Vikan - 03.06.1971, Síða 20
ÞAR.TIL
dauðinn
AÐSKILUR
Madame, hvíslaSi sú
gamla ofurlágt.
- Raoul sonur minn
dófyrirtíu árum ...
- Þekktuð þér Raoul
son minn? spurSi
gamla konan.
- Ég... ég er Helen.
Konan hans. —
rem dögum síðar byrjuðu
símaupphringingarnar.
Fyrst annan hvorn tíma, síð-
ar með æ styttra millibili.
Hvert sinn sem Helen tók
upp símann, heyrði hún þung-
an andardrátt. — Hver er
þetta? spurði hún, hrópaði það,
öskraði: — Talið þá! Segið
hver þetta er!
En hún heyrði aðeins andar-
dráttinn, — þungan og urg-
andi, eins og frá helsærðu dýri.
Helen sagði ekki neitt við
Raoul. Hann var orðinn svo
hugsunarsamur og ástríkur,
hún þorði ekki aS hræra upp
í öllu sem var búið að ske.
Svo vissi hún líka að hann
myndi ekki trúa henni. Og
Renée? Hvers vegna tók hún
aldrei símann, þegar hann
hringdi? Heyrði hún það ekki,
eða lét hún sem hún heyrði
það ekki.
Sjöunda daginn gafst hún
upp og hringdi til Savants
læknis. Henni var ekki ennþá
ijóst hvorum megin hann var,
en hún varð að tala við ein-
hvern.
Syngjandi rödd May-Lin
svaraði og Helen fleygði sím-
tólinu á, eins og hún hefði
brennt sig.
Og samstundis ákvað hún að
treysta engum nema sjálfri
sér. Hún tortryggði alla; Re-
née, May-Lin og Savant lækni.
En umfram aðra tortryggði
hún Armand, hinn leyndar-
dómsfulla kunningja Raouls.
Að vísu hafði hún aðeins hitt
hann tvisvar, en hún varð
stöðugt vissari um að það var
hann, sem stóð á bak við síma-
hringingarnar. Hún mundi eft-
ir augunum bak við dökku
gleraugun, köldu og grimmd-
arlegu augunum. Hún mundi
eftir frekjulegum munnsvipn-
um. Höndunum, sem rifu í sig
20 VIKAN 22. TBL.