Vikan


Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 8
MIÐA PREIMTUINI HILMIR HF SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320 Smíðum hilluskilrúm úr öllum viðartegundum. Leitið upplýsinga og fáið tilboð hjá framleiðanda. Sverrir Hallgrímssoi Smíðastofa, Skipholti 35, sími 36938. HILLUSKILRÚM teiknuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, húsgagnaarkitekt. Vanfær skólastúlka Kæri draumráðandi! Ég er fimmtán ára stelpa í gagnfræðaskóla. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu: Mér fannst ég vera ófrísk, ber- sýnilega komin langt á leið, en ég var mjög hamingjusöm, þótt ég vissi, að ég yrði að hætta í skóla eftir prófin í vor. Ég hafði engar áhyggjur af því, þótt mamma gæti ekki séð umkrakk- ann fyrir mig, og ég væri stað- ráðin í að fara í langskólanám. Allt í einu er ég komin upp í skóla. Skólastofan mín er innst á gangi, en ég þurfti að komast út og varð þess vegna að fara eftir ganginum endilöngum. Það var ekki auðhlaupið að því, af því að margir krakkar voru á ganginum og allir í ájflogum. Þar sem ég gekk þarna eftir ganginum, varð skyndilega allt steinhljótt. Krakkarnir hættu að fljúgast á og gláptu öll á mig. En ég bar höfuðið hátt og var alltaf svona undarlega ánægð og hamingjusöm. Bamsfaðir minn var strákur í öðrum bekk. Eg þekki hann ekkert, bara rétt kannast við hann. Við vildum hvorugt með hitt hafa í draumnum, en þrátt fyrir það lögðu allir að mér að koma honum ekki undan skyld- um sínum og vildu að við fær- um að búa. En ég sagðist held- ur vilja standa ein uppi með barnið, en að búa með manni, sem mér þætti ekki vænt um. Draumurinn varð ekki lengri, en hann var mjög skýr. Eg hef heyrt, að það sé fyrir ógæfu að dreyma barn sem fæðist utan hjónabands, en barnið fæddist ekki í draumnum. Með fyrirfram þökk, Þ.K. Það er rétt, að margir telja að það sé slæmur fyrirboði að dreyma að maður eignist barn utan hjónabands. En ekki mundi það eiga við þinn draum. Þessi draumur er áreiðanlega frekar hagstæður en hitt. Að okkar dómi táknar hann vaxandi sjálfs- traust þitt og bendir tii þess, að þú munir auka virðingu þína óg álit meðal jafnaldra þinna. Þetta þarf alls ekki að vera á sviði ástar eða hjónabands, hvað þá barneigna. Líklegast er, að draumurinn sé fyrir velgengni á listrænu sviði, sem þú hefur lengi haft áhuga á. Jólakort á kosningadaginn Kæri Vika mín! Ég ætla að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, en þeir eru á þessa leið: Maðurinn minn og eldri dótt- ir okkar voru úti á svelli í bæn- um, sem við áttum heima í til skamms tíma. Mér fannst svell- ið vera svo slétt og fallegt, að ég sendi einhvern krakka heim eftir skautunum mínum. Hann kom með þá, og ég fór á skaut- ana og skautaði með dóttur mína í fanginu. Allt í einu sá ég eitt húsgagnið úr íbúðinni okk- ar vera komið út á svell. Ég varð undrandi og ætlaði að fara að spyrja um þetta, þegar stelpa kom með jólakort til okkar frá vinum okkar. Við urðum mjög hissa, því að þetta var ekki á jólunum, heldur á kosningadag- inn! Svo vaknaði ég. Seinni draum- urinn var svona: Mig dreymdi, að ég fengi bréf frá tengdamóður minni. Ég opn- aði það og fyrstu orðin voru svona: „Kærkomna D....“ Þeg- ar ég las áfram, var hún að biðja mig að koma til sín, því að enginn gæti hjúkrað henni nema ég, en hún væri svo veik. Ég vildi fegin fara, en komst ekki. Svo vaknaði ég við það, að ég var að hugsa um, hvort ég gæti hvergi fengið hesta til að komast til hennar. Bless og með fyrirfram þökk, Deitla. Fyrri draum|urinn mundi vera fyrir einhverjum vonbrigðum vegna breyttra affstæðna. Ef til vill hefur þú bundiff of miklar vonir viff flutningana, eða aff minnsta kosti haldiff, aff öffru- vísi yrffi umhorfs á nýja staffn- um en raunin varff. Þaff mun taka þig nokkurn tíma aff sam- lagast nýjum staffháttum, en lík- lega gengur allt betur hjá þér síffar meir. Samkvæmt síðari draumnum mun einhver nákom- inn ættingi leita á náffir þínar í nauffum sínum, en þér mun því miffur ekki veitast tækifæri til aff hjálpa honum, þótt þú vildir fegin gera þaff. 8 VIKAN 25. tbl. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.