Vikan - 18.06.1970, Qupperneq 15
bezti drengur! Það er þetta
sama viðkvæði, sem maður
heyrir hjá öllum foreldrum í
landinu. Og þau meina þetta,
öll. f öllum réttarsölum lands-
ins standa þessir aumingja rugl-
uðu foreldrar og stara á mála-
færslumennina sína — þegar
börnin þeirra eru dæmd fyrir
morð, ofbeldi, þjófnað og nauðg-
un — og muldra: „En hann er
svo góður drengur, ég þekki
drenginn minn, hann hefur allt-
af verið svo góður drengur.. . .“
— Hættu nú þessu, sagði hún.
Mér kemur ekki við hvað
aðrir segja. Eg þekki drenginn
minn . .
— Og hvenær hann fer í hátt-
inn og hvernig hann endasend-
ist um allt í þessum gamla bíl-
skrjóð, sem hann hefur keypt
sér. Hvar heldurðu að hann hafi
fengið peningana fyrir hann?
Og alla hina peningana sem
hann eys út?
Hún var seinmælt þegar hún
svaraði: — Þrjú síðustu sumar-
leyfin sín hefur hann verið að-
stoðar-umsjónarmaður á barna-
heimilum; hann hefur haft gott
upp úr því og verið sparsamur.
Og nú er skólanum lokið hjá
honum og hann á að fara í her-
inn, og þess vegna er hann laus
og liðugur í sumar og skemmtir
sér með vinum sínum — fyrsta
sumarið sem hann er í borginni
sem uppkominn maður. Hann er
kornungur og þarf að fá að leika
sér. Það er ekkert athugavert
við það.
— Og þessir nýju vinir hans?
— Það verður ekki nema um
stundarsakir. Hann jafnar sig
aftur þegar hann hefur hlaupið
af sér hornin.
En allir þessir peningar,
sem hann eyðir. Peningarnir
fyrir bílinn? hélt Paul áfram.
Hvað er þetta? Hann kost-
að ekki nema 150 dollara. Og
það voru hans eigin peningar.
Paul leit á klukkuna. Hann
var að verða of seinn.
— Ég ætla að skreppa upp og
gæta að því.
— Gæta að hverju?
-- Sparisjóðsbókinni hans.
Dökkur roði kom fram í kinn-
ar henni. — Ertu viss um að þú
iðrist ekki eftir það?
—- Já, ég er viss um það.
Hún stóð grafkyrr og horfði
á hann stórum, bláum augum —•
sperrti þau upp svo að tárin
kæmu síður fram.
Hann hljóp upp stigann og inn
í herbergi sonar síns, sem var
hreinlegt og íburðarlaust, eins
og unglingaherbergi eiga að
vera. Hann gekk að kommóð-
unni og fór að leita í skúffun-
um. Bókin ætti að vera auðfund-
in, og hann var vanur svona
leitum. Hann fann sparisjóðs-
bókina og sá að þar var 1300
dollara innstæða. Ekki hafði eitt
cent verið tekið út allt sumar-
ið. Að vísu fékk strákurinn vasa-
peninga vikulega, en alls ekki
eins mikla og hann gæti eytt
eins og hann hafði gert í sum-
ar. Nú heyrði hann fótatak Bill-
ys í stiganum, en flýtti sér ekki
að fela bókina. Ef ég hnýsist í
fórur sonar míns, hugsaði hann
með sér, vil ég að hann sjái það.
Nú kom Billy þjótandi inn í
herbergið.
— Daginn, pabbi! sagði hann.
— Meiri hitinn í dag.
— Daginn, sagði Paul Matt-
hew.
— Ég ætla að fá mér steypu,
sagði Billy. — Tennis í dag og
áríðandi stefnumót í kvöld. Svo
þagnaði hann allt í einu og
starði á föður sinn. — Hvað ertu
með þarna?
— Sparisjóðsbókina þína.
Hikandi og tortrygginn sagði
pilturinn: — En . . . hvað ertu
að gera við hana?
— Hvaðan hefurðu peninga?
spurði Matthew. — Peningana
sem þú sólundar eins og skít?
Billy roðnaði og varð vand-
ræðalegur og tvísteig. — Ég hef
grætt þá.
— Grætt þá? Hvar og
hvernig?
— Á veðhiaupabrautinni.
— Jæja, ertu orðinn svona
fullorðinn? Þú veizt að þú hefur
ekki aldur til að veðja á hesta
— það er ólöglegt.
— En maður má koma á
brokkarabrautina. Við vorum
margir saman og sumir okkar
eru orðnir tuttugu og eins; það
voru þeir sem veðjuðu fyrir
okkur. Og ég var heppinn. Það
er allt og sumt.
— Hve mikið heppinn?
— 350 dollara.
— Og það eru peningarnir,
sem þú hefur verið að eyða?
spurði Paul Matthew og leit aft-
ur í bókina.
— Já.
- Hvers vegna sagðir þú
okkur ekki frá því? Mér eða
henni mömmu þinni?
Billy varð niðurlútur. — Ég
— ég var hræddur um að ykkur
mundi mislíka það.
-— Já, vertu viss um að okkur
hefði gert það.
— En mér datt heldur ekki í
hug, að þú mundir hnýsast í
sparisjóðsbókina mína.
— Því ræð ég sjálfur. Hef-
urðu nú sagt mér satt, Billy?
— Þú gerir mér rangt til,
pabbi. Þú veizt vel að ég lýg
ekki. Þú hefur kennt mér að
segja satt.
Nú kom að Paul Matthew að
verða vandræðalegur. — En
finnst þér það ekki líkt og að
ljúga að þegja yfir sannleikan
um?
— Jo-ú, sagði Billy, — mér
var líka um og ó 'en komst eftir
langa umhugsun að því, að það
væri bezt að þegja.
Paul Matthew horfði lengi á
son sinn og loks sagði hann, og
röddin var svo annarleg að hann
þekkti hana varla sjálfur; —
Jæja, Billy. Ég trúi þér. Fyrir-
gefðu mér að ég lét svona. Ég
álít að þú hafir farið rangt að
— en það eru meiri menn en þú
og ég sem stundum getur skjátl-
azt.
— En mér datt ekki í hug að
þú færir að skoða sparisjóðsbók-
ina mína.
— Áfellistu mig fyrir það?
— Já, sagði Billy. ■—- Ég geri
það. Það geta ekki verið til
tvenns konar lífsreglur. Þú hefur
alið mig upp samkvæmt reglum,
sem þú verður að halda sjálfur.
Þetta snart Paul Matthew illa
og hann spurði: — Hvaða regl-
ur? En hann vissi ofurvel svarið
við því sem hann var að spyrja
um.
—• Þú hefur kennt mér
ákveðna lífsreglu, sagði Billy. —
Gagnkvæmt traust og persónu-
lega ábyrgð. Ekkert snuðr, enga
óþarfa afskiptasemi. Ég hef al-
drei opnað bréfin þín, leitað í
vösum þínum í leyfisleysi eða
snert við skammbyssunni þinni.
Og þú hefur heldur aldrei snert
við því, sem mér kemur við, fyrr
en núna. Hvað kemur til að þú
gerðir það?
— Fyrirgefðu, sagði Paul
Matthew aftur. — Ég er líklega
Framhald á bls. 36.
25. tbi. VIKAN 15