Vikan - 18.06.1970, Page 34
A EVUKLÆÐUM EINUM
( UDEN EN TRÆVL |
Hin margumrædda og æsidjarfa metsölubólí á Norö-
urlöndum, eftir norska rithöfundinn Jens Björneboe,
er nú fáanleg í íslenzkri þýðingu. Bókin, sem er
bönnuð í heimalandi höfundar, lýsir flestum stigum
kynlýfsreynslu ungrar stúlku í mörgum stórborgum
meginlandsins á frjálslegri, opinskárri og teprulaus-
ari hátt en tíðkast, og hefur nú þegar verið kvik-
mynduð.
Bókin verður aðeins seld til áskrifenda, á meðan hið
takmarkaða upplag endist, og geta þeir sem óska að
eignast hana, gerzt áskrifendur með því að útfylla
greinilega meöfylgjandi pöntunarseðil og senda hann
ásamt áskriftargjaldinu í ábyrg&arbréfi i Giro-reikn-
ing númer 65 við Útvegsbanka Islands í Reykjavík og
ollum útibúum hans.
Ef bókin hefur ekki borizt yður innan þriggja vikna frá
pöntun, þá látið vinsamlegast Giro-þjónustu Útvegs-
bankans strax vita.
UTGEFANDI
-----------------------------------------------------------
Gíró-reikningur númer 65 í Útvegsbanka Islands:
Ég undirrit óska að gerast áskrifandi að bókinni I
A EVUKLÆÐUM EINUM, og sendi hór með greiðsl- I
una kr. 400.00. Bókin sendist mór buröargjaldsfritt. J
Nafn ............................................ ■
Heimili
ATHUGIÐ
Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og
jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það
hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón
er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali.
Gott verð.
UTAVER
BSVEGI2Z-24
30280-32(2
STJD RNUSPÁ*^
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apr(l); Þú ættir að taka lífinu með eins mikilli ró og þú átt kost á og ef þú vilt skemmta þér, farðu þá helzt í kvikmyndahús. Þú skalt ekki leggja út í neinar vafasamar framkvæmdir.
Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Það getur verið varhugavert af þér að skemmta þér mjög mikið þessa vikuna. Gættu þess vel að það verði ekki snúið á þig í viðskiptum. Þú ættir að taka verkefni þín alvarlega og gera þeim góð skil.
Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú verður að vera miklu duglegri og útsjónasamari ef þú ætlar að ná settu marki. Þú færð kærkomna kveðju frá kunningjum þínum. Vertu ekki mikið á ferli seint á kvöldin. Happatala er þrír.
Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí); Það er hætta á að þú gerir glappaskot í einhverri fljótfærni, þess vegna skaltu venju fremur hafa gát á þeim tilhneigingum þínum. Það eru hafðar nánar gætur á afkastagetu þinni og samvizkusemi.
m Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þú leggur ef til vill einum of hart að þér við að þóknast öðrum. Reyndu að vera svolítið sjálfstæðari en þú hefur vanið þig á. Þú ættir að eyða sem mestu af frítíma þínum heimavið.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Allar framkvæmdir sem stuðla eiga að sameigin- legri heill fjölskyldu þinnar eru undir vænlegum áhrifum. Maður nokkur sýnir þér trúnað sinn. Þú nærð góðum árangri í starfi þínu.
& Vogarmerkið (24. september — 23. október): Þú kemst nokkuð skemur en ástæða er til ef þú ert alltaf að einblína á velgengni annarra og öfunda þá með sjálfum þér. Þriðjudagurinn getur reynzt þér nokkuð erfiður. Reyndu að vera í góðu jafnvægi.
Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Þú leggur drög að nýjum kafla í lífi þínu. Þú verður að fara mjög gætilega að öllum framkvæmdum og gæta þess að ganga ekki á hlut annarra. Þú stundar nokkuð félagsstörf og verður nokkuð ágengt.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Það er ekki nokkur ástæða fyrir þig að umgang- ast persónur sem fara sífellt í taugarnar á þér og eyðileggja fyrir þér ánægju daglegs lífs. Þú verður mjög bráðlega að taka ákvarðanir í þessu sambandi.
& Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú sérð giftusamlegan árangur erfiðis þíns, og þótt hann láti ekki mikið yfir sér er hann mjög mikils virði. Þú færð heimsókn gamalla félaga þinna og átt ánægjulegar samverustundir með þeim.
Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar); Þér hættir til að vera einum of tilfinningasamur, en til lengdar er það mjög þreytandi fyrir þá sem um- gangast þig. Þú ert mjög rómantískur í öllum hugs- unum og athöfnum og líður í alla staði mjög vel.
Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Það verður nokkuð um deilur milli nágranna þinna | og þú kemst ekki hjá því að verða þátttakandi. 1 Minnstu þess að þótt útlitið sé svart þá styttir þó 1 alltaf upp um síðir. Heillalitur er blár.
34 VIKAN 25-tbl-