Vikan


Vikan - 03.06.1971, Side 33

Vikan - 03.06.1971, Side 33
EG ER FÆDDUR... Framhald af bls. 29. mína í myndinni. Þetta er frá- bær mynd!“ Enda þótt Chamberlain haldi því sjálfur fram — sjálfsagt réttilega — að hann sé enn að læra leiklist (af reynslunni) segja meðleikarar hans, að það sé einstaklega gott að vinna með honum. Hann sé öruggur, tillitssamur, kurteis, áhuga- samur og jafnvel skapgóður, sem er víst ekki hægt að segja um alla leikara. Ken Russell segir til dæmis: „Hann er mjög blíður og elsku- legur. Hann gerði allt sem við fórum fram á.“ Og Peter Dews segir: „Ég hef aldrei kynnzt viljugri leikara. Hefði maður sent hann eftir kaffi hefði hann farið með það sama.“ Richard útskýrir skapgerð rína svona: „Ég hef ekkert gagn rf því að stofna til vandræða. Ég fæ ekkert út úr því, engan kraft, eins og sumir leikarar gera. Þeir verða að vera fjand- samlegir eða valdagráðugir til cð fá nægan kraft. Ég reyni að fá minn kraft beint frá hlut- verkinu. Ég er alltaf að læra, pn ég held ekki, að ég verði roiög teknískur leikari nema á sviði Dr. Kildare, sem ég náði fullum tökum á. „Sjáðu til," segir hann svo og brosir, „það er ekkert athuga- vert við sjarma, en maður vill vera fær um að gera meira, bæði fyrir ofan og neðan, og á meðan ég var sjarmörinn átti ég bágt með það.“ Myndi það vera vegna þess að hann er innhverfur? „Ef sá spm er innhverfur hefur mestan áhuga á, hvað er að gerast innra með honum og sá sem er út- hverfur hefur mestan áhuga á því sem gerist í kringum hann, þá er ég innhverfur. Það sem ég þess að vera einn öðru hvoru t'l að átta mig á sjálfum mér. Sjáðu til, ég er auðveldlega sveigður af því ástandi sem rík- ír hverju sinni og það veltur ’íka töluvert á því við hvern ég tala. Þess vegna þarf ég allt- af dálítinn tíma út af fyrir mig til að komast aftur í jafnvægi, til að komast að, hvað mér finnst í raun og veru sjálfum. É" á auðvelt með að taka þátt i áhuga og eldmóði annarra — sem ég tel gott, því það þýðir að ég á auðvelt með að setja mig inn í ímyndaðar aðstæður og persónur." Næsta persóna sem Richard þarf að setja sig inn í er Richard III, aðalpersónu samnefnds leik- rits Shakespeares. Það er ríkis- leikhúsið í Seattle, Washington, sem ætlar að setja leikinn upp, og Richard er óskaplega kátur yfir þessu tækifæri, f hans aug- um táknar það, að hann hefur verið viðurkenndur sem alvar- legur leikari í heimalandi sínu. „Ég hlakka mikið til að komast vestur," segir hann, „því ég er farinn að finna dálítið fyrir heimþrá. Þó er það alveg vist að ég kem aftur, því ég elska England og fólkið sem byggir það... f Englandi finnur mað- ur það frelsi og umburðarlyndi sem vantar í Ameríku þessa dagana.“ Hann horfir út um gluggann sinn og yfir regnvotan Hyde Park. Svo segir hann: „Blóm myndu aldrei geta lifað í Centr- al Park í New York. Þetta er eitt af því sem ég elska við Englendinga, þeir láta blómin í friði og í staðinn segir hvert einasta blóm í garðinum þarna eitthvað fallegt um Englend- inga.“ „ ... Mér finnst stundum að ég ætti að fara að skjóta rótum einhvers staðar," segir Richard svo. „Stundum dettur mér í hug, að ég ætti að stofna heim- ili, giftast og eignast börn. Hiónabandshugmyndin grípur mig alitaf öðru hvoru. Ég er 34 ára og er að siá jafnaldra mína sköllótta, vambmikla og ríka með uppkomin börn sín. Og þá fer ég að brjóta heilann um þessi 6 aukaár mín. Ég er enn að vaxa og verða „stór“.“ Hann hefur „vaxið“ mikið c,,'ðustu árin. Honum hefur far- 'ð peysilega fram, með öðrum orðum. Þótt hann sé hættur að bvo sér um hendurnar, áður en hapu fer fj] dyra eins og hann "erði áður, er hann sennilega 1'vari áhugasama. rólega og hpjllandi lækninum Kildare, en hann vill sjálfur viðurkenna. TTann er svo sem enginn sér- ffakur engill frekar en aðrir, en hann er raunverulega heið- nripfjur. skemmtilegur og við- vimnanlegur maður. Hann er eins elskulegur beg- ar gestir fara og þegar þeir koma. „Þakka þér kærlega fyr- ír komuna. Ég vona, að þú haf- ir fengið eitthvað af viti út úr bessu snakki okkar. Mikið ^pnnst mér annars gaman að ^ala við þig. Vona að þú verðir evkí gegnvotur í rigningunni. Ef til vill er þetta eitt per- sónutöfrabragðið sem amerískir sjónvarpsmenn kenndu doktor Kildare. En eins og þeir segja í Englandi, þá heldur sjarminn snákunum í hæfilegri fjarlægð, og hver hefur gaman af snák- um? -fc HEIMKOMAN Framhald af bls. 13. hennar á miðanum á glasinu, að hún væri eingöngu búin til úr ósviknum ávöxtum. Eftir mat- inn mundi konan sýna honum tíglateppið með nýju bótinni, sem ísmaðurinn hafði klippt handa henni neðan af hálsbind- inu sínu. Klukkan hálf-átta mundu þau bæði fara að breiða blöðin út yfir öll húsgögnin, svo að gipsið, sem dytti niður úr loftinu eyðilegði þau ekki. Á þessum tíma fór nefnilega digri maðurinn á hæðinni fyrir ofan að æfa Miillerskerfið, áður en hann tæki á sig náðir. Á mín- útunni klukkan tuttugu mundu Hicky og Mooney, atvinnulausu svertingjaleikararnir á III. hæð, við hliðina á honum. fá vægt vitleysiskast, og mundu hlaupa í hring í stofunni sinni, í þeirri trú að Hammerstein agent væri að elta þá uppi með sýningar- tilboð. sem gæfi af sér fimm hundruð dollara á viku. Síðan mundi gamli piparsveinninn, sem bíó í kytrunni fyrir handan húsagarðsholuna, fara að kvelia lífið úr flautunni sinni. Sjálf- virku gasljósin í ganginum mundu fara að ósa eitri. Þetta ós hafði gaman af að safnast saman efst í garðinum. Svo mundi húsvörðurinn fleygja fimm krökkunum hennar frú Zanowitaki frá öskutunnunni, en þau gátu hvergi verið nema þar. Og konan, sem hafði verið gift og skilin óteljandi sinnum, mundi trítla niður stigann í kampavínsgulu sokkunum sín- um og líma miða með nýjasta frúarnafni sínu á bréfakassann við bjölluna. f stuttu máli — lífið mundi ganga sinn vana- gang, vissa gang í öllu Frog- more-húsinu. Joe Parkins vissi með óbifan- legu öryggi, að svo mundi það fara og alls ekki öðruvísi. Hann vissi enn fremur að hann sjálf- ur — klukkan kortér yfir átta — mundi herða upp hugann og grípa hattinn sinn og að konan hans mundi segja þóttalega: — Það væri gaman að vita hvert þú hefðir hugsað þér að fara? — Ég ætla bara að skreppa — Ég skal segja henni mömmu aS þið farið upp í sófa með skóna á fótunum. til McCluskeys, mundi hann svara. Til þess að reyna einn billard við gömlu félagana. Þetta hafði smám saman orð- ið föst regla. Stundum var Katý þá háttuð og svaf á sitt græna eyra. En svo sat hún líka stundum uppi, reiðubúin til að bræða burt í deiglu bræði sinn- ar þann snefil forgyllingar, sem enn var eftir til skrauts á stall- hlekkjum hjónabandsins. Öllu slíku á guðinn Amor einhvern tíma að standa skil á, þegar hann einn góðan veðurdag rekst á fórnarlömb sín úr Frogmore- húsinu. En í kvöld, á sama andartaki, sem Joe Parkins steig yfir þröskuldinn, upplifði hánn al- gera lífsvenjubreytingu frá því sem verið hafði. Þarna var eng- in Katý til að taka á móti hon- um og gefa honum rauðan sykr- aðan koss. f herbergjunum þremur var allt á rúi og stúi. Garmarnir hennar voru þarna hátt og lágt. Skór á miðju gólfi, krullutöng, hárspennur, morg- unkjólar og púðurpelsar, lágu í einum hrærigraut hvert sem litið var. Þetta var svo ólíkt konunni hans. Meðan hugurinn var að falla niður í núll starði hann dapur á greiðuna, sem enn hélt dálitlu af hinum brúnu lokkum hennar á milli tann- anna. Hún hlaut að hafa flýtt sér óvenjulega mikið. Því að venjulega var hún mjög passa- söm að hirða allt það hár, sem rotnaði af henni og geyma það í bláu krukkunni á arinhillunni, \ von um að það mundi ein- hvern tíma endurfæðast. Á gasstjakanum á veggnum hékk samanbrotin pappírsörk á mjög áberandi stað. Joe Park- ins greip hana. Þetta voru nokkrar línur frá konunni hans og hljóðuðu svo: „Kæri Joe! — Ég hef fengið símskeyti og hún mamma er ósköp veik. Ég verð að fara með lestinni klukkan 4.30. Bróð- ir minn ætlar að sækja mig á stöðina. Það er köld kótiletta í 22. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.