Vikan


Vikan - 22.04.1971, Page 5

Vikan - 22.04.1971, Page 5
sveitaböllin svoleiðis að engir sveitamenn sjást þar, því allt morar af Reykjavíkurlýð. Jæja, kæri Póstur, nú hættum við, en finnst þér þetta ekki óréttlátt okkar vegna? Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Þrjár geitur. P.S. Við erum ekki nema lítið brot af þeim krökkum hér fyrir austan, sem eru á þessu máli. Sömu. Frekja og yfirgangssemi í fram- komu er alltaf andstyggð, og ef atferli Reykjavíkurkrakkanna er eins og þið lýsið því, er það fordæmanlegt. Kannski láta þau sér segjast við bréfið ykkar. En ef frekjan í þeim keyrði fram úr hófi, kæmi þá ekki til greina að reyna að fá ráðamenn skemmtistaðanna til að tak- marka eitthvað aðgang aðkomu- fólks að þeim, á einhvern hátt? Viö lindina Við höfum fengið ein tvö bréf með beiðnum um að birta texta Lofts Guðmundssonar, „Við lind- ina", sem Asgerður Flosadóttir söng inn á plötu í fyrra. Og hér er textinn: Hvort var það bara draumur eða vaka, að því ég spyr. En síðan finnst mér ekkert með sama hætti og fyrr. Eg sat í grænum hvammi ein við silfurtæra lind og horfði á heiðarbárur spegla himinblámans mynd. Það var sólskin þann dag það var sólskin þann dag, og fuglarnir sungu sitt fegursta lag. Eg greiddi Ijósa lokka meðan lindin kvað sinn brag um sumar og æsku, það var sólskin þann dag. Þá birtist mér hans andlit þar bjart og hvítt að sjá, og alltaf man ég augun hans svo undurdjúp og blá. Þau störðu á mig andartak en allt sem næst við bar ég veit og veit þó ekki hvort að var eða ekki var. Það var sólskin þann dag og svo framvegis. Decorenc Vinyl ve^gffóðnr DECORENE er mjög auðvelt að þrífa, það þolir þvott með alls konar þvottaefnum, en í flestum tilfellum nægir að strjúka af þvi með rökum klút. DECORENE er sérstaklega auðvelt í uppsetningu. DECORENE hefur fallega áferð, er endingargott og fæst í fjölbreyttu litavali og mynstrum. DECORENE er ódýrt og lækkar byggingar- kostnaðinn. Fegrið gömlu og nýju íbúðina með DECORENE Sölustaðir: Málning og járnvörur Laugavegi 23. Litaver sf. Grensásvegi 22—24. T. Hannesson & Co., hf. Armúla 7. Og byggingavöruverzlunum víða um land. Innflytjandi: íslenzka verzlunarfélagið hf. sími 19943. Einn í ástarsorg Kæri Póstur! Ég vona að ég fái svar við þessu bréfi fljótlega, því að ég er al- veg að farast úr ástarsorg. Svo er mál með vexti að ég hef þekkt þessa stelpu lengi, en ekki borið ást til hennar fyrr en í haust. Við erum í sama skóla núna, svo ég sé hana á hverjum degi. En vandamálið er að hún er með öðrum strák, sem er einnig í þessum skóla. Síðan fyrsta kvöldið sem þau voru saman hef ég mjög lítið talað við hana, því ég get helzt ekki hugsað mér að sjá hana. En ég elska hana og ég held að hún beri smáást til mín. En ég veit að hún getur ekki sagt strákn- um upp, því hún getur ekki gert skordýri mein, né öðrum dýrum frekar en ég. Vanda- málið er sem sagt þetta: Hvern- ig á ég að vinna ást hennar þannig að við verðum saman. Vonast eftir svari sem fyrst. Ég verð sextán ára í haust og hvað geturðu lesið úr skriftinni? HH Rang. Svo fremi að þessi smáást sé annað og meira en óskhyggja hjá þér, þá ætti þetta að geta tekizt. En auðvitað myndi það kosta að þið yrðuð að hætta að taka alveg svona mikið tillit til stráksins, sem hún er með í augnablikinu. Þótt góðmennsk- an sé allra góðra gjalda verð, þá gildir hún ekki í þessu til- felli ef þetta á að hafast. Reyndu að sæta lagi að gefa stúlkunni ótvírætt til kynna hvernig þér er innanbrjósts, og ef henni er í raun réttri ekki sama um þig, fer varla hjá því að hún láti það þá í Ijós á einhvern hátt. Skriftin er fíngerð og bendir til þess að þú sért mikill fagur- keri og tilfinninganæmur. Svar til Trillu ástföngnu Að okkar áliti er ekki hægt að kalla þetta að vera með, að minnsta kosti þyrftirðu að vera nokkuð lítilþæg til þess. Og áhuginn virðist standa næstum á núlli hans megin, fyrst hann lætur félaga sína sitja svona al- gerlega fyrir þér. Líklegt er einnig að hann sé mjög óþrosk- aður og óráðinn. Skriftin gæti gefið til kynna að þú værir lífsglöð og fjörmikil. Vog og tvíburi eiga yfirleitt mjög vel saman.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.