Vikan


Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 15
Með mér var piltur, sem ég hef ævinlega talið bezta vin minn, en þegar við komum að læknum var hann búinn að brjóta upp bakkann öðrum megin, og brúin rétt hékk uppi. Þarna fórum við yfir; ég man ekki hvort við geng- um yfir brúna, en ég held það, og ég bendi vini mín- um á þetta, og minnist eitthvað á að margt hafi nú breytzt síðan við vor- um börn. Svo vorum við allt í einu orðin börn, og lékum okkur þarna við lækinn ásamt systur minni og bróður hans, sem bæði eru yngri en við, og vorum við öll að hoppa yfir lækinn fram og aftur. Svo vorum við tvö orð- in jafngömul (eða öliu eldri en við erum nú) og vorum að tala saman og gantast þar sem við lágum í grasinu. Hin voru ennþá smákrakkar og fleiri syst- kini mín voru þarna að leika sér. Við tvö vorum eitthvað að fíflast, og vor- um að reka út úr okkur tunguna framan í hvort annað. Allt í einu kyssti hann mig. Við lágum þétt upp að hvort öðru, og fyrst vissi ég ekki almennilega hvort ég ætti að verða vond eða hvort ég ætti að svara í sömu mynt: valdi svo síðari kostinn. Við héldum svo áfram að kvss- ast og færðum okkur enn nær hvort öðru, en hann vildi ekki taka utan um mig og mér sárnaði það svolítið, þótt ég hafi vitað að það væri til þess að krakkarnir tækiu ekki ef+- ir neinu. Ekki man ég meira af draumnum. Svo langar mig að vi*a hvort það sé gott eða vont að dreyma nafnið Linda? Fyrir nokkru dreymdi mig líka annan draum: Mér fannst ég vera karlmaður, einna helzt hermaður og að ég væri dáin. Allt í einu var það ekki ég sem var dáin, heldur stúlka sem var með mér í skóla í vetur og heitir Þ., en ég var áfram hermaður. Með fyrirfram þakklæti. ASÓ. Þar sem mér þykir draumurinn heldur athygl- isverður, ré'ði ég það af aö birta hann í ölium aðal- atriðum. Eftir þessum draumi að dæma, má segja, að það sem eftir er af Iífi þínu, verður dans á rósum. En ég þykist vita, að þú hafir mikinn áhuga á að vita, hvort eitthvað verður meira á milli þín og vinar þíns: Svo verður ekki, en þið munuð bæði varða ákaflega heppin í ástum — ég held mér sé óliætt að segja, að þið munuð alctrei svo mikið sem kyssast. Þú munt fljót- lega verða fyrir óvæntu happi — ef þú ert nógu séð, sem ég held að þú sért. Að dreyma manna- og kvennanöl'n hefur ákaf- lega misjafnar þýðingar, alveg eftir því hvaða nafn um ræðir. Nafnið Linda er yfirleitt heldur neikvætt, en ætti þó ekki að boða þér neina verulega óham- ingju. Draumur þinn um her- manninn og dauðsföllin er ykkur báðum, þér og Þ., fyrir langlífi, auðlegð og hamingju. SVAR TIL G.M.: Þetta er nokkuð merki- legur draumur, og ég vil ráða liann þannig, að þarna sé ævi þín öll kom- in. Og þá er jafngott fyrir þig að gera þér strax grein fyrir því, að lífið er eng- inn leikur. En ýmislegt finnst mér benda til þess, að þú verðir mjög ham- ingjusöm inn í milli, og „þolinmæðin þrautir vinn- ur allar“. Það er rétt hjá þér. að eitthvað samband virðist á milli þessara að- ila sem þú talar um, en það er mjög óljóst; helzt virðist mér það vera fyri- einhverri samkeppni í ást- um eða þá táldrægni. Hvað veraldleg gæði snertir þarft þú ábyggilega aldr- ei að kvarta yfir neinu, og ef til vill er ekkert að marka þennan draum. ‘N H3I Electrolux KÆIISKÁPAR 9 STÆRÐIR FRYSTISKÁPAR 2 STÆRÐIR FRYSTIKYSTUR 2 STÆRÐIR B3 Electrolux Electrolux MEST SELDA RYKSUGA í EVRÓPU - VERÐ KR. 5.886,oo Vörumarkaðurinn hl. r Armúla 1A - SlMI 81680 31. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.