Vikan - 03.06.1971, Blaðsíða 49
Kristján og Anna svöruðu
engu. Þau litu ekki hvort á
annað. Anna fann að slagæðin
á hálsinum sló hraðar. Henni
var ekki vel við Georg og
hafði aldrei verið það. En hvað
vissi annað fólk um hjónaband
þeirra? Ekkert. Og Kristín
hafði aldrei sagt neitt fyrr.
— Það er ekkert við því að
segja, sagði hún núna. — Mað-
ur er tryggur á sinn hátt, en
hvílíkur misskilningur! Stefán
er fjögurra ára, hann átti af-
mæli í sumar og við Georg
giftum okkur, af því að við
áttum von á honum. Við skild-
um það eiginlega hvorugt, en
fjölskyldurnar kröfðust þess
og við gátum ekki staðið gegn
þeim. Upp á síðkastið hefur
þetta ekki verið annað en
hreinasta víti.
Kristín kyngdi og snýtti sér.
Hún leit ekki enn á þau.
— Mamma . . . mamma varð
veik eins og þið vitið, sagði
hún loks. — Það var ellihrum-
leiki og ekkert hægt fyrir hana
að gera. Hún var send á geð-
veikrahæli, þó að þeir gerðu
allt sem þeir gætu fyrir hana
og hugsuðu í alla staði vel um
hana. Og það er bara eitt af
því, sem Georg segir daglega
við mig — að mamma mín sé
geðveik og ég verði það líka.
Að munsturteikningarnar mín-
ar séu einskis virði og að ég
gæti aldrei haldið mér á floti,
ef hann sæi ekki fyrir mér. Að
ég sé ófær í rúminu, kunni
ekkert til hússtarfa og sé ekki
þess virði að kallast kona. Að
ég . . .
Kristín!
Guð minn góður!
Anna greip fyrir andlitið, en
Kristján stökk upp á nef sér.
— Þessi bannsetti heimski
drjóli! öskraði hann. — Kristín
litla, vinkona . . .
— í dag kom hann heim með
stelpu, sem átti að búa hjá
okkur, sagði Kristín bein í baki
og rjóð í kinnum. -— En þá
var því líka lokið. Áður hugs-
aði ég með mér, hann er pabbi
Stefáns og ég vildi reyna . . .
Stefáni þykir vænt um hann
og hann er góður við hann ...
En nú gat ég ekki meira. Eg . ..
ég . . . Svo ef ég má vera hér
í sólarhring . . .
Kristján settist hjá henni í
sófann og tók utan um axlirnar
á henni. Kristín þrýsti andlit-
inu að j akkaboðungnum og
skalf af gráti.
Svona, svona, sagði Kristj-
án blíðlega. — Gráttu nú bara,
það er gott að gráta. Þá líður
þér betur á eftir. Vertu hjá
Framundan eru vorið og sumarið. Ný tizka ...
nýjar hugmyndir . . .
Ný efni berast daglega i Vogue - alltaf eitthvað sérstakt
fyrir hverja konu. Sibreytilegt úrval i litum, mynstrum
og efnisáferð vekur sköpunargleði og auðveldar hverri
konu að skapa sinn eigin persónulega stíl.
Við litum inn i Vogue ... til aó fá nýjar hugmyndir ...
til að gera góð kaup ... til að fylgjast með tizkunni.
Laugavegi 11,
Skólavörðustíg 12,
Háaleitisbraut 58—60,
Strandgötu 31 Hafnarfirði.