Vikan


Vikan - 03.06.1971, Page 41

Vikan - 03.06.1971, Page 41
verið svo gaman að ég hefi ekki fengið tækifæri til að hugsa um mina eigin persónu. Það eru hlunnindi okkar leikara, að taka frí frá okkur sjálfum. Hún stekkur upp af rauða sófanum og hleypur á sokka- leistunum yfir parketgólfið að skrifborðinu, þar sem hún hrip- ar niður á blað að hún ætli að kaupa bókina um reiðina. Stóra stofan sem við sitjum í er á efstu hæð í hvítu miðalda- húsi með rauðum giuggum, í „Gamla Stan“ í Stokkhólmi. Hún hefir þarna þriggja her- bergja íbúð og býr þar með kvikmyndaleikstjóranum og rit- höfundinum Jörn Donner, sem býr að mestu leyti í heimabæ sínum Helsingfors. Áður en þau lagfærðu íbúðina, var þar jafn- vel ekkert vatnssalerni. Nú er þarna glæsileg íbúð, í hvítum og rauðum litum. Aðalveggur- inn í stofunni er einn stór gluggi, þaðan er dásamlegt út- sýni yfir borgina. — Ég hefi oft hugleitt þetta með stríðið og innilokaða reiði. Það er miklu mannlegra að gefa henni frjálsan tauminn og losna þannig við hana, þá hreinsast loftið. Þá er hægt að tala sam- an, án þess að valda misskiln- ingi. En ef maður birgir reið- ina inni, myglar hún, en kemur svo upp á yfirborðið síðar meir, rotin og illa þefjandi. Hún lítur niður á fætur sér, annar sokkurinn er stoppaður á tánni. — Nú fá börn að ausa úr skálum reiði sinnar. Flestir á mínum aldri reyna líka að út- skýra gerðir sínar, en virðing og vald er ennþá í hávegum og stendur í vegi fyrir eðlilegum lausnum vandamála. Nýlega var ég stödd í neðanjarðarakbraut- inni og kom þá auga á litla stúlku, sem kom með móður sinni niður rúllustigann. Telp- an flýtti sér til að ná í vagninn, sem þær ætluðu með. Hún flýtti sér á undan móðurinni, sem hraðaði sér ekki. Ég sá að litla stúlkan tvísté hjá vagninum og kallaði til móður sinnar: „Flýttu þér, mamma!“ Móðirin var ekkert bækluð, en flýtti sér samt ekki, það var hún sem réði ferðinni. Vagninn var auð- vitað farinn, þegar hún kom til -dóttur sinnar. — Hvað segirðu um þína eig- in dóttur? Er Petra ekki orðin tíu ára? — Hún er aðallega hjá föður sinum á Skáni. Ég hefi aldrei þrefað um réttinn yfir Petru. Hún er sjálfráð hvenær hún heimsækir mig. Ef hún vill ekki koma, þegar mér dettur i hug, þá bíðum við bara-. Petra veit að hún er alltaf velkomin til mín. — Er hún kannski róleg og íhugul? — Ég vona að hún hafi eitt- hvað frá mér, hvað skaplyndi snertir. Ég hugsa oft um atvik frá æsku minni. Það var heitan laugardag fyrir tuttugu og sjö árum og við krakkarnir vorum í boltaleik á götunni. 'Húsvörð- urinn hringdi á lögregluna og kærði okkur. Það var engin um- ferð og ég skil ekki ennþá hversvegna hann gerði það. Ég spurði lögregluþjóninn hvert við ættum að fara. „í skemmti- garðinn" sagði hann. En þar var bannað að leika sér með bolta. „Farið þið þá í Hagagarðinn“, sagði hann. Og þegar ég sagði að þar væru alltaf fullir menn, svaraði hann reiðilega: — Þeg- iðu og komdu þér burt, stelpa“. Harriet bítur á vörina. — Ég gleymi aldrei hve vandræðalegur þessi lögreglu- þjónn var. Mér fannst ég alltaf vera órétti beitt, vegna þess að fullorðna fólkið hafði sjaldan önnur svör en þetta á taktein- um. Ég komst líka oft í vand- ræði í skólanum. Ef ég hafði sérstakan áhuga á einhverju og spurði, var ég ýmist misskilin eða mér var sagt að þegja. Einu sinni svaraði ég fullum hálsi og sagði meiningu mína. Teikni- kennarinn setti eitthvað út á teikningu, sem ég háfði gert af blómavasa. Mér fannst það ekki réttlátt, svo ég reis upp og öskr- aði: Fjandinn hafi það, það eru ekki allir fæddir listamenn". Svo hljóp ég fram á gang og settist þar. Ég var eldrauð í framan, skelfingu lostin, en samt mjög ánægð. En ég varð mest undrandi yfir því að mér var ekki hegnt fyrir þetta til- tæki. — Áður en ég hóf nám við leikskólann, vann ég sem lyftu- stúlka í stóru vöruhúsi. Þegar ég var ekki í lyftunni var ég látin bera kápur inn í sendi- deildina. Þetta var mjög erfitt, sérstaklega þar sem sendlarnir sátu þarna og góndu á mig. Ég varð reið og fór inn til forstjór- ans. Hann svaraði því til að lyftustúlkurnar hefðu alltaf gert þetta. En upp frá því kom þetta í verkahring sendlanna. Það fór alveg ofsalega í taug- arnar á mér þegar verið var að tala um hvað stelpur gætu gert og hvað strákar. Því miður hefi ég ekki hæfileika til að segja meiningu mína á opinberum vettvangi, þá rek ég í vörðurn- ar. Og ef ég verð vond fyrir al- vöru, þá verð ég mjóróma og hraðmælt og enginn skilur hvað ég segi. En nú er margt orðið þannig að það er reglulegt gleðiefni. Margir menn eru orðnir skilningsgóðir og þeim er ljóst að jafnrétti verður að ríkja á heimilinu. Karlmenn geta ekið barnavagni, þeir geta líka farið í búðir og hjálpað til við uppþvottinn. Harriet bendir á gluggann. — Ég fæ alltaf karlmenn til að þvo gluggana og til að gera erfiðari húsverk. Þeir gera það betur, enda er þetta karlmannsverk. Ég er ekki verri fyrir það að ég læt karlmenn þvo gluggana mína. Ég held að nútímakonan sé hætt að láta ljúga því að sér að konurnar séu til þess fædd- ar að skúra gólf og þvo upp leirtatr, búa til mat og rogast heim með vörur. Ég þekki marga menn, sem finnst það ánægjulegt að hjálpa til við heimilisstörfin og passa börn. Því skyldi það ekki vera, báðir aðilar hafa eignast barnið, svo það er eðlilegast að þau hugsi bæði um það. — Ertu ennþá mótfallin hiónaböndum? — Ég hefi ekki ennþá hugsað um að gifta mig. Mér finnst það ekki nauðsynleg athöfn. Mér finnst það heiðarlegra að búa saman án þess að gera einhvern samning. Þegar maður giftir sig, er maður látinn gefa ýms loforð, sem maður er ekki fær um að halda. Ég er ekki að segja að hjónabönd ættu að vera úr sögunni, en ég vil að manni sé frjálst að velja þann kostinn sem manni finnst ákjósanlegri. Ennþá er aðeins eitt hjúskap- arform. Harriet er ófáanleg til að skýra þetta nánar. Mér verður litið á bókahill- urnar á veggnum, bækur Jörns Donner. Þar er heilmikið af ritum um stjórnmál. — Ég á Jörn mikið að þakka. Hann er mér mikils virði. Hann hefir aldrei troðið skoðunum sínum upp á mig og aldrei reynt að þrýsta mér ’ niður. Hann hefir heldur aldrei reynt að loka mig inni. Ég er ekkert hrædd lengur og ég held að ég sé ekki svo heimsk. Það var nefnilega almennt álitið að ég væri heimsk. Hún þagnar um stund. — Ég veit ekki hvenær ég öðlaðist þetta sjálfstraust. Það hefir komið með áruntim, á — Bíddu, það sem hana vantar er uppi í efstu skúffu! þessum átta árum, sem við Jörn höfum búið saman. En það er ekki þar með sagt að Jörn setji mig á einhvern stall. Ég er frjáls, þegar við erum saman og það er svo óskaplega mikils virði.- Harriet snýr sér þannig að hún sér út um gluggann. — Það er ekkert eins dásam- legt og sumarfríin okkar, á eyj- unni okkar í finnska skerja- garðinum. Þar get ég gengið um næstum nakin, varla í öðru en skóm með hatt á höfðinu. (Skórnir eru til að verjast snákum). Við búum ein á þess- ari paradísareyju, dýr og fugl- ar eru okkar einu nágrannar. Venjulega fer ég á fætur klukk- an fjögur á nóttunni, tek þá með mér nesti og ræ út á sjó. Stundum leggst ég við stein og dreg einn þorsk í matinn. Það er dásamlegur friður. — Þar verður þú ekki reið? — Við höfum gríðarstóra gufubaðsstofu. Þegar ég horfi á stjórnmálamennina í sjónvarp- inu, langar mig mest til að safna þeim saman í gufubaðs- stofunni minni, þar sér enginn mannamun, allir eru jafnir. Ég myndi gefa þeim öl við þorst- ánum. Öll streita hverfur í bað- stofunni, maður verður svo mildur og blíður og sefur efns og barn á eftir. Já, það munar minnstu að mann langi ekki til að stinga putta í munninn. Harriet situr aftur hljóð. Ég spyr hvað hún sé að hugsa, hvað veki með henni ótta. — Ég er mest hrædd við að deyja. Þegar ég geng um eyna mína, rekst ég oft á dauða fugla og fiska. Það er rotið og viðbióðslegt. Ég vil ekki láta grafa mig niður í jörðina, ég vil láta brenna mig. Það stend- ur undurfögur björk á eyju, sem liggur rétt hjá eynni okkar. Þar vil ég láta grafa ösku mína. Ég er viss um að sálinni líður vel á þeim stað ... ☆ 22.TBL. VIKAN 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.