Vikan


Vikan - 19.11.1970, Qupperneq 9

Vikan - 19.11.1970, Qupperneq 9
SKIVERKSMIBJAN JCIA EGILSSTDDUM BARNA OG UNGLINGASKÓR SPYRmllÐ SKÓKAUPMANNINN UM AGILA SKÓ SOLUUMBOD: H. J. SUEINSSON HF. GULLTEIG 6 SÍMI 83350 „Ég elska þig og þú mig...“ Kæri draumráðandi! Mér fannst ég vera stödd hjá systur minni og bað ég hana um leyfi til að hringja í kunningja mínn. Það var í lagi og kom móðir hans í símann. Ég spurði efir honum, en hún sagði hann vera í bænum. Þá spurði ég hvort eitthvað væri að, og svar- aði hún því játandi, kvað meira að segja töluvert vera að, en vildi ekki segja mér neitt nán- ar um það í símann. Þá fannst mér ég endilega verða að fara í bæinn og leita hans, en um leið og ég kom út kom brúnn bíll upp að húsinu og í honum er þessi kunningi minn ásamt konu sinni. Virtist mér hann vera hræddur við hana og leizt mér illa á útlit hans, því hann var fölur og tekinn. Sagðist ég þurfa að tala við hann, og skeytti engu illilegu augnatilliti konunnar hans. Svo fórum við saman inn í herbergi og ég fór að spyrja hann hvað væri að. Svaraði hann þá að sambúðin væri orð- in óþolandi, því hún væri svo ráðrík og frek 'og að auki væri hún búin að fæla frá þeim alla kunningja og vini. Mér fannst þetta ekki ná nokkurri átt og sagði honum að hann ætti að sækja um skilnað þegar í stað, ég kæmi aftur á morgun. Svo ætlaði ég að fara út, en sneri mér við í dyrunum og sagði við hann: — Þú veizt að ég elska þig og ég veit að þú elskar mig. Lengri varð draumurinn ekki, en ég vil taka fram að ég hef ekki séð þennan kunningja minn í rúm þrjú ár og eins og fram kemur í draumnum, þá er hann giftur. Mig langar til að fá að vita hvort hann hafi einhverja þýðingu. Svo vona ég að þetta lendi ekki beint í ruslakörfunni. Með fyrirfram þökk. Ein sem dreymir sjaldan. Að töluverðu leyti höldum við þennan draum vera óskhyggju, en þú ættir að reyna að ná sam- bandi við þennan kunnigja þinn; þaff er aldrei aff vita nema hann þarfnist þín á einhvern hátt. Ef svo er ekki, skaltu vara þig á honum. Brúðkaup Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig eftirfarandi draum: Mér varð allt í einu ljóst að ég var að fara að gifta mig. Sá tilvonandi var strákur sem ég hef nýlega kynnzt, en er ekkert hrifin af. Við vorum inni í ein- hverju húsi, presturinn var kom- inn, svo og fullt af fólki. Ég var komin í brúðarkjól, og athöfn- in var að hefjast. Svo las prest- urinn eitthvað upp úr bók sem hann hélt á, en þá varð mér lit- ið til hliðar, og sá þar strák sem ég kannast vel við og er mjög hrifin af. Við erum saman alltaf annað slagið. Hann stóð bara þarna og horfði á mig, og varð mér svo mikið um, að ég hljóp háöskr- andi út úr herberginu — í miðri vígslunni. Elsku draumráðandi minn! Viltu vera svo elskulegur að birta þennan draum fyTÍr mig. M. Á., Keflavík. Þessi draumur er þér fyrir ein- hverjum vandræffum, aff vísu lítilfjörlegum. Ekki er loku fyr- ir þaff skotiff aff einhverju verffi stoliff frá einhverjum nákomn- um þér, en gráturinn í lokin bendir til þess aff allt fari vel á endanum. Þó viljum viff taka fram, aff alls ekki má álykta aff draumar skuli ætið ráffnir öfugt viff þaff hvemig þeir koma fyr- ir. Þó þú hafir ekki leitaff álits, þá langar okkur til aff benda þér á aff skriftin er vel læsileg og jafnvel falleg á köflum, en staf- setningin er mjög slæm. Vansköpun Kæri draumráðandi! Mig dreymdi svo óhugguleg- an draum í nótt, að mér finnst ég verða að fá hann ráðinn. Því leita ég til þín með drauminn en hann er svona: Mér fannst ég vera einhvers staðar innan um margt fólk, sennilegast í veizlu, og var voru allir að benda á mig og gera grín að mér. Þegar ég gerði mér grein fyrir því, varð mér ljóst að ég var allur vanskapaður. Kær kveðja og þakklæti fyrir hjálpina. Ingimar Stefánsson. Þessi draumur er þér fyrir happi sem þú átt í vændum, en því miður treystum viff okkur ekki til aff segja til um hvers konar happ þaff er. Eitt er víst, og þaff er aff þú verffur svo sannarlega var viff þaff. 47. tb,. YIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.