Vikan


Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 18.06.1970, Blaðsíða 40
SPYRJIÐ TANNLÆKNI YÐAR . . . Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor - hefur. hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar.- BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . . Frá allra fyrstu burstun styrkir' Cojgate Fluor tannglerunginn og ver tennurn'ar skemmdum. Með. því að bursta tennurnar daglega með Col- gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum 'þeim, sem myndast í rnunninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Sal Richmond, sem horfði á Paul. Paul laut niður að piltinum og tók á slagæðinni. Drengurinn opnaði augun. — Þekkirðu mig? spurði Paul Matthew. — Paul Matthew sakamála- þjónn, sagði pilturinn. — Þetta er svo sárt. — Reyndu að vera rólegur, saðgi Paul, sem hafði setzt á stéttarbrúnina og þerraði svit- ann af enni Sals. Gaulið frá lög- reglubílnum færðist nær og Paul Matthew skaut tveim skot- um upp í loftið. — Hvers vegna gerðuð þér þetta? spurði Sal. — Til þess að þeir eigi hæg- ara með að finna okkur. — Varst það þú, sem gerðir teikninguna af nr. 518? — Já, ég mældi húsakynnin. Eg vann þar heilan dag, undir fölsku nafni. — Hvað gerðir þú við teikn- inguna? — Eg veit það ekki. Ég þurfti ekki á henni að halda því að ég þekkti staðinn. — Æ, þetta er svo sárt. Eg dey. — Hvar eiga foreldrar þínir heima? — Eg á enga foreldra. Eg á frænda einhvers staðar. Æ, bara að þetta væri ekki svona sárt. — Heyrðu, Sal. Var Billy nokkuð viðriðinn — þessa þjófn- aði? — Billy! Eruð þér að gera að gamni yðar? Það eina, sem Billy hefur nokkurn tíma stolið er — stúlkan mín.... Paul Matthew hagræddi höfð- inu á piltinum á hnjánum á sér. — Fyrirgefðu mér! hvíslaði Paul út í þokuna. Fyrirgefið þið mér, Billy og Mary. Ég skal út- skýra þetta allt fyrir ykkur. — Eg er að deyja, stundi Sal, — og það er yður að kenna. En þér verðið að fyrirgefa mér áð- ur en ég dey. Þér verðið að skilja mig. — Eg skil þig, sagði Paul Matthew. — Og þér verðið að fyrirgefa mér! — Eg fyrirgef þér. Þjófurinn hágrét. Og lögreglu- maðurinn grét líka. Svo heyrðist gaulið í lögreglu- bílunum og allt varð bjart af kastljósunum frá þeim. ☆ Tllraunaglasbarn varð vansköpuð ófreskja Framhald af bls. 25. ur en varir vera farnir að framleiða karla og konur með ýmiss konar ákveðnum eiginleikum eftir eigin duttl- ungum eða pöntun. Ritstjóri læknatímaritsins World Medicine, dr. Michael 0‘ Donnel, hefur krafizt þess 40 VTKAN 25-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.