Vikan


Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 24

Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 24
AB SITJA OG STANDA I Það er ekki af fordild einni að mikil áherzla er lögð á bað við þær stúlkur, sem gerast sýningarstúlkur að þær læri að ganga, standa og sitja rétt. Slæm líkamsstelling hefur áhrif á alla líðan manna. Blóðstreymi, öndun og melting getur orðið fyrir truflunum verði líkaminn oft og til langframa í röngum stellingum og hætt er við bak og fótaverkjum. Til að finna réttu líkamsstöðxma er gott ráð að standa með bakið fast upp að vegg allt frá hælum upp í hnakka, án þess þó að reigja höfuðið. Lyftið brjóstkassanum og athugið að aðeins lítill hluti mjó- baksins kemst ekki að veggnum. Gangið nú hægt burt frá veggn- um í þessari stöðu án þess þó að halda öxlum og handleggjum stífum. Þetta virðist erfitt og óeðlilegt í byrjun en vöðvarnir venj- ast á þetta með æfingunni og stellingin virðist þægileg og góð. Og gamla ráðið, að ganga með væna bók á höfðinu, er enn í fullu gildi. Sé staðan röng toliir bókin ekki lengi. Til eru líka margskonar létt- ar líkamsæfingar, sem styrkja líkamann svo betra sé að halda góðri reisn. — Það er engin skömm að verða gamall, segir Eileen Ford, sú sem hefur haft ábyrgð og afskipti af sýningarstúlkum um árabil, — en það er engin ástæða til þess að hreyfa sig eins og örvasa gam- almenni löngu áður en maður verður það. Athugið til dæmis hvernig margir ganga upp stiga, jafnvel nokkrar tröppur, með höfuðið nið- ur á bringu, eins og rýna þurfi á hvert þrep og halda dauðahaldi í handriðið. Það er bæði skemmtilegra og léttara, að ganga upp- réttur og stiðja lauslega á handriðið, það er engin ástæða til þess að æfa spretthlaup í stigum, en að ganga þá léttilega er ekki mik- ill vandi. Sama má segja, þegar farið er niður stiga, það er ekki nema æfingaratriði að ganga niður án þess að horfa á hverja tröppu, látið hæl fótarins, sem fram stígur, um að finna hvar trapp- an er með því að færa fótinn niður með tröpppunni, sem staðið er á og svo koll af kolli. Það er líka mikilvægt að sitja rétt og fallega. Venjið ykkur á að sitja upp við bak. stólsins, en ekki á brún hans, lyfta upp brjóst- kassanum, draga magann inn og gæta þess að þungi líkamans komi á mjaðmagrindina en ekki á neðstu liði hryggjarins. Hlammið ykk- ur ekki í stólinn og heykist ekki niður í hann eins og þið munuð aldrei meir hafa krafta til þess að rísa upp. Bezt er að ganga svo nærri stólnum að hægt sé að finna fyrir sætinu við fótlegg sér. Hafið annan fótinn aðeins framar hinum, beygið ykkur í hnjálið- um, en haldið bakinu beinu. Setjist nú mjúklega niður með fæt- ur saman, hallið hnjánum aðeins til hliðar, hafið ökkla saman en annan fótinn aðeins framar á gólfinu. Ef þið sitjið með krosslagða fætur, skuluð þið krossleggja fast ofan við hnéð og og sjá til þess að tærnar á fætinum, sem ofar er haldist sem næst ristinni á hin- um fætinum. Þið sýnist grennri, ef þið látið handlegginga koma aðeins frá líkamanum en haldið þeim ekki rígfast að hliðunum. Þegar risið er upp úr stól er þess gætt að þungi líkamans hvíli á fætinum, sem aftar er á gólfinu, færið ykkur framar í stólinn og standið upp með því að lúta aðeins áfram, án þess þó að beygja bakið. Þetta hljómar ef til vill sem hrein þraut, en reynið og æf- ingin skapar meistarann. Þetta eru glefsur úr ráðleggingum Eileen Ford. 24 VIKAN 31-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.