Vikan


Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 7
Svar til „einnar örvæntingarfullrar“ Mjög sennilega reynist ótti þinn á rökum reistur, eins og þú ættir nú að vera búin að kom- ast að. Ef það kemur ekki fram á þann hátt, muntu eiga, engu að síður, í einhverjum erfið- leikum og þá sennilegast í sam- bandi við þessa menn — heldur þó hann sem átti afmælisdag- inn. Vilja til sjós Elsku Póstur! Við erum hérna tvær stelpur á Akureyri sem langar mjög mikið til að vita í hverju messa- starf á skipi er fólgið og hvort aðeins strákar séu ráðnir sem messar. Einnig hvaða menntun skipsþernur þurfi að hafa, og hvort einhver aldurstakmörk gildi varðandi þessi störf. Tvær með útþrá. P.S. Hvernig er skriftin? Messarnir vinna einkum aðstoð- arstörf í eldhúsi, borðstofum og fleira af því tagi. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að stúlk- ur komist í þessi störf, að minnsta kosti ræður Skipaútgerð ríkisins á skip sín vikastúlkur, sem gegna svo að segja sömu störfum og messadrengir. Engr- ar sérstakrar menntunar er kraf- izt til messastarfa eða til hins að verða skipsþerna, en stúlkur geta í hvorugt komizt fyrr en þær eru orðnar átján ára. Skriftin er ósköp snotur. Ásgerður á plötu Kæri Póstur! Ég sá hjá þér um daginn bréf þar sem var spurt hvort hún Ás- gerður Flosadóttir ætti ekki að syngja „Það var sólskin þann dag“ inn á plötu og þú svaraðir því til að ekkert slíkt væri í bí- gerð. Þar hafðir þú rangt fyrir þér, því sú plata er einmitt á leið- inni — og hinum megin er „Friður á jörðu“ (Give Peace a Chance), flutt af þeim Axel Einarssyni í Tilveru, Jónasi Jónssyni sem var í Náttúru, Pétri Kristjánssyni í Náttúru (áður í Pops), Birgi Hrafnssyni í Ævintýri, Sveini Guðjónssyni sem var í Roof Tops og Sævari Árnasyni í Pops. Það er ný hljómplötuútgáfa sem ætlar að gefa þetta út. Fyrirgefðu ónæðið. Valdi. Ekkert að fyrirgefa, við þökk- um upplýsingarnar og biðjum forláts á að hafa ekki orðið okk- ur úti um þennan fróðleik fyrr. Opið bréf til ráðherra þjóðskrár Vikalipra Vika. Viltu vera svo vinsamleg að flytja Magnúsi Jónssyni, ráð- herra Þjóðskrár, eftirfarandi orðsendingu: Fyrir rúmu ári birti Árelíus Níelsson, klárkur, fréttir í Tím- anum af mótmælum mínum gegn skjalafalsi ríkisvaldsins á mér í Þjóðskrá og kirkjubók. í þeim segir hann að á miðanum, sem ég fékk þér þá í Lang- holtskirkju, hafi staðið: „Getur Jósef trésmiður fengið vinnu?“ Vilt þú, ráðherra, votta á sama vettvangi (þ. e. í Tímanum) að þessi frétt Árelíuss sé lýgi, og birta vísuna, sem á miðanum stóð, því til staðfestu. Helgi Hóseasson. Til skýringar skal þess getið að orðið „klárkur“ er nýyrði Helga Hóseassonar á embættistitli kirkjunnar þjóna. Svar til „þriggja forvitinna úti á landi“ 1. Rithöndin ber vott um nokkurt yfirlæti, en jafnframt öryggisleysi. 2. Gefur til kynna reglusemi og snyrtimennsku. 3. Ber vott um dugnað, skýra hugsun og sjálfsöryggi. Á í stríði Kæri Póstur! Ég á í stríði við vandamál sem mér er ómögulegt að leysa. Það er þannig að ég er skotinn í stelpu, en hún er þremur árum eldri en ég. Ég er ekki beint bú- inn að sýna henni ástarhug minn til hennar. É'g vona að þú birtir þetta bréf mitt, Póstur minn. Einn í vandræðum. P.S. Hvernig er skriftin mið- að við fimmtán ára aldur? Það mun ekki ýkja algengt að átján ára dömur festi mikla elsku á fimmtán ára drengjum, sem veniulega eru mestu roll- ingar í þeirra augum. Almennt séð sjáum við ekki fram á að þú hafir mikinn séns í bráðina. En ef þér finnst þetta skipta miklu máli. ættirðu ekki að Iáta drag- ast úr hömlu að gera eitthvað í málinu; meðnn svo stendur að þú ert ekki „beint búinn að sýna benni ástarhug þinn“ og veizt því ekkert um hennar hug, þá er erfitt fyrir utanaðkomandi nðila eins og okkur að gefa þér nokkur ákveðin ráð. Skriftin er heldur klén. jafn- vel þótt ekki sé miðað við nema fimmtán ára aldur. pourii* "UI.¥TB ‘‘"•AUtm* ÞOlYTíX PDLYTEX býður yður glæsilegt litaúrval. Fegr- _ ið heimili yðar með Polytex plast- Wj ^ málningu úti og inni. vorifi er timi nýrrá lita jSflSl EFNAVERKSMIÐIAN SJÖFN Þér soarifl meO áskrilt VIKAN Skipholti 33 - sími 35320 25. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.