Vikan


Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 36

Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 36
ÚTI&INNI Á nýja íbúð: 2 umferðir HÖRPUSILKI UNDIRMÁLNING 1 umferð HÖRPUSILKI og þér fáið ekki ódýrari máiningu! Hörpusilki Herðir á ganga og barnaherbergi HÖRPU FESTIR úti HBRPP HF. í kastljósinu Framhald af bls. 15. orðinn taugaveiklaður, gamall maðurinn. Billy tók úr vösum sínum og byrjaði að fara úr fötunum. — Hvar kynntist þú þessu imga fólki? spurði Paul Matt- hew. — Þessum Sal . . . og Kate? — Á jazzhljómleikum. Við höfum sama tónlistarsmekkinn. — Ertu ástfanginn af henni? — Dálítið, svaraði Billy. — En er hún ekki lofuð Sal? — Ekki frekar en verkast vill, sagði Billy og glotti um leið og hann fór út í baðklefann. Paul Matthew leit fyrirlitlega á sjálfan sig í speglinum og lagði sparisjóðsbókina á sinn stað. Svo tók hann eftir pappírsblaði inn- an um dót Billys á kommóðunni; það var líkast og það hefði ver- ið rifið úr vasabók. Þarna hafði verið gerð flatarteikning af hæð í húsi og í einu horninu stóð með upphafsstöfum: RAMAREZ — 518 West 19 — MEMO. Teikn- ingin var af háaloftshæð í húsi, með eins konar verksmiðju, og var haglega gerð. Paul Matthew varð órótt. f hans starfsgrein var svona teikning gerð til leið- beihingar innbrotsþjófum, sem vildu kynna sér staðhætti. f öðru horni teikningarinnar var skrif- að símanúmer: Delancy 3-77-16. — Billy! kallaði Paul Matt- hew. — Já. — Ég þarf blaðsnepil til að hripa nokkrar tölur á. Má ég taka þetta blað hérna, með símanúmerinu? — Símanúmerinu? — Já, það er númer í Delan- cy. — Nú, það. Já, taktu það bara. — Hvaða símanúmer er þetta? — Stelpu. En hún kom ekki. — Hvar fékkstu þetta blað? — Það hef ég ekki hugmynd um. Ég hugsa að það hafi verið einhvers staðar í samkvæmi. Einhver gaf mér þetta númer. — Einhver félaga þinna? — Já, svo mun hafa verið. Mundi hann láta mig fá blað- ið, ef teikningin væri af því, sem ég held að hún sé af? hugsaði Paul Matthew með sér. Unga fólkið er brjálað nú á dögum. Hann er í rauninni bara barn, eins og allir hinir. Börn gleyma — börn eru kærulaus — en börn eru ekki forhertir glæpamenn. Það getur líka verið satt, sem hann sagði mér um stúlkuna og símanúmerið. En ef það er nú einhver byrjandi í .glæpum, sem hefur gefið honum teikninguna í hugsunarleysi? Eg er starfs- maður sakamálalögreglunnar og veit hve alvarlegt það er að hafa sönnunargögn undir höndum. Nei, ég .er líklega að hlaupa í gönur. — Allt í lagi, Bill. Og þakka þér fyrir. Paul Matthew yfirlögreglu- þjónn í sakamálum fór í neðan- jarðarlestinni á lögreglustöðina í 20. götu og fór beint inn á skrifstofuna án þess að rabba við félaga sína í leiðinni, eins og hann var vanur. f skrifstofunni sat Faber við ritvélina og var að tala við angistarfullan ungan mann. Ramsay var að taka fingraför stórskorins rudda með brotalöm á nefinu og Carlson stóð og góndi út um gluggann. Dyrnar að tómri skrifstofu Matt- hews stóðu opnar. — Nokkuð að frétta? spurði Paul Matthew. — Og hvar er aðstoðarmaðurinn? — Fullorðinn barnfóstri er horfinn — með barnið, svaraði Faber, — og aðstoðarmaðurinn er á fundi hjá yfirmönnunum. Þetta með fóstrann er ekki barnarán, hélt Faber áfram; ' — engin krafa um lausnargjald eða þess háttar. Og okkur tveimur hefur verið uppálagt að saum- fara göturnar í kring ■— í þess- um líka hita. Það er nú ekki beinlínis þitt starf, en það verð- ur að gerast svo að þú verður að hypja þig af stað. — Hvað verðum við lengi að því? spurði Paul Matthew. — Ætli ekki kringum sex tíma, svaraði Faber. Þeir voru á leiðinni út þegar Carlson kallaði: — Heyrðu, Paul! Hérna voru boð til þín. Fulltrú- inn vildi tala við þig undir eins og þú kæmir. Það er út af ein- hverju innbroti á háalofti, þau hafa verið svo mörg upp á síð- kastið. Við fengum upplýsingar hjá lausmálum bófa — 518 West 19.... Það var líkast og Paul fengi hníf í bakið. — Hvar, segirðu? — Nr. 518 West 19. götu. o—o Hann þrammaði hverja götuna af annarri í hitanum, en sifellt hljómaði fyrir eyrum hans: Það er sonur minn, sonur minn, þetta er skylda mín, og ég hef verið talinn skyldurækinn.... Þegar þeir komu í 19. götu, sagði Paul: — Eg ætla að skreppa hérna upp og sjá hvern- ig umhvorfs er þar. — Ég er svangur, sagði Fab- er. Við skulum hittast á eftir í bjúgnasölunni í 14. götu. — Ágætt, sagði Paul Matthew. Það var farið að dimma og Paul grillti í ljósin frá nr. 518 í þokunni. Þetta var gamalt þrí- lyft hús og í dyrunum var skot- hurð úr bárujárni. Paul ýtti henni til hliðar og fór upp skuggalegan stiga. Þar stóð RA- MAREZ-DÖMUTÖSKUR á hurð- inni. Hann fór inn án þess að drepa á dyr. Þetta var stórt ferhyrnt her- bergi með gömlu skrifborði, fjórum lélegum stólum með flos- sætum og ævafornum peninga- skáp úti í horni. Bakatil í stof- unni voru vinnuborð með ýmiss konar vélum, og voru kringum tíu manns þar við vinnu. Paul leit í kringum sig. Teikningin er góð, hugsaði hann með sér, og þennan peningaskáp getur reifabarn opnað með hringlunni sinni. Hann spurði eftir hr. Rama- rez, sem reyndist vera dökk- hærður, viðfelldinn maður og svaraði öllum spurningum greiðlega. Jú, hann hafði alltaf nokkur hundruð dollara liggj- andi í skápnum þarna. Hann lokaði kringum kl. 19 og lét ljósið loga í ganginum. Nei, eng- inn varðmaður í húsinu. Paul Matthew þakkaði honum \fyrir og fór út i þokuna aftur og yfir í 14. götu. Hann símaði heim úr bjúgnasölunni. — Halló, Mary. Leyfðu mér að tala við hann Billy. — Hann er ekki kominn enn heim, svaraði konan hans. — Hvenær býstu við honum? — í kvöldmatinn, vitanlega. Viltu taka við skilaboðum til hans? — Hvað hefur komið fyrir, Paul? Mér heyrist þú svo. .. . — Segðu honum að hann verði að vera heima í kvöld. En heyrðu, Paul.... 36 VIKAN 25-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.