Vikan - 18.06.1970, Síða 5
# vísur vikunnar
Heimsins voldugu herrar
hyggja sem fyrr á stríð.
Arabar eygja í sigti
ísraels hrjáðan lýð.
í mannúð og allri mildi
er mörgum sem yfirsést
Allah og Jehova eru
á öndverðum meiði um flest.
Þungbúnir fjandaflokkar
föndra við stál og blý
biðandi þess að berjast
þó báðir tapi á því.
Rex Harrison ekki af baki dottinn
Batnandi manni er bezt að lifa
Það er ýmist sagt að hann
standi í skilnaðarmáli, eða það
er dregið til baka; enginn veit
það sanna í málinu. Rex Harri-
son kvæntist Rachel Roberts fyr-
ir átta árum. — Við búum sam-
an í dásamlega stormasömu
hjónabandi, sagði Rex nokkru
eftir brúðkaupið. Þetta er hans
fjórða og hennar þriðja hjóna-
band.
Rex virðist hafa haldið storm-
inn út í átta ár, en nú er sagt að
þau hjón séu að skilja og ástæð-
an fyrir því sé hin þrjátíu og
þriggja ára gamla Elizabeth
Harris, aðalsmannsdóttir og enn-
þá eiginkona leikarans Richard
Harris.
Frú Rachel neitar því alger-
lega að um skilnað sé að ræða.
— Ég dái og elska Rex, segir hún.
— Ég hefi ekkert á móti því að
hann eigi vinkonur, til dæmis
hefi ég ekkert á móti Elizabeth
Harris!
Rex, sem er orðinn sextíu og
tveggja ára, segir: — Ég skil
ekki konu mína. Það er bezt að
• Eiginkona, sem hefur stjórn
á skapi sínu, hefur í flestum til-
fellum fullkomna stjórn á mann-
aumingjanum sínum.
• Þótt kvenfólkið sé sjaldan
handsterkt tekst því samt alltaf
einhvern veginn að skrúfa lokið
þannig á niðursuðuglasið, að
hver meðalsterkur karlmaður sé
minnst 20 mínútur að ná því af.
• Rannsóknir hafa sýnt, að
menn eru skapverstir, rétt áður
en kallað er til máltíða. Á hinn
bóginn eru menn aldrei bónbetri
en þegar þeir eru nýbúnir að
borða.
• Karlmenn vita venjulega,
hvenœr þeir eru ókurteisir, en
kvenfólk veit það aldrei.
segja söguna eins og hún er, við
búum alls ekki lengur saman!
Hvar þetta endar er ennþá ó-
ráðin gáta ... -fc
Albert Zubrinski heitir kaup-
maður nokkur í Los Angeles.
Hann hefur verið í þungu skapi
að undanförnu og hefur vissu-
lega ástæðu til þess.
Bófar heimsóttu hann nýlega,
rændu af honum 900 dollurum
og kvöddu með þessum kulda-
legu orðum:
— Þetta er hreint engin um-
setning hjá þér, góði.
Viku seinna komu þeir aftur
og fundu þá 4500 dollara, sem
þeir hirtu auðvitað, en létu þessi
orð fylgja með:
— Þetta er að koma hjá þér,
góði.
Afkvæmi Ijónynju og hlébarða
í dýragarðinum Hansin-Park-
Zoo, sem er á milli Osaka og
Kope, hefir nýlega tekizt að fá
afkvæmi ljónynju og hlébarða,
og eru hvolparnir nefndir „Leo-
pon“, sem er tekið af ensku orð-
unum leopard og lioness.
Hinir stoltu foreldrar eru
„Sonoko“, móðirin, sem vegur
135 kg, og er nokkuð þungbyggð,
miðað við föðurinn „Kaneo“, sem
vegur aðeins 32 kg. Forstjóri
dýragarðsins hafði ekki svo mikl-
ar áhyggjur af stærðarmun dýr-
anna, heldur skapferli rándýr-
anna, sem gat boðið upp á nokkra
hættu. En með hormónasprautum
var hægt að koma á vinsamleg-
um samskiptum, svo að nú eru
þrír hvolpar þarna, sem í raun
og veru eru ný dýrategund.
Hvolparnir eru undir ströngu eft-
irliti og virðast dafna vel.
☆
25. tw. VIKAN 5