Vikan


Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 36

Vikan - 31.07.1969, Blaðsíða 36
ÁQÚST HEFTIÐ BR KOMIÐ / \ MESTA REIM- LEIKASETUR ENGLANDS Grein um fyrirbærin í Borely og skriftina á veggnum þar. L / A ÞEIR SEM HAFA PENINGA KAUPA Sagt frá íslenzkum kaupmönnum um aldamótin. V y r-------------------------------------^ SIHANOUK: PRINSINN Á JAFNVÆGIS- LÍNUNNI ^___________________________________—■' ------------------------------ N ÚRVALSBÓKIN: AÐ GEFAST ALDREI UPP Frásögn krabbameinssjúklings. ______________________________________' r S VERÐUM AÐ FINNA UPP GERVI- HJARTA L__________J en lesendur geta skoðað hann í gegnum glerið á skýlinu hans á Hallaerisplaninu -—• einhvern tíma í góða veðrinu. Á móts við nýju tollvöru- geymsluna rakst ég á gamlan mann, sem var að sópa göturnar ásamt starfsbróður sínum. Hvor- ugur þeirra vildi í rauninni tala nokkuð við mig, en þegar ég var búinn að elta þá út að Hafnar- búðum, var ég búinn að fá eitt og annað út úr þeim eldri. Hann heitir Sessilíus Guðmundsson, og er frá Stokkseyri; fæddist þar árið 1885, en kom til höfuðborg- arinnar árið 1913, og er búinn að vera við höfnina síðan; allt- af að hreinsa sama svæðið í 54 ár. „Maður var alls staðar að flækjast," sagði hann þegar ég spurði hann hvers vegna hann hefði komið til Reykjavíkur. „Eg var fyrst í Grindavík, og reri þaðan á opnu skipi. Seinna var ég á skútu frá Reykjavík, en eins og ég segi, þá hef ég verið að vinna við höfnina síðan fram- kvæmdir við hana hófust. Mað- ur varð að vera ánægður með það sem maður hafði, það var ekki um neitt að velja.“ „En hvað gerirðu þá í frí- stundum?" spurði ég. „Hvað gera menn á mínum aldri í frístundum? Maður horf- ir á sjónvarp og hlustar á út- varp, ef maður er ekki steinsof- andi uppi í rúmi.“ Úti á Ingólfsgarði hitti ég hafnarverkamann sem stóð þar og hélt í snúru sem strengd var yfir garðinn. „Ég er að passa bílana sem vilja vera að þvæl- ast hér yfir,“ sagði hann. „Það er verið að afferma timburflutn- ingaskip þarna, og það getur verið hættulegt fyrir fólk að vera þar í kring- Öryggið hér við höfnina er ekki upp á marga fiska. Annars líkar mér vel hér, ég er búinn að vera hér í 13 eða 14 ár — síðan ég flutti frá Akur- eyri í bæinn. Ja, ég reikna nú aðallega með að það hafi verið drengjanna vegna sem maður var að rifa sig upp; strákar vilja alltaf vera þar sem mest er um að vera. Mér er svo sem alveg sama hvar ég er, þetta er alls staðar svipað, og það er alltaf nóg að gera fyrir menn sem ganga í hvað sem er. Jú, ég var á sjónum í 13 ár, en lítið í sigl- ingum. Ég held ég hafi siglt tvisvar eða þrisvar, og það var ágætt. Nú er þetta miklu losara- legra, þessar utanferðir á ég við. Menn halda ekki eins mikið hóp- inn núna. Þessir ungu menn vilja ráða sér meira sjálfir. — Þetta eru allt prýðisdreng- ir samt sem áður, og þessi læti í þeim, þessar stúdentaóeirðir og þess háttar, ég held að þetta sé bara ungæðisháttur, og eins og ungt fólk er. Þó það sé erfitt að bera það saman, þá held ég að það hafi ekkert verið betra þegar ég var ungur. En ég er ekkert hrifinn af því að maður sé að beita valdi til að koma skoðunum sínum á framfæri. Það hlýtur að vera til einhver önnur leið.“ Þegar þarna var komið, þurfti Jóhannes Guðjónsson að stöðva bíl sem vildi keyra eftir garðin- um, og ég notaði tækifærið og. kvaddi, því ég hafði nú komið auga á hóp sjóliða af frönsku skipi, sem lá við varðbátabryggj- una. Það var kafbátastútarinn „Commandante Bourdais", skírt í höfuðið á löngu sáluðum frönskum kommandant, sem meðal annars tók þátt í Krím- stríðinu; en það sem mér finnst merkilegast við þennan Bourdais, er að hann fæddist í Bretagne, þar sem hamagangur er mikill núna. Það var líka hamagangur í kringum kommandantinn; hann endaði líf sitt götugur eft- ir stóra fallbyssukúlu. Við landganginn á skipinu, sem á friðartímum er frönskum togurum á íslands og Græn- landsmiðum til aðstoðar, stóð vopnaður soldáti, og horfði ein- beittur fram fyrir sig. Við hlið hans var skilti sem á stóð „Skip- ið til sýnis kl' 14—17“. Klukkan var hálf sautján, svo hver fór að verða síðastur. Samt varð ég að bíða í 5 eða 10 mínútur áður en mér var hleypt um borð, þar sem fransararnir vildu ekki fara með minna en 8 eða 10 manns í einu. Svo var lagt af stað í könnun- arferð um skipið. Leiðsögumað- urinn talaði frönsku og ekkert annað en frönsku, svo meirihlut- inn af því sem hann sagði fór inn um annað eyrað og út um hitt — og þaðan í sjóinn. En hausinn á manni var allur á iði, því manntetrið hamaðist við að pota og pata í allar áttir, og tal- 36 VIKAN 31-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.