaðnar voru yfir þá, hafa ef til vill átt að bera sálir liðinna sæ- garpa í hinztu ferð þeirra, líkt og sálarskip Egypta eða bátur Karons. En hin lýsandi skrautreið bronsaldarinnar varð úti í snæhríðum fimbulvetrarins ógurlega, er lagðist yfir Norðurlönd í upphafi járnaldar og enn var minnst með hryllingi í fornsögum Norð- urlanda. Gotland virðist þó hafa sloppið tiltölu- lega vel í gegnum þetta hörkubál íss og dauða og haldið viðskiptasamböndum sínum að nokkru leyti við. En í heild náðu Norðurlönd sér ekki aftur fyrr en á rómversku járnöldinni, 1—400 e.Kr. Þegar fyrir þann tíma höfðu hinir gotnesku þjóðflokkar hafið suðurferð sína, sem endaði með tortímingu Rómaveldis. Heiti þeirra bera upp- runanum glöggt vitni: Vandarar Vendissýslu, Búrgundar Borgundarhólmi og Gotar Gautlandi og Gotlandi. Ekki er vafi á því, að snemmfengin velmegun hefur leitt til mikillar fólksfjölgunar í landi Þjálfa, svo að nokkur hluti íbúanna hefur öðru hvoru orðið að leita sér nýrra bústaða. - GOTLAND KRISTNAÐ A þessum tímum voru viðskipti Rómverja og Germana mjög mikil, og er lítill vafi á, að róm- verskir kaupahéðnar hafa þá heimsótt löndin við Eystrasalt jafnframt því, sem Gotlendingar leituðu allt suður að virkisbæjum heimsveldis- ins við Rín og Dóná. Var nú auður og veldi þeirra síst minna en á bronsöld. Listiðnaður, einkum gull- og silfursmíði, var á mjög háu stigi; einkennist hann mjög af dýramunstri því, er mjög ber á í forngermanskri list. Af gotlenskum járnaldarminjum eru þó miklu frægari myndsteinar þeir, er fundizt hafa víðs- vegar um eyna. Eru þeir fyrstu minnismerki sinnar tegundar, sem kunnugt er um á Norður- löndum og raktir til rómverskra fyrirmynda. Eru margir þeirra taldir stórmikil listaverk. Hinir eldri hafa lögun axarhöfuðs, enda var þá mikil helgi á því verkfæri. Eru þeir einkum skreyttir skipsmyndum og sólartáknum, og sýnir það, að saman og hlóðu vígi til varnar sér og búslóð sinni, ef óvin skyldi bera að garði. SKkar hern- aðarminjar eru kunnar víðar á Norðurlöndum, jafnvel íslendingar eiga sýnishorn af þeim, þar sem Borgarvirki er. Ef til vill hefur þessi brennuöld Gotlendinga staðið í einhverju sambandi við útþenslu Sví- ríkis, en hið heiðna, sænska bændasamfélag, sem laut konungum af Ynglingaætt, var um þessar mundir í miklum uppgangi. Eitt er víst, að eftir 500 hafa aukist mjög samskipti Got- lendinga við byggðirnar við Löginn. Þeir gerðust þá skattskyldir Svíakonungi, en voru sjálfstæðir að öðru leyti og fengu réttindi til tollfrjálsrar verzlunar í öllum löndum Svía. Við þetta sat að mestu fram á fjórtándu öld. Gotland var því ekki sænskt hérað á þessum tíma; það var sjálf- stætt land, eitt hinna norrænu þjóðríkja. I sam- ræmi við það var gotlenska lengi vel talin sér- stakt norrænt mál, llkt og sænska, danska eða íslenzka. Víkingaöldin hafði að sjálfsögðu I för með sér vaxandi straum gulls og gersema til Gotlands; sænskir víkingar lögðu þá undir sig hina austur- slavnesku þjóðflokka á sléttum Rússlands og brutu skandinavískum áhrifum nýjar brautir í austurvegi. Þá náði kristnin smámsaman undir- tökum á Norðurlöndum, berandi með sér nýjar hugmyndir oa þjóðfélagshætti: feudalismann, lénsskipulagið, bastarð rómverskaþrælaþjóðfé- lags og germanskrar þjóðflutningaupplausnar. Þessari brynjuðu, blóðþyrstu ófreskju lánaðist þó ekki að læsa fálmurum slnum um perlu Eystra- salts að því sinni; hinir klóku kaupbændur Got- lands kunnu krók á móti bragði, líkt og íslend- EYLAND EITT AF STÚRVELDUM ÁLFUNNAR I VERZLUN 0G SIGLINGUM. EN SAMKEPPNIN VIÐ OÝRÐ. EN A HANA MINNA SAMT ENN I DAG FORNMINJAR, SEM EKKI EIGA SINN UKA ANNARS- ís.tw. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.