Vikan


Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 27.06.1968, Blaðsíða 22
ÞAR PLÆJA ÞEIR GULL UR JDBP ingar árið 1000. Segir sagan, að það hafi verið Ólafur Noregskonungur Haraldsson, sem fékk þá til að taka kristni ó leið sinni frá Garðaríki, er hann flýði þangað undan þegnum sínum. Er hann síðan verndardýr- lingur Gotlands, og bar ein hinna reisulegu kirkna Visbýar hans nafn. Trúarskipti þessi hafa líklega farið fram friðsamlega og að samanteknu ráði hinna vitrustu manna, líkt og á Alþingi við Öxará á sínum tíma. „VÉR ERUM ALLIR KONUNGAR" Næstu aldirnar náði veldi Got- lands hámarki sínu. Kauphölda.r þess tróðu þá allar götur norðan frá íshellu Dumbshafs suður að sól- steiktum söndum Arabíu; á sand- steinsbryni eitt, er til er frá þessum tíma, eru skráð nöfn tveggja manna, Úlfars og Ormiku, er sant er að komið hafi til Grikklands, Jerúsal- em, Serklands og íslands. Enskir konungar, rússneskir furstar og keis- arar af heilögu rómversku ríki þýzkrar þjóðar sömdu þá um verzl- un og viðskipti við búandmenn á Gotlandi sem jafningja sína full- komna. Gotlenska ríkisinnsiglið með gemsumyndinni, sem á milliríkja- samkundum naut virðingar á við Ijón Englands og liljur Frakklands, er enn varðveitt; að vísu týndist það á niðurlægingartímum eyjarinnar, en á átjándu öld hafði prestur einn, er grúskaði í fornfræði í hjáverkum, uppi á því í eldhúsi bóndabæjar nokkurs. Var það þar notað til að skreyta deig í jólabaksturinn. „Vér erum allir konungar," svör- uðu víkingar sendimanni Frakkakon- ungs, er hann spurði eftir höfðingja. Orð þessi hefði hver forngerm- anskur þjóðflokkur getað gert að sinum, áður en skuggi lénsskipu- lagsins byrgði honum sól frelsis og mannréninda. Á Gotlandi voru hvorki til riddarar eða barúnar, bændurnir sjálfir voru hin drottn- andi stétt. Þeir lifðu við slíkan auð og ve'.sæld, að þess munu naumast dæmi um nokkra stéttarbræður þeirra fyrr eða síðar; bjuggu í m'sulegum bæjarhúsum úr steini, sem varla gáfu eftir höfðingjasetr- um aðalsmanna sunnar í álfunni. Þeir voru gleðimenn miklir, og eru gotlenzk brullaup og gestaboð víðfræg enn í dag. Engin sérstök kaupmannastétt var þá til í land- inu; hinir burðugu góðbændur önn- uðust verzlunina sjálfir, líkt og for- feður þeirra að líkindum höfðu gert allt frá bronsöld. Búskapinn heima fyrir önnuðust húsmenn og vinnufólk, svo og þrælar, sem landsmenn áttu allra manna auð- veldast með að afla sér. Stétta- skipting var því vissulega fyrir hendi á Gotlandi, en hún var hverf- andi lítil hjá því sem var í þeim þrælahúsum, er velflest Evrópuríki urðu á miðöldum. Tvær eyþjóðir héldu öðrum leng- ur á lofti merki hins frjálsa, nor- ræna anda-. íslendingar og Got- lendingar. Báðar tóku við kristni af frjálsum vilja og slógu þannig vopn úr hendi gírugra herkónga, er ævinlega voru reiðubúnir að nota málstað krossins sem átyllu að ræna heiðnar þjóðir helgustu réttindum. Báðar skópu á blómaskeiði sínu menningu, er halda mun nöfnum þeirra í heiðri um aldir: önnur Þetta er nú Farfugla heimili. gerði tungu sína að latínu Norður- landa og gaf heiminum bókmennt- ir,sem ekki eiga sinn líka úr ger- manskri fornöld; hin framdi á sviði byggingalistar stórvirki, sem eru fullkomlega sambærileg eða fremri hliðstæðum afrekum fjölmargra margfalt stærri þjóða. Sjórnarskipan Gotlendinga á þjóðveldistímanum var mjög lík hinni íslenzku. Lög þeirra, Gutalag- en (Gotlendingar nefna sig sjálfir Guta), hafa verið samin í heiðni, en síðar endurbætt lítils háttar í samræmi við breytta tíma. Ríkið var líðræðisríki án verulegs valds í nokkurri einstakri hönd. Hver sveit hafði eigin þing, er þingdóm- ari stýrði, en þing þjóðarinnar allr- ar, „gutnalting" var stiórn hennar og fulltrúi út á við. Forseti þess, landsdómarinn, var æðsti maður ríkisins. Ekki virðast Gotlendingar hafa haft neinn ákveðinn þingstað. VÖLUNDAR AÐ KiRKJUFMÍDUM. Líkt og íslenzka kirkjan í ka- þólskri tíð var hin gotlenzka sjálf- ráð, enda þótt hún að nafni heyrði undir biskupinn í Linköping. Og mikil ítök hefur hún haft meðal þjóðarinnar; það sanna hin mörgu og glæsilegu musteri, sem niðjar Þjálfa reistu hinum nýja guði til dýrðar, á meðan þeim entust aur- ar og andleg reisn. Af níutíu og tveimur gotlenzkum sveitakirkjum er aðeins ein reist síðar en á mið- öldum. Þær elztu eru taldar reistar þegar eftir kristnitöku; þær voru stafkirkjur undir áhrifum frá forn- um, skandinavískum stíl; i einni þeirra hafa fundizt drekaskreyting- ar með sögnina um Sigurð Fáfnis- bana sem fyrirmynd. Snemma var farið að byggja úr kalk- og sand- steini, enda var það efni nærri hendi. Gætti þá margs konar áhrifa í skreytingum og arkitektúr; frá Langbarðalandi, Kænugarði og Býs- ans. Um miðja tólftu öld tók franskra áhrifa að gæta; koma þau einkum fram í tréskurði. Á þrett- ándu öld urðu þýzk áhrif ofan á. En þrátt fyrir hin gífurlegu, erlendu áhrif, sem þessi litla þjóð. 6 þeirri tíð líklega víðförlust í Evrópu, hlaut að verða fyrir, hafði hún til að bera nægilegan frumleika og skapandi kraft til að móta hið aðfengna efni að eigin smekk; hin gotlenzka kirkjulist er í senn ómetanlegur Biskupssetrið og dómkirkjan. minnisvarði um menningu miðalda og Gotlendinga sjálfra. Gotlenzk séráhrif, berandi vitni auðugu og lifandi hugmyndaflugi, eru hvar- vetna auðþekkt í verkum hinna fornu meistara. Þannig skapaðist fljótlega í landinu umfangsmikill listiðnaður, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Gotlenzkir steirv höggvarar og byggingameistarar voru jafnvel fengnir til starfa er- lendis. Gotland sogaði ekki einung- is að sér gull hvaðanæva að af ströndum Eystrasalts, heldur einnig hina ólíklegustu menningarstrauma og umskapaði þá í eigin mynd. Af gotlenzkum byggingameistur- um og kirkjulistamönnum eru fræg- astir Bótviður frá Hejnum, er fyrst- ur byggði turna á kirkjur landsins, Lafrans frá Eskilhem, er náði mik- illi fullkomnun í aotneskum «t:l. n-’ óþekktur meistari, er kallaður hef- ur verið Egypticus, vegna hinna þungu og tígulegu forma, er ein- kenna skúlptúr hans. Bæði honum og öðrum löndum hans, er með list sinni gerði garðinn frægan, mætti vel fylgja úr hlaði með loka- orðum áletrunar, er segir frá got- lenzkri kirkjubyggingu: „Allt það fólk, er hér hefur að unnið, bæði nefnt og ónefnt, yfir það miskunni sig Guð." HINRIK LJÓN VIÐ EYSTRASALT Á tólftu öld dró til þeirra tíðinda, er urðu undanfari hnignunar og niðurlægingar Gotlands: sóknar hinna germönsku þjóða, er byggðu Norðurlönd og Vestur-Þýzkaland, á hendur þeim finnsku, baltnesku og slavnesku þjóðflokkum, er sátu þá á austur og suðurströndum Eystra- salts allt frá Torneelfi vestur í Holt- setaland. Viðureign þessi átti sér langan aðdraganda. Á víkingaöld og löngu þar áður höfðu Eystrasaltsþjóðir heimsótt hver aðra ýmist í vinsam- legum eða fjandsamlegum tilgangi; má í því sambandi nefna átök Dana og Vinda. Nú lét páfinn það boð út ganga, að eigi væri síður þóknan- legt að ryðja krossinum braut með eldi og sverði f skógum norðurs- ins en í sjálfu landinu helga,- væri hverjum sannkristnum riddara frjálst að hirða líf og eignir sér- hvers þess heiðingja, er eigi vildi lúta æðstum sannindum. Þetta var hinum herskáu Germönum, sem nú höfðu komið allfastri skipun á ríki sín og gátu ekki lengur neitt krafta sinna í vesturvegi, kærkomið tæki- færi. Hinir slavnesku Vindar, er þá byggðu mestan hluta núverandi Austur-Þýzkalands, urðu mjög illa úti í krossferð þessari. Var þeim að miklu leyti útrýmt í grimmum styrj- öldum, en þeir, sem eftir lifðu, viku ýmist úr landi eða samlöguð- ust sigurvegurunum. Þjóðverjar stofnuðu verzlunarborgir á suður- ströndum Eystrasalts og hófu brátt harða keppnl við Gotlendinga um forustu í verzlun og viðskiptum. Slíkt hafði ekki þurft að óttast af hálfu hinna frumstæðu fyrirrenn- ara þeirra. í fyrsta sinn í sögunni var stórveldi Gotlands ógnað. Fljótlega hófust ýfingar með keppinautunum, en þá kom til skjalanna Hinrik Ijón, er þá var her- togi Saxa og Bæjara og réð einnia yfir Lýbiku, er þjóðverjar höfðu re:st b'rsta borna á ströndum Eystrasalts og hafði þá og löngum síðar forustu í verzlun þeirra þar. Samdi hann við Gotlendinga um fullkomið verzlunarfrelsi þeim til handa í öllum sínum löndum, gegn sams konar réttindum fyrir þýzka kaupmenn á Gotlandi. Fengu Þjóð- verjar þá viðskiptaaðstöðu í höfn nokkurri norðarlega á vesturströnd landsins. Reis þar fljótlega blóm- leg verzlunarborg, er nefnd var Visbý. Þar eð gnægð er góðra hafna á Gotlandsströnd, höfðu bændur ekki séð ástæðu til að binda verzlun Framhald á bls. 39 22 VIKAN z5 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.