Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 32

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 32
ONSON KVEIKJARAR Vanti ykkur tækifærisgjöf þá muniö Ronson. Ronson kveikjarar fyrir dömur og herra, fjölbreyttara úrval en nokkru sinni fyrr, einnig úrval af borðkveikjurum. Einkaumboð: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF. Hverfisgata 89, Reykjavfk. STJÖRNUSPÁ ite, m — 7F vfC vfv * "• Hrútsmerkið {21. marz — 20. apríl): í hönd fara mjöj skemmtilegir dagar og þér heppn- ast furðuvel hlutir sem þú hefur lítil sem engin kynni haft af. Nágranni þinn kemur þér á óvart er þú sérð hvern mann hann hefur í rauninni að geyma. 0 Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú á:t vangoldin bréf, heimsóknir, símhringingar og margt annað sem viðheldur kunningsskap. Taktu þig nú á og komdu þessu í betra horf. Þú færð óvænta frétt á föstudaginn. m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): í>ú átt erfitt með að trúa sögu sem gengur, en þú' færð bráðum sannanir frá fyrstu hendi. Þú verður á fundi sem færir þér tvísýnar fréttir. Á vinnustað | verður andrúmsloftið létt og skemmtilegt. > Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú lendir í rimmu við kunningja þinn eins og þú hafðir gert ráð fyrir. Upp úr helginni skeður ýmis- legt sem þú getur fljótlega fengið botn 1. Settu óskir þínar skýrt og skýlaust fram. w Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Ástarmálin eru ekki í sem beztu lagi, eitthvað skyggir á sem bezt væri að ryðja úr veginum. I»ú sérð bráðlega fyrir um hvort áætlanir þínar stand- ast og ert ákaflega spenntur. Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Þessa viku skaltu vera á verði og leggja ekki út í neinar nýjar framkvæmdir. Viðræður við yfirboð- ara þína gætu þýtt eitthvað stórt fyrir þig, en vertu varkár, það er númer eitt. # Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Láttu ekki löngunina til að taka lífinu rólega ná tökum á þér, mundu að hæfileikar þínir fá ekki notið s'n nema þú sért vel vakandi og með á nót- ur*um. Á vinnustað er hreyft við viðkvæmu máli^ £ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Gættu að framkomu þinni, reyndu að vera sem alþýðlegastur, án þess að vera uppáþrengandi. Leiðréttu strax misskilning sem komið hefur fram vegna hreinskilni þinnar, en segðu ekki of mikið. j&m Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst); Láttu enga upplyftingu þér úr greipum ganga. Ef þú beitir svolítilli lagni gæturðu komizt í skemmtilegt ferð-alag. Notaðu kvöldin vel, spilaðu, lestu, tefldu, vertu með á nótunum. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19 febrúar): s Fyrir marga fædda milli 12 og 19 verður vikan nokkurskonar sæluvika. Ferðalag, brúðkaup, trúlof- un setur ef til vill mestan svip á dagana. Þú þarft að koma af miklum bréfaskriftum. ýJr w Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú átt erfitt að gera upp á milli tveggja kunningja* þinna, en þú ert skuldbundinn báðum. Vandamál á heimilinu endurtekur sig og þú verður að taka það föstum tökum, annars er hætta á ferð. Fiskamerkið (20. febrúar — 20 marz): 1 Nágranni þinn er helzt til hávaðasamur og murf hann trufla þig nokkuð. Mál sem rædd verða á fundi bráðlega vekja þér mikla furðu og reiði. Þér berst óvænt hjálp í því sambandi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.