Vikan


Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 40

Vikan - 27.06.1968, Qupperneq 40
varnar. Er hann ferkantaður að lög- un og hinn sterklegasti; hefur sjólf- sagt verið óvinnandi vígi ó sínum tíma. I suðvesturhorni gamla bæj- arins, þar sem múrinn endar niðri í sjó, má greina lítilfjörlegar leifar Visbyborgarhallar, sem fyrrum var virki hvað sterkast í þessum heims- hluta. Var það byggt að skipan Ei- ríks af Pommern, þeim er sendi Eistlendingum Jón Gerekkssen og varð fyrstur konungur yfir Norður- löndum öllum. Hann skipti síðar um atvinnu og gerðist sjóræningi, hafð- ist við í Visborgarhöll og ruplaði þaðan þegna sína fyrrverandi enn betur en honum hafði lukkazt úr hásætinu. Danir höfðu svo mikla elsku á vígi þessu, að 1679 sprengdu þeir það í loft upp heldur en að láta það falla í hendur Svía. Af merkisstöðum utan múrsins má nefna Gálgaborg. Rísa þar þrjár myndarlegar steinsúlur á hlöðnum stalli, hver um sig færð upp úr seytján steinum, en sú tala var álit- in búa yfir allmikilli kynngi. Sterk- legir bjálkar hvíldu áður á súlum þessum. Þarna voru misindismenn Visbýar festir upp allt fram undir miðja nítjándu öld. — Allbreitt bil er á milli múrsins og hinna nýju borgarhverfa, er liggja í hvirfing umhverfis gamla bæinn. Fer vel á því að hið gamla sé þannig sérá- parti, því með því móti fær það bezt haldið sínum eiginlega svip. ÁTÖK BORGARA OG DREIFBÝL- INGA. Eins og nærri má geta, kunni hin stolta stórbændastétt, er byggði veg sinn á arfleifð eldri en nokkur kunni frá að segja, því illa að verða eftirbátur aðskotadýranna í Visbý. Risu skjótt úfar milli bænda og borgara, og munu þeir hafa valdið mestu um að Visbýarmúr var reist- ur. Árið 1288 kom til vopnaðra átaka. Borgarmenn voru betur vopnum búnir og hafa auk þess líklega fengið liðveizlu frá öðrum Hansastöðum; báru þeir því sigur úr býtum. En skamma stund var hönd þeirra höggi fegin, því Magn- ús hlöðulás, Svíakonungur, greip nú tækifærið til að klekkja á Hansa- borginni Visbý og ná jafnframt auknum ítökum á hinu auðuga ey- landi. Neyddi hann borgarmenn til að viðurkenna drottinvald Svíakon- ungs og greiða háar skaðabætur fyrir afbrot sín gegn landsbyggð- inni. Þeir aurar fóru þó til sænsku krúnunnar, en ekki til bændanna, sem fyrir skellinum hörðu orðið. Svíar urðu þó fljótlega að slaka á tökum sínum ó Gotlandi; þegar Magnús hlöðulás lézt, fóru synir hans í hár saman, ríkinu til skaða og upplausnar. Einn þeirra, er Birgir hét, fór með her manns til Gotlands árið 1313, en beið ósig- ur fyrir bændum og var tekinn höndum. Viðureign þessi breytti þó engu um þróun mála á eynni: hinu gotlenska bændalýðveldi hnignaði hægt, en stöðugt. Bændur fóru nú jafnvel að leigja Hansamönnum verzlunarstöðvar sínar erlendis, þar á meðal hinn fræga Gautagarð í Novgorod. Nefndu Þjóðverjar þann stað Gotenhof. En þrátt fyrir þetta voru enn engin dauðamörk séð á hinu forna bændalýðveldi; það byggði á margra alda auði og reynslu, sem vel hefði getað leitt til endurnýjunar verzlunarveldis þeirra með tilliti til breyttra tíma. En þá lagði illvættur tortímingarinn- ar leið sína til eyjarinnar og batt enda á hina fornu blómöld hennar í eitt skipti fyrir öll. VALDEMAR Á VÍGASLÓÐ. Á fyrri hluta fjórtándu aldar voru viðsjár miklar í löndum Dana og Svía. Hið danska stórveldi, sem Valdemar sigur og Absalón biskup höfðu grundvallað, hrundi heldur sneypulega til grunna á dögum Kristófers konungs annars, og mun niðurlæging Danmerkur aldrei hafa verið meiri. Greifar tveir af Holt- setalandi höfðu þá mestan hluta Jótlands og eyjanna í járngreipum sínum, en Magnús smek Svíakon- ungur, sonarsonur Magnúsar hlöðu- láss, notfærði sér neyð nágrann- ans til að krækja í lönd hans austan Eyrarsunds. Magnús réði þá einnig yfir Noregi og íslandi, en veldi hans var engu að síður máttvana; ollu því slfelldar deilur, er hann átti í við syni sína og aðalsmenn. Að lokum tók Danmörk að rétta úr kútnum; Níels Ebbesen drap Gert af Holtsetalandi, sem frægt er orðið af leikriti Kaj Munks, og Valdemar prins, sonur Kristófers annars, kom sunnan af Þýzkalandi, þar sem hann hafði setið í skjóli frænda sinna voldugra. Tókst hon- um furðu fljótt að ná á sitt vald Jótlandi og eyjunum. Var hann þá auknefndur Atterdag, því „nú var aftur dagur í Danaveldi." Hvers konar maður Valdemar hefur verið, er erfitt að segja með fullri vissu. Samkvæmt kalkmál- verki, sem til er af honum í Sánkti Péturskirkjunni í Næstved, hefur hann verið allra laglegasti náungi og líklega kvenhollur eftir því, að minsta kosti er tíðrætt um þann eiginleika hans í gotlenzkum þjóð- sögum. Góðum gáfum hefur hann verið gæddur, slunginn, svikull og samvizkusljór, eins og oft hefur reynzt halddrjúgt góðum stjórn- málamönnum. í samræmi við það fór hann með her yfir Eyrarsund og lagði undir sig Skán, Halland og Bleking, enda þótt hann hefði skömmu áður svarið þess dýran eið að láta Svíakonungi þessi héruð eftir um aldur og ævi. Magnús gat ekkert að gert, því um það leyti var hann sem verst haldinn af höfðingjum lands síns, sem báru á hann hinar verstu sakir, meðal ann- ars landráð og ólifnað í stíl við hátterni manna í Sódómu forðum. I þann tíma mótuðust stjórnmál Norðurlanda af baráttu Dana, Svla og þriggja, þýzkra ríkja, Hansasam- bandsins, Holtsetalands og Meckl- enborgar, um völdin á Eystrasalti. í þeim leik hafði löngum verið bragð Svía, að leita vinsemdar við Þjóðverja, að þessar tvær þjóðir mættu klemma Danmörku á milli sín. Hafði þetta tekizt með ágætum á dögum fyrirrennara Valdemars. Af þessum sökum hafði hann hinn mesta óþokka á Svium og lét jafn- an svo um mælt, að „allt hið illa kæmi úr norðri." Voru nú góð ráð dýr að tryggja öryggi hins endur- reista Danaveldis. Ekki treysti Valde- mar sér til að greiða beina atlögu að öðrum hvorum höfuðóvininum, en hins vegar sá hann ráð til að halda í hemilinn á þeim báðum: með eyna Gotland á valdi s(nu hlaut Gotland að ná lykilaðstöðu á Eystrasalti. Einnig mun konungur hafa hugsað um rlkiskassa sinn, sem sjálfsagt hefur verið heldur léttur, eins og slíkum (látum er tamt. — Mikið orð fór þá af ríkidæmi Got- lendinga,- var haft fyrir satt, að konur þeirra spinnu á gullsnældur en svín ætu úr silfurtrogum. Danir hófu leiðangurinn með því að hertaka Eyland og undirbjuggu þar innrás á Gotland. Hermir jafn- vel þjóðsögn ein, að Valdemar hafi sjálfur lagt leið s(na þangað til njósna um varnir landsmanna; var hann þá dulbúinn sem kaupmaður og gisti um skeið hjá gotlenzkum stórbónda, er Unghansi hét og bjó allskammt frá Visbý. Gerði hann sér dátt við dóttur bónda og hafði fljótlega blíðu hennar eftir þörfum. Kom bóndi að þeim eitt sinn, er þau nutu ástar sinnar sem ákafleg- ast, varð skápfátt við og rak hin- um frygðuga gesti kjaftshögg, svo að blóð flaut niður um hann allan. Komst konungur þó þaðan heill að kalla og aftur til Eylands. ORRUSTAN VIÐ VISBÝ Allskömmu síðar, eða ( júlímán- uði árið 1361, gekk svo hinn danski innrásarher á land á strönd Got- lands, að líkindum ( Vestergarn, höfn fornri á vesturströndinni. — Stýrði Valdemar konungur sjálfur leiðangrinum ásamt Kristófer syni sínum og helztu ráðgjöfum og vild- armönnum; eru þar til nefndir þeir Eiríkur af Saxlandi, Henning Pode- busk, Pétur járnskeggur og fleiri stórmenni. Lið höfðu þeir mikið og frítt; þýzka málaliða, einhverja hæfustu atvinnuslátrara þeirra tíma, riddaralið albrynjað og boglið með armbrysti; þau vopn voru þá ný- lega uppfundin og talin svo skæð, að menn höfðu jafnvel við orð að banna notkun þeirra, eins og kjarn- orkusprengjurnar nú á dögum. Hinn danski her var þannig úr bezta gæðaflokki sem þá var um að ræða; fullkomin drápsvél úr smiðju lénsskipulagsins. Gotlendingum mun hafa brugðið illa í brún, er þeir fréttu af herlát- um Dana. Sem friðsamir kauphöld- ar og búandmenn höfðu þeir frá orófi alda Iftt hneigzt til morða og rána; deilumál sfn við erlenda kusu þeir fremur að leysa ( krafti silfurs en sverðs. Þeir áttu gjarnan vopn og verziuðu með þau, en notuðu þau naumast sjálfir. En þrátt fyrir lélegan útbúnað og litla tækniþjálf- Hárgieiðslustofa Dísu AUGLÝSIR Nýir þýzkir háralitir og permanent. * Munið að við höfum opið á fimmtudögum til kl. 10. * Brúðargreiðslur éftir pöntunum. Kaffiveitingar. * Sér kunnátta í meðferð á háralitun og hártoppum. PANTIÐ í TÍMA. Hárgreiðslustofa Dísu GRENSÁSVEGI 3 - SlMI 8 33 66 40 VIKAN 25-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.