Vikan


Vikan - 03.06.1971, Blaðsíða 13

Vikan - 03.06.1971, Blaðsíða 13
IMKOMAN GAMANSAGA EFTIR 0‘HENRY Joe Perkins vissi upp á hár hvað mundi gerast, þegar hann kæmi heim. Hún Katý mundi flýta sér að taka á móti honum á ganginum á hjallinum, þar sem þau leigðu. Síðan mundi hún gefa honum koss með karamellubragði. Hann mundi setjast á steinsteypuharðan dívan og taka fram kvöldblöðin . . . Áttugasta og fyrsta gata! — Gerið svo vel og rýmið fyrir þeim, sem ætla út! vældi vagnstjórinn í bláa einkennisbúningnum. Hópur af ríkisborgarsauðfénaði valt út á götuna og annar valt inn. Ding dang! Gripvagnar L-lestarinn- ar á Manbattan þutu af stað með braki og brestum. Og mr. Joe Perk- ins slangraði niður þrepin frá stöð- inni ásamt hópnum, sem hafði ver- ið lileypt út um leið og honum. Hann rambaði lieim á leið, hægt og bítandi. Hægt og bitandi — því að liann var liættur að vænla nokkurs góðs af daglega lífinu. Maður, sem hefur verið giftur í tuttugu ár og býr í leiguhjalli, getur ekki vænzt nokk- urra óvæntra gleðitíðinda af for- sjóninni. Og þarna, sem liann labb- aði nú í liægðum sínum heimleiðis, þá sá hann alveg fyrir það sem koma mundi á næstunni: • Hún Katý mundi flýta sér að laka á móti honum i ganginum og gefa honum koss með varastiftis- og karamellubragði. Siðan mundi hann hengja af sér frakkann og setja sig á rykfrían, steinstevpuharðan dívan og taka fram kvöldblöðin. Næst kæmi svo röðin að simskeytunum og orrustunum í Mansjúríu, þar sem andstæðingarnir reyndu eftir beztu getu að slátra hverjir öðrum með glamrandi og bráðdrepandi ritvél- um. Miðdegismaturinn mun að öll- um likindum verða lapskássa, salad með algerlega óskaðlegri en líka al- gerlega bragðlausri sósu, rabarbara- grautur og loks lítil kruklca af jarða- berjasultu, sem stokkroðnaði fvrir ábvrgðina, sem tekið var á gæðm’n Framhald á hls. 33. 22. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.