Vikan


Vikan - 27.06.1968, Side 49

Vikan - 27.06.1968, Side 49
— Já, ég þóttist sjá það, sagði Berne i viðurkennlngartón. Svo, i íyrsta sinn í marga daga, birti yfir lionum og hann gleymdi að liann var að ávarpa hataðan keppinaut. — E'r þetta ekki of gott. til að gefa það villimönnum? Þeir væru fylilega ánægðir með eitthvað ódýrara. — lndíánarnir eru mjög nákvæmir varðandi gæði vopna sinna og áhalda. E'f við reyndum að sýna þeim lítilsvirðingu og svíkja þá, myndum við glata öllum þeim hlunnindum sem við höfum af við- skiptum okkar við þá. Þessar gjafir, sem þér sjáið hér, kaupa okkur frið fyrir miklu stærra land en nemur öllu franska konungdæminu. En það er einnig hægt að láta þetta í skiptum fyrir loðfeldi eða selja það fyrir gullmola og dýrmæta steina, sem Indíánarnir eiga frá þeim tíma, en hinar dularfullu borgir þeirra stóðu enn. Gimsteinar og göfgir málmar hafa gildi hérna megin Atlantshafsins líka, jaínvel þótt gulið hafi ekki verið formað í mynt, eins og heima i Evrópu. Berne snéri aftur til vina sinni, hugsi á svipinn. Þeir stóðu í hnapp og vissu ekki hvað þeir áttu að halda um þetta gríðarstóra land, sem þeim haíði verið boðið, þeim, sem ekkert áttu. Þeir létu augun hvarfla út á hafið, síðan upp í hæðirnar klæddar með risastórum trjám og í hvert skipti, er þeir létu augun hvarfla, sáu þeir eitthvað nýtt, því þokuslæðurnar, sem sveipuðust til og frá, gáfu landslaginu mild- an svip, en i næstu andrá varð það næstum ómennskt og villt. Greifinn virti þá fyrir sér og hafði krækt þumalfingrunum undir beltið. Hann hálflokaði augunum með stríðnislegu brosi, það gerði hann hálfvegis djöfullegan á svipinn, en Angelique vissi nú, livað lá að baki þessari ytri hörku og henni fannst að hjarta hennar ætlaði að bresta af aðráun á honum. Allt í einu, og án þess að snúa sér að henni, sagði hann i lágum hljóðum: — Ekki horfa svona á mig, þú dásamlega kona. Það kemur mér til að hugsa, að það væri gaman að týnast með þér stundarkorn, og þetta er ekki rétti tíminn til þess. Svo snéri hann sér að Manigault. — Jæja, hvert er svar þitt? Manigault strauk hönd yfir augun. — Er raunverulega gerlegt að lifa hér? Þetta er allt svo framandi. Haldið þér, að við séum sú tegund fólks, sem gæti sezt að í landi eins og þessu? — Hversvegna ekki? Þegar maðurinn var skapaður, var það þá ekki til að erfa allan heiminn? Hvað væri þá unnið við það að vera þróaðasta dýrategund heimsins, dýrategund, sem hefur yfir að ráða bæði sál, til að göfga dauðlega líkama, og trú, sem sagt er að geti flutt fjöll, ef þið getið ekki horfzt i augu við vandasamt verk með að minnsta kosti jafn miklu hugrekki og skynsemi og maurar eða termítar? Hver hefur haldið Því fram, að maðurinn geti aðeins lifað, andað og liugsað á einu mstað, eins og naut bundið við staur? Ef hugur mannsins þjónar þeim tilgangi einum að gera hann minni, í stað þess að lyfta honum á æðra svið en hinum dýrunum, er kominn tími til þess, að mannveran hverfi af jörðinni og láti hana eftir hinum iðnu skordýrum, sem eru þúsund sinnum fleiri að fjöldanum til og margfalt vinnusamari en mannkindin, og myndu þekja jörðina á komandi öldum með flokkum af litlum, skriðandi verum, eins og var í upphafi, þegar maðurinn var ekki skapaður og risastórar hjarð- ir af skrimslum og sporðdrekum riktu einar á jörðinni. Mótmælendurnir störðu steinhissa á hann, gersamlega óvanir svona furðulegum ræðum og hugsunum, en börnin sperrtu eyrun til að heyra sem allra bezt og mest. Séra Beaucaire fullhnúaði Biblíuna sína. — Eg skil, sagði hann andstuttur. — Ég skil hvað þér eruð að reyna að segja, Monsieur. E’f maðurinn getur ekki stundað sitt skapandi starf hvar sem er á jörðinni, hví kallar hann sig ,þá mann? Og hvaða gagn er að mann: á jörðinni? Nú skil ég hvað guð átti við, þegar hann sagði viö Abraham: „Far þú burt úr landi þínu og frá ættfálki þínu og úr húsi föður þíns, til landsins sem ég mun vísa þér á.“ Manigault teygði úr sterklegum handleggiunum til merkis um. að hann vildi fá hljóð. — Við skulum ekki missa sjónar á bví. sem er mergurinn málsins. Við eigum sál og við eigum trú. Um það eru allir sammála. En við eru aðeins fimmtán menn og það er ætlazt til að við gerum krafta- verk. — Þér misteljið, Monsieur Manigault. Hvað um konur yðar og börn? Þér talið um þau, sem þau væru ekki annað en jarmandi, ráf- andi sauðir, þar sem á hinn bóginn hefur sýnt sig, svo ekki verður um villzt, að hvað almenna skynsemi, seiglu og hugrekki snertir, eru Þau margfalt meira virði en þið. Já, jafnvel litli Raphael yðar, sem neitaði að deyja þrátt fyrir allan skortinn og erfiðið, sem sjóferðin hafði í för með sér, og sem börn á hans aldri þola yfirleitt mjög illa. Honum varð ekki einu sinni misdægurt .......... Og svo Monsieur Manigault, er það barnið, sem ein dætra yðar ber undir brjóstum, barn sem á líf sitt — sem varla hefur ennþá hafizt, hvað þá heldur meir, — að þakka Þolgæði móður sinnar. Það barn fæðist hér á amerískri jörð og mun helga ykkur þetta land, þvi þar sem það hef- ur aldrei kynnst öðru landi, mun það unna Því sem sinu fæðingar- landi. Heiðursmenn frá La Rochelle, þið eigið hrausta afkomendur og göíugar konur. Þið eruð ekki aðeins fimmtán menn, heldur nú þegar heilt samfélag. Enn var verið að bera matreidda rétti niður á ströndina og tilreiða aðra þar, og lyktin, sem reis af þessurn réttum var örfandi og vakti hungur þeirra, sem nú voru nýkomnir í land. Allt í einu vissu mót- mælendurnir ekki fyrri til, en þeir voru í miðjum hópi Indíána, sem hvöttu þá ákaft til að borða. Indíánakonurnar, sem voru jafn frjáls- legar og glaðlegar og eiginmenn þeirra virtust fjarlægir og óum- breytanlegir, snertu föt kvennanna, kviðrandi og hrópandi. Þær gengu að hverri fyrir sig úr hópi mótmælendakvennanna lögðu hönd á kvið hennar og viku svo til hliðar og lyftu höndunum eins og þær væru að styðja sig upp eftir þrepum, hikuðu við hvert þrep og litu á kon- urnar með spurn í augum. — Þær eru að spyrja hve mörg börn þið eigið og hve gömul þau séu, túlkaði Nicholas Perrot. Carrérefjölskyldan, sem byrjaði á Raphael litla og hækkaði síðan hendurnar, að því er virtist upp endalausan stiga, skoraði algjört met. Hópurinn dansaði i kringum Madame Carrére klappaði saman hönd- unum og hrópaði i ákefð. Þessar umræður um börnin, minntu þær aftur á, hvernig komið var fyrir þeim. — Hvar eru börnin? Að þessu sinni voru þau gersamlega horfin. — Crowley hefur íarið með þau öll til búða Champlains. — Hver er Crowley? Hvar eru búðir Champlains? Svo margt gerðist þennan dag, sem var sögulegur dagur í annálum Maine að enginn gat séð fyrir um hvað gerast myndi næst. Angelique vissi ekki fyrr til en hún var á hesti á leið eftir þröng- um mosavöxnum stíg, undir t.rjám sem hefðu sómt sér vel í Versöl- um ,og fylgdi klettóttri strandlengju, sem þungar öldur skullu á. Þetta var æsileg leið, að nokkru leyti vegna hávaðans af vindinum og haf- inu, en einnig vegna birtunnar, sem síaðist niður á milli litskrúðsins og vitundarinnar um að vera i landi, þar sem allt var krökkt af fólki aðra stundina, og ekki sál að sjá þá næstu. Nokkrir veiðimanna höfðu tekið að sér að fylgja mæðrunum til búðanna. Vagnar og kerrur voru tilbúnir handa þeim, sem ekki gátu riðið og í síðustu andrá ákváðu nokkrir karlmannanna að slást i hóp- inn. — Heldurðu, að ég ætla að láta þig fara með þessum lastafullu skeggjúðum? kallaði Carrére til konu sinnar. — Þú getur ekki hagað þér nákvæmlega eins og þér sýnist aðeins vegna þess að þessir rauð- skinnar báru þig á öxlum sér af fögnuði yfir þínum ellefu börnum, sem af tilviljun eru einnig mín. Ég kem með ,þér. Þótt þau tefðust við að vaða á og vegna þess hvað stígurinn var þröngur, tók ferðin samt innan við klukkustund. 1 rauninni var þetta ekki annað en snertispölur og börnin höfðu með mestu ánægju lagt í þessa gönguför. Nú komu nokkrar kofarústir í ljós, leifarnar af því, sem hinir ógæfusömu nýlendubúar Champlains höfðu um það bil fimmtíu árum fyrr. Þær voru yfirgefnar, en ennþá stóðu nokkrar undir trjánum í stóru rjóðri, í brekku, sem hallaði niður að kór- alrauðri strönd. En það var langt frá því, að þessi strönd byði upp á sama skjól og þau höfðu séð hinum megin við skagann, aðeins nokkrum milum í burtu, því þessi strandlengja var með klettum og skerjum, sem brimið gnauðaði stöðugt við. öll véttindi ásJcilin — Opera Mundi, París. 25. tbi. VHCAN 49

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.