Vikan - 18.06.1970, Qupperneq 50
Q.T. gerir yður eðiilega sólbrún,
meðan þér sofið.
Notið Q.T. inni sem úti, í regni sem sól
og á 3 tii 5 tímum verðið þér eðlilega sólbrún.
Q.T. er framleitt af COPPERTONE.
Heildsölubirgðir:
HEILDVERZLUNIN ÝMIR S.F.
sími 14191 og
HARALDUR ÁRNASON HEILDVERZLUN H.F.
Hamarshúsinu, sími 15583.
„Ég get vel skiliS, hvernig þér hefur liðið. En eru ekki morð út af
ástamálum dæmd vægara hér en í mörgum öðrum löndum?"
„Þetta er að breytast," svaraði hann.
Hann gekk til dyranna. Luca opnaði. Desmond vatt sér við áður en
hann gekk út og mælti: „Ég vildi hún hefði verið eins og þú."
Hurðin féll að stöfum að baki honum. Anna stóð titrandi við hlið mér
og hvíslaði: „Hann ér þá Barcelonamorðinginn . . ."
„Já, hann drap dansmeyna eins og hann drap manninn í dag. Hann
var orðinn morðingi, þegar við kynntumst honum. Æ, guð minn góð-
ur . ."
9. KAFLI
Það byr|aði að skyggja úti og skuggarnir í dalnum báru á sér purpura-
litan blæ. Anna lá á rúmi sínu, og milli þess sem hún snökti lágt ásak-
aði hún mig fyrir að eiga sök á vandræðunum. Loks féll hún í svefnmók
en vaknaði með ópi, þegar Luca bar töskurnar okkar inn í herbergið.
Hann brosti til mín og læsti hurðinni á eftir sér. Ég kveikti á lampanum
og tendraði í vindlingi, íhugaði hvernig hægt yæri að flýja en gafst upp
50 VIKAN 25-tbl-
á því. Til að róa taugarnar brá ég mér í steypibað en hafði auga með
dyrunum. Vatnið var næstum kalt. Skyldi Luca hafa haldið, að við
þyrftum ekki meira af heitu vatni? Það var óhugnanleg tilhugsun. A
eftir valdi ég mér fallegan kjól úr töskunni og farðaði mig í framan, en
Anna rak upp stór augu, þar sem hún lá í rúminu.
„Hvað er eiginlega á seyði?" spurði hún.
„Ég hélt þú hefðir augu í höfðinu," svaraði ég eilítið háðslega. „En
veiztu ekki, dvað það getur verið styrkjandi að hafa fataskipti? Að
minnsta kosti líður mér betur núna. Af hverju gerirðu ekki það sama?"
Hún titraði. „Ég skil ekki, hvað þú getur verið köld og róleg, Lísa.
Þeir geta komið á hverri mínútu og . ." Röddin brast. Anna lagði
höfuðið aftur á koddann hálfkjökrandi.
Ég settist á rúmstokkinn og sagði: „Ég trúi ekki, að Desmond eigi
eftir að gera okkur nokkurn skapaðan hlut."
Það var eins og hún hrykki við. Það var óhugnanlegt að sjá hana
svona með ógreitt hárið.
„Hvers vegna skyldu þeir gera okkur neitt?" gall hún við. „Held-
urðu að ástandið hafi eitthvað skánað við, að þú talaðir við hann og lézt
hann halda, að þú hefðir samúð með honum? Því skyldi hann sleppa
okkur og eiga á hættu, að við færum beint til lögreglunnar? Eða held-
urðu, að hann vilji taka þig upp á sína arma bara af því þú reyndir að
gangða í augun á honum og fékkst hann til að segja, að hann óskaði
þess, að þú hefðir verið konan hans?"
Ég roðnaði og reis upp. „Ég skrökvaði alls ekki að honum. Og ég
reyndi heldur ekkert að smjaðra fyrir honum. Mundu, að við erum
báðar í sama báti og verðum áfram. Við verðum að vinna saman."
„Ég vil ekki heldur, að við séum ósammála, Lísa. Hún lagði höfuðið
aftur á koddann. ',,Ég er bara svo hrædd, að ég er ekki með sjálfri mér.
Get ekki einu sinni klætt mig almennilega. Og hvaða gagn er í því, ef
þeir ætla sér að kála okkur?"
„Þeir gera okkur enginn neitt mein," sagði ég einbeittlega. „Það er
ég viss um nú. Þeir væru búnir að því, ef þeir ætluðu sér það. Desmond
er sjálfsagt að reyna að finna einhverja björgunarleið."
„Ég vildi óska að ég gæti trúað þér," tautaði Anna. „En ég er ...
svo hrædd."
„Hlustaðu!" sagði ég og gekk að dyrunum. Kunnuglegt hljóð barst úr
fjarska.
„Hvað er þetta?" Anna settist upp í rúminu og góndi á mig upp-
glenntum augum.
„Einhver er að setja bílinn í gang."
„Nei!" æpti Anna upp. „Þá eru þeir að fara. Setjum slagbrand fyrir
dyrnar. Þeir mega ekki koma hingað inn, Lísa. Þeir . ..."
„Þegiðu!" skipaði ég. „Hlustaðu. . . "
Hljóðið í bílvélinni hækkaði og varð eðlilegt og lækkaði svo smátt
og smátt er bíllinn fjarlægðist. „Það hefur einhver keyrt burt í bíln-
um," sagði ég.
„Þá hafa þeir lokað okkur hér inni!" hvein í Onnu. „Til þessa staðar
kemur aldrei neinn annar en Luca. Það hefur hann sjálfur sagt. Þeir
ætla að láta okkur svelta til bana .
„Desmond hefur sjálfsagt ekið niður til þorpsins," sagði ég en var
ekki vel trúuð á það. Var það ekki rétt, sem Anna var að segja? Að
Desmond vildi ekki hafa nein lifandi vitni? Kannske ættu þeir eftir
að fela bílinn einhversstaðar í nágrenninu og læðast til okkar og ...
En nú heyrði ég eitthvað hreyfast skammt frá, eins og hringlaði í skál.
Ég dró andann léttara og mælti: „Luca er hér enn, ég heyri í honum.
Hlustaðu sjálf. Þú mátt ekki mála skrattann á vegginn, Anna."
Ég gekk að glugganum og horfði út. Rökkrið var að síga yfir fallegan
dalinn.
„Hann kemur aftur. Ég heyri í bílnum!" Anna hafði setzt upp í rúm-
inu og hlustaði spennt.
Bílhljóðið færðist í aukana. Ég heyrði bílinn stanza og siðan fótatak
og hurð opnast.
Nú fær maður einhverjar fréttir, hugsaði ég, en vissi ekki, hvort ég
átti að hryggjast eða gleðjast. Ég svipaðist um í herberginu eftir einhverju
vopni, þótt ég vissi, að um ekkert slíkt væri að ræða.
Ég heyrði Desmond segja eitthvað lágum rómi við Luca og sá þá i
huganum kinka kolli hvor til annars brosandi. Ég titraði á beinunum og
settist á rúmstokkinn hjá Onnu. Við heyrðum útidyrnar opnast tvívegis
eins og þeir væru að bera eitthvað út í bílinn.
Svo nálgaðist létt fótatak Desmonds dyr okkar. Fingur Önnu boruðust
inn í handlegginn á mér, en hann gekk framhjá og til síns herbergis. Og
þar fannst mér hann vera langalengi áður en hann gekk aftur fram hjá
dyrunum okkar. Eitthvað skall í steinvegginn með skörpum smelli. Riffl-
arnir! hugsaði ég með hrolli.
Enn voru útidyrnar opnaðar, og nú varð dauðakyrrð yfir öllu.
„Þeir eru að láta dótið okkar inn í bílinn," hvíslaði Anna. „Hvað sagði
ég ekkil"
„Ef þeir eru að fara burt, láta þeir okkur að minnsta kosti ekki svelta,"
hvíslaði ég á móti. „Luca hefur eldað einhvern mat."
Framhald f næsta blaði.
j