Vikan


Vikan - 19.02.1970, Page 8

Vikan - 19.02.1970, Page 8
BIBLÍAN RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA BIBLÍAN — RIT HENNAR I MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóða- útgáfu. Myndirnar, sem danska listakon- an Bierte Dietz hefur gert, eru litprentað- ar í Hollandi, en textinn er prentaður hér- Iendis. Magnús Már Lárusson, háskóla- rektor, hefur annazt útgáfuna og ritar inn- gang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýð- inga frá upphafi. — Þetta er vönduð og glæsileg myndabók, sem hefur að geyma nýstárlega túlkun á Heilagri ritningu. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK Dreymdi Vikuna! Kæri draumráðandi! Fyrir nokkru dreymdi mig þennan draum, sem mig langar til þess að biðja þig að ráða. Ég var stödd í ókunnu um- hverfi ásamt vinkonu minni og einhverjum, sem ég vissi ekki þá hverjir voru. Við vorum að flýja eða fela okkur fyrir einhverjum. Við hlupum þarna að húsi, kom- umst þar inn og fórum ótal krókaleiðir þar til við komumst á áfangastaðinn. Ég var síðust og í eitt skiptið urðum við að stökkva niður um gat til þess að komast á hæðina fyrir neðan. í fallinu hélt ég allt í einu á mörg- um pennum, en missti þá þegar ég kom niður, svo að þeir hrukku allir í sundur. Þar sem ég var að flýta mér, gat ég ekki sett þá saman, heldur leitaði að einhverju til að setja þá í. Það var ruslakarfa þarna nærri og í henni voru blöð. Ég tók eitt þeirra og vafði utan um penn- ana. í sama bili kallar vinkona mín og spyr, hvort ég sé ekki að koma. Ég svara „Jú“ og þýt af stað og fyrir horn á þessum gangi og niður stiga, sem þarna var. Það var maður að þvo stig- ann, en ég skipti mér ekkert af honum og stefndi að opnum her- bergisdyrum, því að ég heyrði að félagar mínir voru þar. Það var mjög bjart þarna inni og þegar ég kemst loks inn í her- bergið, er ég alveg að niðurlot- um komin og læt mig falla nið- ur á hjónarúm. í rúminu lágu tveir strákar, annar dökkhærð- ur, en hinn ljóshærður, og voru það þeir, sem með okkur vin- konunum voru, þótt ég hefði ekki séð þá fyrr. Stuttu seinna kemur svo þvottamaðurinn og býður okkur sælgæti, sem við þáðum. Ég veit ekki hvort við erum búin að vera þarna lengi, en allt í einu er ég og sá Ijós- hærði farin að skoða VIKUNA því miður man ég ekki hvaða tölublað það var) og sitjum saman í rúminu og erum í ein- hverjum ástarhugleiðingum. — Hann heldur utan um mig og mér finnst ég vera hrifin af hon- um, en við kunnum ekki við að fara að ,,kela“ þarna að hinum ásjáandi. Þau voru ekkert að draga sig saman að því er virt- ist. Vinkona mín stóð alltaf úti á gólfi. Einhvern tíma varð okk- ur litið út um gluggann og sá- um þá stelpu með hest burðast upp brekku dálítið fjarri. Við hlógum og sögðum, að hún mundi aldrei finna okkur hér. Það var einkennandi fyrir þennan draum, hvað flýtirinn var mikill á öllu. Það skal tekið fram, að ég hef alltaf verið hrifnari af dökkhærðum strák- um en ljóshærðum. Með fyrirfram þökk. E. Atarna var kúnstugur draumur og engan veginn auðveldur við- ureignar. En ekki getur hann táknað neitt illt, fyrst Vikan kemur þarna við sögu! Gaman- laust mundi hann líklega vera fyrir freistingu, sem þú fellur fyrir, og áreiðanlega er hún á sviði ástamála. Þú munt lifa í eins konar feluleik í nokkurn tíma og ekki trúa neinum fyrir leyndarmáli þínu nema vinkonu þinni, sem aðstoðar þig dyggi- lega við laumuspilið og bregzt þér hvergi, eins og hennar var von og vísa. En mögulegt er, að þvottamaðurinn merki, að fyrst þú kemur ekki til móts við ætt- ingja þína og velunnara, þá komi þeir til þín. Og þar sem þvottamaðurinn býður ykkur sælgæti, þá hefur að öllum lík- indum allur óttinn og allt laumuspilið verið ástæðulaust. Svefn í draumi Kæri draumráðandi! Gætir þú veitt mér upplýsing- ar um, hvað svefn táknar í draumi? Mig hefur nokkrum sinnum dreymt, að ég væri sof- andi og þykir það anzi skrítið. Þegar maður hugsar um það, er það meira en lítið kúnstugt að vera sofandi og dreyma að mað- ur sé sofandi! En sem sagt: Spurningin er, hvað táknar svefn í draumi? Með beztu kveðjum og kæru þakklæti fyrir óborganlegar ánægjustundir. S. M. „Það mun vera fyrir lasleika að dreyma sig eða aðra sofandi. Fyrir vonbrigðum er að sofna hjá stúlku og skaða að sofa hjá bróður eða systur. Dreymi gifta konu, að hún sofi í faðmi manns síns, er það fyrir því, að hún fær slæmar fréttir af honum. Öfugt er þetta með manninn. Það er fyrir hörmulegu mótlæti og jafn- vel ævilöngu böli að dreyma sjálfan sig sofandi í kirkjugarði. Dreymi mann að hann veki marga aðra í svefni, er það fyrir því, að hann ber fram eitthvert mál, sem horfir til almennings- heilla.“ — Þessi klausa var tek- in úr ágætri draumráðningabók og höfum við engu við liana að bæta. 8 VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.