Vikan


Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 22
Jii: Kosningaúrslit í höfuðstað Norðurlands undanfarna ára- tugi eru merkileg heimild um aðdraganda og atburði í ís- lenzkri stjórnmálasögu. Jafn- aðarmaðurinn Erlingur Frið- jónsson var kjörinn þingmað- ur Akureyringa 1027, og virt- ist þróun verkalýðshreyfing- arinnar ætla að verða söm þar og í Ilafnarfirði og á Isa- firði og Seyðisfirði. Þá kom til klofningur Alþýðuflokksins, er gerbreytti viðhorfunum í þéttbýlinu við Eyjafjörð. Er- lingur féll við lítinn orðstír 1931, og Alþýðuflokkurinn átti jafnan eftir það lítið f.ylgi á Akureyri, unz Friðjón Skarphéðinsson og Bragi Sig- urjónsson völdust til forustu. líinar Olgeirsson bauð sig fram á Akureyri 1931 fyrir kommúnistaflokkinn nýstofn- aðan og átti að fagna ein- stökum vinsældum í fæðing- arbæ sínum. Jók hann fvlgi sitt úr 434 atkvæðum 1931 í 522 árið 1933 og 649 1934 og reyndist Guðbrandi fsberg sýslumanni hættulegur keppi- nautur um þingsætið. Þá var Einar kallaður af samherjum sínum til baráttunnar í höf- uðborginni með frægum ár- angri, en eftinnaður hans á Akureyri varð Steingrímur Aðalsteinsson verkamaður, síðar bifreiðarstjóri í Reykja- vík. IJélzt honum vel á fvlgi Einars 1937 og varð svo lands- kjörinn þingmaður Sósíalista- flokksins í fyná kosningunum 1942. Jók hann atkvæðamagn sitt drjúgum í seinni kosn- ingunum 1942 og enn 1946, en hamingjan sneri við honum baki 1949. Þó var hann lands- kjörinn þangað til 1953, er hann vék af alþingi heillum horfinn. Björn Jónsson valdist svo til framboðs fyrir Alþýðu- bandalagið á Akureyri við kosningarnar 1956 og vann á svipstundu upp það, sem Steingrímur hafði tapað. Var sú frammistaða harla athvgl- isverð, þar eð Friðjón Skarp- héðinsson og Jónas Rafnar kepptu svo hart um þinv- mennskuna, að Björns gætti lítt í átökunum. Hann kom á óvart og hreppti þegar upp- bótarþingsæti. Björn Jónsson fæddist 3. september 1916 á JTIfsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hann komst í menntaskólann á Akureyri fátækur sveinn og varð stúdent 1936, en réðst ekki í háskólanám vegna fjárskorts og gerðist verka- maður í höfuðstað Norður- lands. Var hann svo starfs- maður verkalýðsfélaganna á Akurevri 1946—1949 og aftur 1952—1955, en jafnframt rit- stjóri vikublaðsins Verka- mannsins 1952—1956. Björn hefur lengi verið formaður verkalýðsfélagsins á Akureyri og átt sæti í stjórn Alþýðu- sambands Norðurlands frá stofnun þess 1947, en í stjórn Alþýðusambands íslands frá 1954. Ilann er varaformaður V erkamannasambands Is- lands frá stofnun þess 1964 og var einnig kjörinn varafor- maður Alþýðusambands ís- lands í fyrra. Björn var bæj- arfulltrúi á Akureyri 1954— 1962 og bæjarráðsmaður 1958 —1962. Hann hefur og starfað í ýmsum nefndum og ráðum sem fulltrúi Sósíalistaflokks- ins, Alþýðubandalagsins og Alþýðusambandsins. Sósíalistaflokkurinn var í sárum á Akureyri eftir kosn- ingaósigurinn 1953. Björn Jónsson hafði því allt að vinna, þegar hann valdist þar til framboðs á vegum Alþýðu- bandalagsins 1956. Honum vegnaði ágætlega í orrahríð- inni eins og fyrr greinir, fékk 829 atkvæði og varð lands- kjörinn þingmaður. Atkvæð- um Björns fækkaði dálítið í fyrri kosningunum 1959, en hann varð eigi að síður lands- kjörinn öðru sinni. Kom eng- inn til álita að keppa við Björn um forustu Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra eftir að kosn- ingalögunum hafði verið breytt sumarið 1959. Hann skipaði efsta sæti listans í kosningunum um haustið, hlaut 1373 atkvæði og varð fimmti þingmaður kjördæm- isins. Fylgi Björns jókst að mun 1963, og reyndist hann öruggur að halda þing- mennskunni. Ósamkomulagið í herbúðum Alþýðubanda- lagsins sagði hins vegar til sín nyrðra 1967, og Björn tapaði atkvæðum, þó að hann væri endurkjörinn með nokkrum yfirburðum. Eigi að síður mun fylgisaukning Alþýðu- flokksins í kjördæminu valda 22 VIKAN »•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.