Vikan - 03.06.1971, Side 9
myndari komu til Markdal, fékk frú
Nilsson áminningu.
Hún var að koma úr fjósinu, sem
er stuttan spöl frá íbúðarhúsinu.
Mitt á milli húsanna fann hún rya-
mottu, sem hafði verið flevgt á
hrattann upp að aðaldyrum hússins.
Hvernig gal hún Iiafa komizt þang-
að? Á Markdal bjó enginn nema þau
hjónin og maðurinn hennar var úti
í skógi. Nábúarnir eru fullorðið fólk,
sem hafa annað að gera en að hrella
grannann. Það eru yfirleitt engin
börn þarna né unglingar.
Frú Nilsson segir:
— Við höfunr búið hér í tuttugu
ár og það hefir aldrei komið neitt
fyrir, sem getur kallast yfirnáttúr-
legt. En svo skeði það 12. márz i
fyrra ...
Frú Nilsson liafði lagt á morgun-
verðarborðið i eldhúsinu. Þau lijón-
in voru vön að l)orða á þessum tíma.
Allt i einu sá hún eittlivað glitrandi
uppi í loftinu og liélt að rifa hefði
komið í þakið. En rétt á eftir sá hún
gaffalinn, liann lá á þröskuldinum
milli stofu og eldhúss . .. Fljúgandi
gaffall .. . frú Nilsson skalf af
hræðslu.
Nokkru síðar sagði hún manni
sinum frá þessu. Hann leit dálítið
vandræðalega á konu sina, en sagði
svo með hægð:
— Já, það er nú ýmislegt, sem ég
hefi ekki sagt þér .. .
Og hann sagði henni það sem
hann hafði orðið var við fvrir nokkr-
um vikum:
Hann var að mjólka í fjósinu,
þegar hann sá gráa kúlu fljúga
gegnum fjósið og lenda með miklum
dvnk i gólfinu, eftir að hafa flogið
ii])|) í loftið. Þetta var venjulegur
grágrýtis hnullungur á stærð við
mannshnefa. Hann var sléttur og á-
valur eins og egg og skraufþurr,
eins og liann hefði verið tekinn upp
í steikjandi sólskini. Fjósgólfið var
rennblautt og allar dyr og gluggar
lokað.
Föstudaginn 13. marz fór frú Nils-
son lil að líta eftir smnarbústöðum
í nágrenninu, en hún hafði þann
starfa að hafa auga með þessum bú-
stöðum, þegar enginn bjó í þeim.
Hún gelck að næsta húsinu, gulri
villu, til að læsa húsinu, því að hand-
verksmenn höfðu verið að gera við
rafmagn og ýmislegt annað. ílurð
hafði verið tekin af hjörum og frú
Nilsson hugsaði með sér að hún
þyrfti að lagfæra þetta hið bráðasta.
Laugardaginn 14. marz fór hún í
venjulega eflirlitsferð. I gula hús-
inu, sem var hyggt árið 1800 eða þar
um bil, hélt hún að allt væri með
kyrrum kjörum, en hurðin var þá
komin á sinn stað! Þegar hún spurði
manninn sinn hvort liann hefði gef-
ið sér tíma til að setja hurðina á sinn
stað, svaraði hann að hann liefði
ekki komið inn í þetta liús í meira
en viku. Þau spurðu smiðinn i ná-
grenninu, en hann sagðist ekki hafa
komið nálægt húsinu i margar vik-
ur, enda sagðist hann ekki geta
gengið i gegnum læstar dyr! Úti-
dvrnar voru kvrfilega læstar.
Sama kvöld fóru Nilssonshjónin
að heimsækja náhúa sina. Frú Nils-
son ætlaði að hafa með sér hlóm-
vönd, sem hún var búin að láta nið-
ur í tösku, en hún gleymdi töskunni.
Morguninn eftir ætlaði hún að taka
blómin úr töskunni, en ])á voru þau
horfin.
Mánudaginn 16. marz, var hún i
eldhúsinu, þá sá hún eitthvað svart
koma fljúgandi úr næsta herbergi.
Hún leitaði um allt eldhúsið, en
fann ekki neitt. Nokkrum klukku-
tímum síðar gáði hún ofan í tösk-
una, þá lá þar vasahnífur. Stimpill
var á hnifnum, kóróna og stafirnir
ERN. Enginn náhúanna þekkti hníf-
inn og Nilssonshjónin höfðu aldrei
séð hann áður.
—- Þetta var alll nýtt fvrir mér,
segir frú Nilsson. Á æskustöðvum
minum, heima i Österbotten heyrði
ég gamla fólkið oft tala um reim-
leika og fyrirboða, sem það hafði
bæði heyrt og séð.
— En i fyrravor, heldur frú Nils-
son áfram, — áður en sumargestirn-
ir fluttu hingað, þá var ég stödd í
gula húsinu, þegar ég heyrði barið
fast i einn gluggann, svo heyrði ég
dauf högg og hélt að það gæti verið
spæta. En það var ekki nokkur fugl
fyrir utan og heldur ekki laus karm-
ur i glugganum. Um leið hevrði ég
einhverskonar hljóð, líkast katla-
mjálmi. Ég skeytti ekkert um þetta,
hugsaði að náttúran væri full af
allskonar hljóðum. En nú i seinni
líð er ég farin að veita þessu Jillu
meiri athygli. Einu sinni, þegar
maðurinn var farinn fvrir löngu
með dráttarvélina út i skóg, þá
heyrði ég hamarshögg frá hlöðunni.
Ég varð hissa á því að hann væri
kominn svona fljótt heim, svo ég
fór út i lilöðu. Þar var enginn mað-
ur og ekkerl að heyra eða sjá. Löngu
siðar kom maðurinn minn og nábú-
arnir segjast ekki hafa komið ná-
lægt hlöðunni.
Fólkið í Roslagen vill endilega að
þetta verði atlmgað. Aðalbygging
hússins er frá 1700 og hjálkarnir eru
handhöggnir. Það gelur verið að
lausn þessa máls liggi einhversstað-
ar í fortíðinni. Það getur verið að
einhver sem þar hjó hafi ekki fund-
ið frið ...
Markdal var einu sinni barna-
heimili og sagan segir að harn hafi
drukknað þarna á mjög iskvggileg-
an bátt árið 1800.
Sumir íbúar Roslagen halda þvi
fram að ekkert sé óeðlilegt, það sé
yfirleitt hægt að finna sennilega
skýringu á öllu, ef farið sé að því
með þolinmæði og þrautseigju.
Frú Nilsson lieyrði það i barn-
æsku að enginn skildi verða hrædd-
ur við afturgöngur, það væri um að
gera að hrópa til þeirra:
— Ilvað viltu? Ég skal hjálpa þér.
Þá á það að hafa komið fyrir að
hinn órólegi andi hafi svarað .. .
Nilssonshjónin hafa engin vitni og
þessvegna vilja þau endilega láta
rannsaka þetta. ☆
22. TBL. VIKAN 9