Vikan - 03.06.1971, Side 21
r
L^g verð að gera eitthvað,
sem kemur þeim á .óvart.
Ég verð að vinna á þessum
óþekkta óvini með hans eigin
vopnum.
Ég verð að fara til París! í
kvöld . . .
En enginn má vita það. Og
þegar þau komast að því að
ég er farin, þá verður það að
líta þannig út að mér hafi ekki
verið sjálfrátt, eins og allt hitt
. . . sem ég hafði ekki gert.
Það verður að líta þannig út
eins og að þeim sem vill gera
mig brjálaða, hafi tekizt það.
matinn, sem hún bar fyrir
hann.
Já, hugsaði hún, það er Ar-
mand, sem stendur- á bak við
þetta allt. Hann kom frá París,
þar sem ég hitti Raoul. Hann
heyrir til fortíð Raouls, sem ég
vildi gjarnan vita svolítið
meira um.
Þegar Raoul kom heim frá
verksmiðjunni var undarlega
kyrrt í húsinu. Hann mundi
eftir því að Renée átti frí, en
hvar var Helen? Hafði hún
lagt sig? Hann lseddist inn í
svefnherbergið hennar.
Það var ljós á náttborðs-
lampanum hennar, en rúmið
var óhreyft.
— Helen, kallaði hann. —
Helen ,hvar ertu?
Enginn svaraði.
Hann reif upp hurðina á bað-
herberginu. Þar var allt skín-
andi hreint og fágað. Allt of
hreint. Engar snyrtivörur á
borðinu. Hann flýtti sér aftur
inn í svefnherbergið og reif
upp skáphurðirnar. Gráa loð-
kápan var þar ekki, ekki held-
ur Pucci kjóllinn og háu stíg-
vélin. Engin taska var á hill-
unni.
Helen var farin.
Raoul varð að hafa hemil á
sér til að rífa ekki í sundur
það sem eftir var í skápnum.
Þessu hafði hann alls ekki bú-
izt við . . . Að Hlen skyldi fara
frá honum . . .
Hann flýtti sér inn í vinnu-
stofu sína og sá strax að mið-
skúffan í skrifborðinu var
brotin upp. Umslagið með pen-
ingunum var horfið. En minn-
isbókin var á sínum stað, það
var þó gott. Þar hafði henni
yfirsézt, en eitt var horfið, —
skammbyssan!
13 ue Caravelle er á vinstri
bakka Signu. Þetta ný-
tízkulega nafn passar illa í
þessu umhverfi innan um
skakka ljósastaura, ómálaða
glugga og hurðaræksnin, sem
prýða langar raðir húsanna,
sem eru að falli komin. Rue
Caravelle er skuggaleg gata,
jafnvel um miðjan dag og það
var sannarlega ekki notalegt
að vera þar á ferli um miðja
nótt og að auki í dynjandi
rigningu.
Helen nam staðar fyrir utan
húsið númer 14. Það var
myrkur í öllum gluggum.
Á múrveggnum við hliðina
á dyrunum, hékk ólæsilegt
skilti. Helen slökkti á vasa-
Ijósinu, sem hú,n hafði haft
með sér í töskunni, ýtti upp
hurðinni og laumaðist inn í
dimman stigaganginn,
Römm lykt af hvítlauk og
gömlu rauðvíni lagði á móti
henni þegar hún fór að læðast
upp stigann. Þegar hún var
komin upp á aðra hæð, voru
dyr opnaðar fyrir neðan.
—- Qui est la? spurði reiði-
22. TBL.VIKAN 21