Vikan


Vikan - 22.04.1971, Side 28

Vikan - 22.04.1971, Side 28
George Brown er söngelskur maður. Sá frægi maður, George Brown, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bretlands, heimsótti ísland á dögunum og var gestur á árshátíð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Hann hélt fund með blaðamönnum, ræddi við stúdenta og brá sér í ferðalag til V'estmannaeyja. Koma Browns vakti mikla athygli, enda maðurinn engan veginn hversdags- legur í tali og háttum. Á blaðamannafundinum lét hann ýmis smellin ummæli falla um íslendinga. Hann sagði til dæmis, að við mættum eiga elzta þing í heimi, en að- eins með því skilyrði, að við sættum okkur við tólf mílna landhelgi. Fyrstu viðbrögð hans við reykvísku umhverfi voru á þá leið, að líklega væri húsgerðarlistin enn verri hjá okkur en B'retum. Brown hefur nú hlotið lávarðar- nafnbót og situr í lávarðardeild brezka þingsins. Það kom í Ijós, að honum er meinilla við að vera kallaður „lord“ og telur nafnbótina aðeins nýjan aðgöngumiða fyrir sig að þinginu. Hann kvaðst verða að sætta sig við þetta, fyrst hann hefði staðið sig svona illa í síðustu kosningum og fallið. Á árshátíð Alþýðuflokksfélagsins flutti Brown grafal- varlega ræðu um stjórnmálaástandið í heiminum. Hins vegar skemmti hann gestum með ýmsum tiltektum og uppátækjum. Þegar Stúdentakórinn hafði sungið undir stjórn Atla Heimis Sveinssonar, varð Brown svo hrifinn, að hann rauk fram á gólfið og heimtaði að fá að syngja með. Hann fékk fleiri menn til að syngja einnig með kórnum, til dæmis Gylfa Þ. Gíslason, menntamálaráð- herra. Á þessari opnu sjáum við skemmtilegar myndir af því óvenjulega atviki, þegar sá makalausi George Brown gerðist söngfélagi í Stúdentakórnum. * ÞEGAR SÖNG MED MYNDIR: EGILL SIGURÐSSON 28 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.