Vikan


Vikan - 18.06.1970, Page 49

Vikan - 18.06.1970, Page 49
ÞAD TOK ADENS ANDARTAK T Ef sonur yðar vill eignast vélhjól, þá ættuð þér að láta hann lesa þetta greinarkorn. — Casper Caspersen er bundinn við hjólastólinn, það sem eftir er ævinnar. í Noregi voru 1.735 manns, ýmist drepið eða hættulega slasað vegna vélhjóla síðastliðið ár. Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir þessi slys? Rolf Ringkjöb, deildar- læknir við Ullevál sjúkrahúsið heldur, að unglingar nú séu það greindir að þeir skilji hvað í húfi er, þegar þeir heyra um dæmi, sem eru eins ljós og slys Caspers . . . Það er sárt að hitta ungling, sem er fæddur með ólæknandi lömun, sem aldrei getur tekið þátt í leikjum eða störfum, eins og annað ungt fólk. Ennþá öm- urlegra er að sjá þá, sem eru fæddir hraustir, sem lífið blasir við, en sem fyrir eigin ógætni verða fyrir ævilangri óhamingju. HRAÐINN LOKKAR Nú er ennþá einu sinni komið vor og vegirnir freistandi í skín- andi sól. Ennþá einu sinni fara unglingarnir er nauða á foreldr- um sínum, til að fá óskadraum- inn uppfylltan, að eignast vél- hjól, þetta hættulega ökutæki! Geta foreldrar staðið á móti? Eða á það opinbera að grípa inn í, til að fá endi bundinn á þessa hættu? Það væri bezt ef unga fólkið sjálft skildi þetta betur! Blaðamenn fóru til Sunnaas sjúkrahússins, til að tala við pilt, sem orðið hafði fórnardýr hrað- ans. Honum var ekki ætlað líf í fyrstu. Það leit lengi út fyrir að ekkert þýddi að flytja hann til Sunnaas, sem er þjálfunar- og dvalarsjúkrahús fyrir langlegu- sjúklinga. Nils Sponheim, sem er læknir við Sunnaas, hitti Casp- er á taugaskurðdeildinni í Ulle- val, þar sem hann leitar uppi sjúklinga, sem Sunnaas getur tekið. Hann talar við sjúkling- ana, og þegar hann talaði við Casper, komst hann að því að hann hafði mikinn áhuga á mú- sik. Þannig varð það úr að þessi piltur var fluttur þangað. Casper Caspersen er frá Frog- ner í Oslo, hann var nítján ára, þegar hann varð fyrir þessu slysi, sem bindur hann við hjóla- stólinn. Nú er hann tuttugu og tveggja ára, grannur og laglegur piltur. En hann er máttlaus upp að brjósti. Angurvært bros leikur um varir hans, þegar hann réttir fram máttlitla höndina. Hann liggur á maganum í herbergi sínu, máttfarinn eftir uppáfall- andi lasleika. Þetta herbergi er eins og venjulegt herbergi hjá ungu fólki, fullt af myndum og klæðaskápshurðin er alsett póst- kortum, sem hann hefur fengið frá kunningjum víðs vegar að. Hann vill helzt sleppa við við- tal, en hann segist ekkert hafa á móti að segja frá reynslu sinni, ef það gæti orðið til að hjálpa öðrum, og hann spyr hvort það sé nauðsynlegt að taka mynd. HANN NÁÐI EKKI BEYGJ- UNNI Hann átti ekki ökutæki sjálf- ur, fékk einstaka sinnum að taka í bíl föður síns. Það var í lok vorprófanna og hann hafði feng- ið að vita einkunnir sínar. — Þær voru ekki sérstaklega glæsi- legar en hafði þó staðizt stúd- entspróf og var því mjög ánægð- ur. Hann fékk lánað vélhjólið, og ók af stað á geysihraða. Á leiðinni hitti hann tvær stúlkur, sem voru á höttum eftir ferð heim til sín. Hann tók þær báð- ar aftan á, en eins og allir vita er ekki leyfilegt að hafa tvo fyr- ir aftan. — En, segir hann, — það er svo oft að maður verður ekki hygginn fyrr en eftir á. Úti á Bygdö náði hann ekki beygju og ók beint á steinvegg. Hraðinn var kannske heldur mikill? — Já, því var ekki að neita, segir hann og brosir. Hann var heldur ekki með hjálm? — Nei, en það hefði ekki komið að neinu gagni í þessu tilfelli. Casper lenti á steinveggnum og hálsbrotnaði. Önnur stúlkan slapp ómeidd, en hina vissi hann ekkert um, hann þekkti stúlkurnar ekki. Svo var hann hálft ár á Ullevál, áður en hann var fluttur til Sunnaas. Hann var meðvitund- arlaus aðeins stutta stund, og hann hafði alveg skýra hugsun, þegar hann vaknaði. Hvað hugs- aði hann þá? HONUM VARÐ ÁSTAND SITT LJÓST SMÁTT OG SMÁTT — Mér var þetta ekki ljóst í fyrstu, segir Casper, — en smátt og smátt varð mér ljóst að ég var lamaður; jafnvel þegar mér var sagt að ég hefði brákað háls- liðina, vissi ég ekki hvað það hafði í för með sér. Það leið langur tími þangað til mér varð ljóst að ég var máttlaus upp að brjósti og líka að nokkru leyti á báðum handleggjum. - Hvernig er það fyrir svona ungan mann að fá þessa ægilegu vitneskju? — f upphafi var ég viss um að mér myndi batna, og vegna þess að ég fékk að vita þetta smátt og smátt, var auðveldara að sætta sig við það. Casper brosir, eins og til að veita blaðamönn- unum kjark til að spyrja áfram. — Hvað gerir þú á daginn? Er tíminn ekki lengi að líða? — Nei, það finnst mér ekki. Eg les mikið, — allt mögulegt. Það er eiginlega það eina sem ég get gert, segir hann rólega, en segir ekki að hann sé búinn að taka ýmis próf, og sé um þetta leyti að berjast við stærð- fræði. Það fengu blaðamennirn- ir að vita annars staðar. Félags- málaráðgjafinn á sjúkrahúsinu segir að hann eigi að geta tekið vinnu heim, með tímanum geti hann tekið að sér ýmis hag- fræðileg störf. ÞAÐ TRÚIR ÞVÍ ENGINN AÐ ÞETTA GETI HENT HANN SJÁLFAN — Og hvað ætlarðu að gera í framtíðinni? Við höfum fengið loforð um lóð, og þá ætlar faðir minn að byggja hús, svo ég geti búið heima. Ég get það ekki þar sem við búum núna. Þegar hann er spurður um fjölskylduna, segist hann eiga þrjú yngri systkin. — Þau ættu að minnsta kosti að láta sér örlög mín að varnaði verða. — Nú er komið vor á ný, og þá fara unglingar að jagast við foreldra sína um að eignast vél- hjól, eða eitthvert vélknúið öku- tæki. Heldurðu að það þýði Framhald á bls. 45. 25. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.