Vikan


Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 40

Vikan - 22.04.1971, Blaðsíða 40
/£enwood UPPÞVOTTAVEUN Þér fáið hvergi fullkomnari uppþvott en i KENWOOD upp- þvottavélinni. Fyrst þvær hún með sistreymi af heitu vatni — heitara en þér getið þolað — svo heitu, að það drepur skaðlega sýkla. Hið hringfarastreymikerfi — sem er aðeins í KENWOOD — sprautar vatninu, ásamt hreinsivökvan- um, sem látinn er i vélina um allt leirtauið með óvenju- iegum krafti. Það er ekkert á hreyfingu i KENWOOD, nema vatnið, svo að leirtauið og viðkvæmt postulin er fullkomlega öruggt. Meðan á skolun stendur, þá gláfægir hreinsivökvinn leir- tauið og postulinið, en siðan hefst þurrkun. Það er aðeins KENWOOD, sem veitir fjölbreytt uppþvotta- val. Þér getið stillt vélina á mismunandi uppþvottaraðferð — með þvi að stilia stjórnskifuna. Þér getið stöðvað vélina hvenær sem er, ef þér þurfið að láta i hana eða taka úr henni. -mmimemmm ,... <,,)■ mm .. ................... HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240. hvers vegna hann aldrei sýndi henni blíðuhót. Tim kom niður þrepin frá skrifstofunni. Hann veifaði með vegabréfum þeirra og brosti út undir eyru. Næstum eins og í gamla daga, fannst henni. — Er allt í lagi? spurði hún. — Já, þeir spurðu ekki um neitt, nema. . . . Hann brosti og reyndi að eftirlíkja kok- hljóði, sem er svo táknrænt fyrir íbúa Suður-Afríku. — Eruð þér með skotvopn? Svo komu þau til Pieters- burg og voru að svipast um eftir hóteli. Þá sagði Tim: — Ég gleymdi að segja þér að ég fékk bréf frá Nicholas Pearson í gær. T_T ún stirðnaði og reyndi að segja eitthvað, en kom ekki upp nokkru orði. Tim virtist ekki taka eftir því. Hann sagði: — Það liggur þarna í skjala- töskunni minni. Eg held ég hafi stungið því niður hjá vega- kortunum. Ég sýni þér það seinna. Hann hafði sett utaná- skrift skrifstofunnar, svo ég fékk það sent þangað. Nú varð hún að segja eitt- hvað. — Hvernig líður honum. Skyldi Tim finnast eitthvað athugavert við rödd hennar? — Ágætlega, eftir því sem hann segir sjálfur. Hann er bú- inn að fá annað starf við aug- lýsingadeildina. Það hlýtur að hafa kostað hann ærið fé að rjúfa samningana við stjórn- ina eftir svona stuttan tíma. Hann þurfti sjálfur að borga heimferðina. En mér er sagt að hann hafi gert þetta áður. Hún tautaði eitthvað óljóst. — En þetta er auðvitað allt í lagi, meðan hann er ókvænt- ur. Er þetta ekki ágætis hótel? Eigum við ekki að fá okkur bað og drykk áður en við borð- um? — Jú. Jú, endilega. Það hvein í hjólbörðunum, þegar hann beygði heim að hótelinu. TLT ún var farin að taka upp •*■■*■ úr töskunum, þegar hann kom upp á herbergið. Vatnið rann hægt í baðkarið. — Ég bað um sherry handa þér, sagði hann. — Það kem- ur bráðum. Hann steig yfir töskurnar, sem ennþá voru á gólfinu, gekk að náttborðinu og lagði skjalatöskuna sína á það. Svo sneri hann sér við. — Hvort rúmið viltu? — Mér er alveg sama. — Þarna er tunglið að koma upp. Sjáðu! Joanna leit út og virti fyrir sér rauðgulu kúluna. — Ég er að hugsa um ástæð- una fyrir því að hann skrifaði þér, sagði hún og reyndi að láta ekki á því bera hve áköf hún var. — Áttir þú ekki von á bréfi frá honum? Ég hélt að það væri' þess vegna sem þú vildir endilega koma við á pósthús- inu. Hann virti hana fyrir sér og beið eftir að hún kæmi með eitthvert tæmandi svar, eða hvort hún hefði ímyndað sér þetta allt? — Nei, eiginlega ekki. Hún sá að það stríkkaði á dráttun- um við munn hans. — Bað- karið, sagði hann hörkulega og gekk inn í baðherbergið. — Það var næstum farið að fljóta úr því. Eftir miðdegisverðinn voru þau svo þreytt að þau flýttu sér að tæma kaffibollana og fóru upp á herbergið. Silfur- skin mánans lýsti upp breiða rúmið. Skjalataskan lá á nátt- borðinu. — Það var bréfið frá Nic- holas, sagði Jo. — Þú sagðir að ég mætti lesa það. Sagði ég það? Tim fór strax að tína af sér spjarirnar. — Já . . . sagði Joanna hik- andi. Það var eins og hún kyngdi orðinu. Hún fór að losa rennilásinn, en hann sat fastur. — Ætlar þú ekki að hátta? spurði hann. — Ætlaðirðu ekki að lofa mér að sjá. .. . — Bréfið frá Nicholas? Það varð dauðaþögn. Þau biðu bæði eftir því að annað- hvort þeirra segði eitthvað. Rödd hans titraði, þegar hann spurði: — Hve langt genguð þið, Joanna? Hann hafði aldrei kallað hana Joanna. Aldrei. Hún starði á hann. — Hve langt? — Já, hve langt? — Við . . . við gerðum al- drei.... — Geturðu svarið það? Skyndilega var eins og eitt- hvað bráðnaði í sál hennar. Hún fór að gráta. Það var þessi erfiði rennilás sem fyllti mælinn. — Ó, Tim, ég hefði aldrei getað gert það. Datt þér það í hug að ég. ... Að minnsta kosti ekki fyrr en. . . . — Fyrr en hvað? — Fyrr en ég hefði talað við 40 VIKAN 16. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.