Vikan - 03.06.1971, Blaðsíða 34
FRÁ RAFHA
56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill).
Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
kæliskápnum. Ég ætla bara að
vona að það sé ekki andartepp-
an, sem hún hefur fengið. Fáðu
mjólkurmanninum 50 cent. í
fyrravor var hún svo skelfing
eftir sig eftir hana. Gleymdu
ekki að síma á gasstöðina útaf
mælinum. Heilu sokkarnir þín-
ir eru í efstu skúffunni. Ég
skrifa aftur á morgun ...
í mesta flýti, Katý.“
í þessi tuttugu ár, sem hann
og Katý höfðu verið gift, höfðu
þau ekki verið fjarverandi
hvort frá öðru eina einustu nótt.
Hann las bréfið aftur án þess
eiginlega að grípa innihaldið.
Það var alger uppreisn frá hin-
um venjulega þaultroðna slóða
hjónabandsins, svo að hann tók
andköf þegar hann fór að hugsa
um þetta.
Yfir þvert stólbakið hékk
treyjan hennar með rauðu díl-
unum. Hún var ömurlega tóm
og formlaus. Hún var vön að
vera í henni þegar hún Yar sð
malla matinn. Hún hafði fleygt
af sér fötunum — svo mikið
hafði henni legið á! Lítill papp-
írspoki með uppáhalds kara-
mellunum hennar lá þarna ó-
hreyfður með gúmmíbandi ut-
an um. Dagblað lá á gólfinu.
Það var gat á því, þar sem
brautaráætlunin hafði verið.
Allt í stofunni bar þess vitni,
að það sem mestu varðaði var
horfið á burt — að lífið og sál-
in var horfin. Joe Parkins stóð
innan run þessa hluti og var
dapur og hugsandi.
Svo fór hann að reyna að
taka til eftir hana, eins vel og
hann gat. f hvert skipti sem
hann snerti við einhverju fata-
plagginu af henni þá fór skjálfti
um hann, eins og hann kenndi
einhvers konar skelfingar. Hann
hafði aldrei lagt þá spurningu
fyrir sjálfan sig, hvernig sér
mundi líða ef hann missti Katý.
Hún var orðin svo fastur liður í
tilveru hans, að hann gat eigin-
lega líkt henni við loftið, sem
hann andaði að sér. Það var
nauðsynlegt, en maður gerði sér
ekki sérstaka grein fjrrir því.
Og nú var hún horfin! Fyrir-
varalaust. Var horfin svo gjör-
samlega allt í einu, að það var
líkast að hún hefði aldrei ver-
ið til. Auðvitað var þetta ekki
nema í nokkra daga, í mesta
iagi eina viku, eða kannski
tvær, en honum fannst eins og
siálfur dauðinn hefði bent á
hans dyggu og ómeðvituðu bar-
áttu!
Joe sótti kótilettuna fram á
skápinn, hitaði sér kaffi og
settist að hinni einmanalegu
kvöldmáltíð sinni, augliti til
auglitis við hið ósvífna vottorð
um hreinleika jarðarberjarsult-
unnar. Meðal horfinna lífsins
gæða sá hann allt í einu fyrir
sér afturgöngu af lapskássu og
salad með skósvertusósu með
miklum gljáa. Heimili hans var
í uppnámi. Inflúenza tengda-
móður hans hafði hóstað því í
ótal tætlur. Eftir þessa ömur-
legu máltíð settist hann við
gluggann og góndi út.
Hann hafði ekki einu sinni
rænu á að kveikja sér í sígar-
ettu. Fyrir utan öskraði borg-
in. Hún lokkaði hann til þess
að taka þátt í dansi sínum og
dárahætti. Hann átti nóttina
sjálfur. Hann gat óspurður far-
ið út og glamrað á strengjaspil
skemmtanalífsins. Frjálsari en
nokkur piparsveinn. Hann gat
drukkið og svallað fram í birt-
ingu, ef hann vildi og engin
móðguð Katý mundi sitja og
bíða sárgröm eftir honum
heima. Ef hann vildi, gæti hann
nú leikið sér að kúlunum á
græna klæðinu hjá McCluskey,
ásamt hinum háværu vinum
sínum, þangað til morgunroðinn
fengi rafmagnsperurnar til að
fölna. — Hjónabandshlekkirn-
ir, sem honum höfðu fundizt
svo erfiðir þegar lífið var leið-
inlegt, voru allt í einu brotnir.
Konan hans var farin!
Joe Perkins var enginn meist-
ari í að rannsaka sínar eigin til-
finningar. En þarna sat hann nú
í sinni Katy-lausu stofu — fjór-
um sinnum fimm metra — og
nú skildi hann allt í einu ástæð-
una til allrar eymdarinnar.
Hann skildi að Katý var blátt
áfram orðin ómissandi fyrir
hann — hún var lífshamingja
hans. Tilfinningar hans fyrir
henni, sem höfðu vaggast í
svefn við deyfingu hins reglu-
bundna heimilislífs, vöknuðu
nú harkalega til lífsins aftur,
er hún hvarf honum svo skyndi-
lega. Hefur það ekki verið lam-
ið inn í okkur bæði með pre-
dikunum, málsháttum og dæmi-
söeum, að við kunnum ekki að
meta fuglakliðinn fyrr en hann
er horfinn, og að enginn veit
hvað átt hefur fyrr en misst
hefur? Hefur þessu ekki verið
lamið inn í okkur með óskáld-
leeri hætti líka?
Eg er þorpari! sagði Joe
Perkins. Eins og ég hef farið
með hana, Katý! Ég fer út á
hverju kvöldi. Spila billiard og
rabba við strákana. í stað þess
að sitja heima hiá blessuninni
minni. Og svo verður hún, vesa-
lings auminginn að sitja alein
34 VIKAN 22. TBL.