Vikan


Vikan - 22.04.1971, Side 40

Vikan - 22.04.1971, Side 40
/£enwood UPPÞVOTTAVEUN Þér fáið hvergi fullkomnari uppþvott en i KENWOOD upp- þvottavélinni. Fyrst þvær hún með sistreymi af heitu vatni — heitara en þér getið þolað — svo heitu, að það drepur skaðlega sýkla. Hið hringfarastreymikerfi — sem er aðeins í KENWOOD — sprautar vatninu, ásamt hreinsivökvan- um, sem látinn er i vélina um allt leirtauið með óvenju- iegum krafti. Það er ekkert á hreyfingu i KENWOOD, nema vatnið, svo að leirtauið og viðkvæmt postulin er fullkomlega öruggt. Meðan á skolun stendur, þá gláfægir hreinsivökvinn leir- tauið og postulinið, en siðan hefst þurrkun. Það er aðeins KENWOOD, sem veitir fjölbreytt uppþvotta- val. Þér getið stillt vélina á mismunandi uppþvottaraðferð — með þvi að stilia stjórnskifuna. Þér getið stöðvað vélina hvenær sem er, ef þér þurfið að láta i hana eða taka úr henni. -mmimemmm ,... <,,)■ mm .. ................... HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. hvers vegna hann aldrei sýndi henni blíðuhót. Tim kom niður þrepin frá skrifstofunni. Hann veifaði með vegabréfum þeirra og brosti út undir eyru. Næstum eins og í gamla daga, fannst henni. — Er allt í lagi? spurði hún. — Já, þeir spurðu ekki um neitt, nema. . . . Hann brosti og reyndi að eftirlíkja kok- hljóði, sem er svo táknrænt fyrir íbúa Suður-Afríku. — Eruð þér með skotvopn? Svo komu þau til Pieters- burg og voru að svipast um eftir hóteli. Þá sagði Tim: — Ég gleymdi að segja þér að ég fékk bréf frá Nicholas Pearson í gær. T_T ún stirðnaði og reyndi að segja eitthvað, en kom ekki upp nokkru orði. Tim virtist ekki taka eftir því. Hann sagði: — Það liggur þarna í skjala- töskunni minni. Eg held ég hafi stungið því niður hjá vega- kortunum. Ég sýni þér það seinna. Hann hafði sett utaná- skrift skrifstofunnar, svo ég fékk það sent þangað. Nú varð hún að segja eitt- hvað. — Hvernig líður honum. Skyldi Tim finnast eitthvað athugavert við rödd hennar? — Ágætlega, eftir því sem hann segir sjálfur. Hann er bú- inn að fá annað starf við aug- lýsingadeildina. Það hlýtur að hafa kostað hann ærið fé að rjúfa samningana við stjórn- ina eftir svona stuttan tíma. Hann þurfti sjálfur að borga heimferðina. En mér er sagt að hann hafi gert þetta áður. Hún tautaði eitthvað óljóst. — En þetta er auðvitað allt í lagi, meðan hann er ókvænt- ur. Er þetta ekki ágætis hótel? Eigum við ekki að fá okkur bað og drykk áður en við borð- um? — Jú. Jú, endilega. Það hvein í hjólbörðunum, þegar hann beygði heim að hótelinu. TLT ún var farin að taka upp •*■■*■ úr töskunum, þegar hann kom upp á herbergið. Vatnið rann hægt í baðkarið. — Ég bað um sherry handa þér, sagði hann. — Það kem- ur bráðum. Hann steig yfir töskurnar, sem ennþá voru á gólfinu, gekk að náttborðinu og lagði skjalatöskuna sína á það. Svo sneri hann sér við. — Hvort rúmið viltu? — Mér er alveg sama. — Þarna er tunglið að koma upp. Sjáðu! Joanna leit út og virti fyrir sér rauðgulu kúluna. — Ég er að hugsa um ástæð- una fyrir því að hann skrifaði þér, sagði hún og reyndi að láta ekki á því bera hve áköf hún var. — Áttir þú ekki von á bréfi frá honum? Ég hélt að það væri' þess vegna sem þú vildir endilega koma við á pósthús- inu. Hann virti hana fyrir sér og beið eftir að hún kæmi með eitthvert tæmandi svar, eða hvort hún hefði ímyndað sér þetta allt? — Nei, eiginlega ekki. Hún sá að það stríkkaði á dráttun- um við munn hans. — Bað- karið, sagði hann hörkulega og gekk inn í baðherbergið. — Það var næstum farið að fljóta úr því. Eftir miðdegisverðinn voru þau svo þreytt að þau flýttu sér að tæma kaffibollana og fóru upp á herbergið. Silfur- skin mánans lýsti upp breiða rúmið. Skjalataskan lá á nátt- borðinu. — Það var bréfið frá Nic- holas, sagði Jo. — Þú sagðir að ég mætti lesa það. Sagði ég það? Tim fór strax að tína af sér spjarirnar. — Já . . . sagði Joanna hik- andi. Það var eins og hún kyngdi orðinu. Hún fór að losa rennilásinn, en hann sat fastur. — Ætlar þú ekki að hátta? spurði hann. — Ætlaðirðu ekki að lofa mér að sjá. .. . — Bréfið frá Nicholas? Það varð dauðaþögn. Þau biðu bæði eftir því að annað- hvort þeirra segði eitthvað. Rödd hans titraði, þegar hann spurði: — Hve langt genguð þið, Joanna? Hann hafði aldrei kallað hana Joanna. Aldrei. Hún starði á hann. — Hve langt? — Já, hve langt? — Við . . . við gerðum al- drei.... — Geturðu svarið það? Skyndilega var eins og eitt- hvað bráðnaði í sál hennar. Hún fór að gráta. Það var þessi erfiði rennilás sem fyllti mælinn. — Ó, Tim, ég hefði aldrei getað gert það. Datt þér það í hug að ég. ... Að minnsta kosti ekki fyrr en. . . . — Fyrr en hvað? — Fyrr en ég hefði talað við 40 VIKAN 16. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.