Vikan


Vikan - 18.06.1970, Qupperneq 47

Vikan - 18.06.1970, Qupperneq 47
eins og Casper varð fyrir, verði til varnaðar. Þess vegna þarf að segja ýtarlega frá þeim, þau mega ekki falla í gleymsku.... ☆ Hin blóðidrifna Callas Framhald af bls. 29. Margar sögur hafa verið sagðar af Maríu Callas á liin- um tiltölulega stutta söng- ferli hennar. Ein er sú að umboðsmaður i Bandarikj- unum sagði við hana: — En góða frú, launin sem þér heimtið eru hærri fyrir eitt kvöld, lieldur en forseti Bandarikjanna hefur i árs- laun. Maria Callas yppti öxl- um og sagði: — Þá ætti hann að leggja fyrir sig að syngja! En það verður aldrei af henni skafið að liún var stór- kostleg söngkona, og líklega er það megruninni að kenna að sagt er að hún sé búin að missa röddina, livað sem satt Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. EMEDIA H.F LAUFÁSVEGI 12- Síml16510 er i því. Nú er líka sagt að hún sé húin að ná í nýjan elskhuga og svo er bara eftir að sjá hvort hún stendur sig sem kvikmyndaleikkona í framtíðinni.... Ævintýri á Spáni Framhald af bls. 33. kannske af því, að kvenmaður hefur verið með í spilinu. Maðurinn hefur kannske tælt konu frá þér .... Ég sá reiðiglampana blika í augum hans. „Gætir þú fyrirgefið morð eða afsakað það af þessum ástæðum?" „Nei," hvíslaði ég. „Éa get skilið svona nokkuð, en ekki fyrirgefið það. Ef ég á einhverntíma eftir að elska, skal það verða gert af öllu hjarta." Hann kinkaði kolli. „Já, ég held það. Anna gæti það ekki, en þú gætir það. Eins og ég. Þegar maður elskar og er svikinn, er það hræðilegt. Það sundurkremur hjartað og gjörbreytir manni. Þú sást, hvað hún var falleg, ekki satt?" „Jú," svaraði ég og roðnaði. „Þú fannst myndina, sem ég eyðilagði með hælnum. Já, fannst þér hún ekki falleg?" Ég hugsaði mig vel um og svaraði: „Hún hafði mjög fallegt andlit og fallegan vöxt. Hún hlýtur að hafa gengið í augun á karlmönnum." „Það er satt," sagði hann. „En eiginleikar eins og skilningur tryggð og ást En ég var blindur, þegar Isabella átti í hlut." „Ástin er einmitt blind, og þegar maður elskar, sér maður ekki gall- ana hjá hinum aðilanum." „Rétt " „Og þess vegna giftistu Isabellu Maginas? Og sjaldan er ein báran stök." „Ég sá ekki annað en hvað hún var falleg," hélt hann áfram. „Þeg- ar hún fór frá mér, vildi ég ekki trúa, að hún væri að svíkja mig. En svo gat ég ekki annað en viðurkennt sannanirnar. Hún hafði gefið sig að öðrum karlmönnum og seiddi þá til sín með dansi." „Var Isabella dansmær?" spurði ég. Hann kinkaði kolli. „Ég sá nafnið hennar fyrst í blöðunum. Hun dans- aði í Madrid, Valencia, Toledo og Granada og bjó á ýmsum stöðum, — og sjaldnast ein." „En var samt með einum karlmanni fremur en öðrum," sagði ég lágri röddu. „Já," svaraði hann og horfði á mig eins og hann væri að rifja upp endurminninguna um konu sína. „Já. Hún var með þessum manni frá byrjun. Manninum, sem þú sást deyja. Hann heitir .... hét Nunez. Hann var ríkur og vlða innundir. Og það líkar ísabellu mjög vel. En enginn gat haldið henni til lengdar. Hún mundi hafa svikið hann eins og hún sveik mig. Hún flutti til íbúðarinnar, sem hann lét hana fá í Barcelona Ég tók eftir, að Anna var óróleg. Hún horfði skelfd á Desmond og ætlaði eð segja eitthvað, en ég tók aðvarandi um handlegg hennar. „Og þú fórst þangað niður eftir til að heimsækja hana." sagði ég. „Var það áður en við kynntumst?" „Ég varð að tala við hana. Hún gekk undir ættarnafni mínu, þót1 hún væri með honum. En ég er af einni elztu og virðulegustu ættum Spán- verja. Hún bjó með Nunez sem ástmey hans. Við það dró hún mitt nafn niður í svaðið." Desmond varð þyngra um andardráttinn af geðshrær- ingu. „Ég varð að tala við hana, þótt ég vissi ekki, hvað ég ætti að gera, held ég hafi fyrst viljað taka hana með mér, en þegar hún opnaði og stóð fyrir framan mig " Hann hristi höfuðið. „Hún hafði alltaf sama valdið yfir mér. Hún var eins falleg og áður og lét sem ekkert hefði komið fyrir. En hún kallaði á Nunez og sagði, að hann mundi fleygja mér út, ef ég færi ekki öðruvísi. Nunez! Ég mundi hafa drepið hann þá, en hún gekk á milli okkar " „Og þú drapst hana," hrökk upp úr mér. „Og þú heitir Damas. Ekki Desmond Tracey, heldur Damas . . Hann horfði hvasst á mig, var orðinn fölur og með svitadropa á enn- inu. „Damas-ættin er gömul og mikilsvirt," svaraði hann stoltur. „Stærri en Magina-ættin. Og stoltari og ærukærari. Luca gæti sagt þér frá því, gæti hann talað. Eða faðir hennar, ef hann væri á lífi. Hjónaband okkar Isa- bellu var heiður fyrir Magina-ættina, en hún eyðilagði það. Skilurðu nú, hvers vegna ég drap hana?" Framhald á bls. 50. 25. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.