Vikan - 18.06.1970, Qupperneq 3
25. tölublaS - 18. júní 1970 - 32. árgangur
VIKAN
I ÞESSARI VIKU
Mikið hefur verið rætt og ritað um það
hvort leyfa eigi minkaeldi hér á landi. Nú
er búið að leyfa það með lögum
og fyrsta minkabúið tekið til starfa að
Lykkju á Kjalarnesi. Blaðamaður og
Ijósmyndari frá Vikunni skruppu þangað
á dögunum . . .
Það hefir verið sagt frá því að
von sé á fyrsta barninu, sem frjóvgað er
í tilraunaglasi, í Bretlandi. Þetta er
ekki rétt. Kona ein i Toronto ól eitt slíkt
barn, en það er sorgleg saga . . .
María Callas varð frægust fyrir söng sinn,
en hún hefir líka verið mikið umtöluð
vegna skaphita og sambandsins
við Onassis skipakóng. Nú er hún að reyna
nýjar leiðir og hefir lokið við að
leika í fyrstu kvikmyndinni, Medeu.
Kvikmyndin hefir fengið misjafna dóma, en
Callas var hin hressasta á frumsýningunni.
I NÆSTU VIKU
Eins og kunnugt er efndi VIKAN til skoðana-
könnunar meðal ungs fólks síðastliðinn
vetur. Við spurðum um allt milli himins og
jarðar, trúmál, siðferði, stjórnmál svo
að fáein dæmi séu nefnd. I næsta blaði birtum
við fyrri hlutann af niðurstöðunum og
væntum þess, að lesendum leiki nokkur
hugur á að vita, hvernig ungt fólk nú á dögum
hugsar og hvaða skoðanir það aðhyllist.
Einnig segjum við frá litlu og skemmtilegu
eyjunni Sark fyrir utan Normandistrendur.
Hún er sannkölluð forngripur. Lénsskipulagið
ríkir þar ennþá, og það er eins og tíminn
hafi staðið kyrr í aldaraðir. Hinir 500 íbúar
verða ennþá að greiða tíund til kvendrottnara
eyjarinnar, en hún stjórnar samkvæmt hefð.
Á síðasta ári voru tvö hundruð ár liðin frá
fæðingu Napóleons Bonaparte, og var þess
minnzt viða um heim. I stjórnarbyltingunni
var Napoleon Jakobíni og munaði litlu að
hann yrði tekinn af lífi. Á þeim árum
kvæntist hann Josephinu Beauharnais. Hún
var ekkja, átti tvö börn frá fyrra hjónabandi,
en þeim Napoleoni varð ekki barna auðið.
Þeirri óhamingju Josephine er lýst i næsta
blaði.
FORSIÐAN Á forsíðunni er Arne Bonden, bústjóri minkabúsins hjá Loðdýr hf.
Vikan heimsótti búið fyrir nokkru og segir frá heimsókninni i máli og myndum á bls.
10—13. (Ljósm. Egill Sigurðsson).
I FULLRI ALVORU
C0NSUM0, ERGO SUM
í Verkfallsverðinum, málgagni verkfallsmanna,
er nýlega farið hörðum orðum um Veröld innan
veggja, sýningu þá hina miklu í Laugardalshöll-
inni sem svo er nefnd. „Sýningar sem þessar,"
sagði Verkfallsvörðurinn, „eru settar á svið til
þess að heilaþvo neytendur og ýta þeim lengra
út á þá blindgötu, sem mætti bera yfirskriftina:
„Ég neyti, þessvegna er ég til."
Eðlilegt er að íslenzkur verkalýður, sem jafn-
vel atvinnurekendur hérlendis viðurkenna að sé
láglaunaður miðað við nágrannalönd, sé miðlungi
hrifinn af glæsisýningum á varningi, sem hann
vegna krappra kjara á lítinn kost að eignast. En
þessutan gefur þróun neysluþjóðfélaganna fullt
tilefni til téðrar umskriftar á spakmæli Descart-
esar: Ég hugsa, því er ég til.
Vörusýningar og annar söluáróður af framleið-
enda hálfu er út af fyrir sig ekki nema sjálfsagður
hlutur, svo fremi neytandinn sé á verði og fær
um að dæma það sem að honum er rétt og ætlast
til að hann gefi fyrir þann pening, er hann inn-
vinnur sér með súrum sveita. Þesskonar árvekni
af neytenda hálfu virðist nú fara í vöxt, og var
ekki seinna vænna. Eitt megineinkenni neyzlu-
þjóðfélaganna undanfarna áratugi hefur verið
yfirþyrmandi söluáróður, hvers aðalinntak hefur
verið að telja neytandanum trú um að hann geti
alls ekki verið án þessarar eða hinnar vörunnar,
skapa sem sagt nýjar þarfir, sem margar mætti
kalla gerviþarfir við nánari athugun. Það eitt er
ekki látið duga að láta neytendur vita af því að
varan sé til og veita um hana hlutlausa fræðslu,
heldur er með útsmognum sálfræðilegum áróðri
markvisst stefnt að því að gera fólk að sljóum
neysluvélum, sem hafa það markmið helzt í líf-
inu að torga sem mestu. Það er meira en mál til
þess komið að neytandinn fari að hugsa sjálf-
stætt og ákveða sjálfur, hverju hann er mataður á.
Bein afleiðing neysluæðisins er mengunin, sem
margir spá að valda muni ragnarökum á jörðu
hér og þykir sá voði nú standa nær dyrum mann-
kynsins en allur annar, þar með taldar helsprengj-
ur stórveldanna. í neyslutryllingi sínum er mað-
urinn kominn langt með að fylla heiminn af
drasli því og óhroða, sem slíku fylgir, og jafn-
vel á fámennu landi eins og okkar verður ekki
svo fjara gengin að ekki sjáist þar plastilát rekið.
Hér er kominn tími til að sporna við fótum — ef
það er ekki þegar um seinan. dþ.
VirVAN Útgeíandi: Hllmlr hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. BlaSamenn: Dagur l>orleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: Hall-
dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: SigrlBur Þor-
vaidsdóttir. — Ritstjóm, augiýsingar, afgreiSsla og
dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf
533. Verð i lausasölu kr. 50,00. ÁskrlftarverB er 475
kr. fyrir 13 tölublöB ársfjórSungslega, 900 kr. fyrir
26 tölublöB misserislega. — ÁskrlftargjaldlS greiBist
fyrlrfram. Gjaidd. eru: Nóv., febrúar, mai og ágúst
25. tbi. VIKAN 3